Antichrist [2009]

Antichrist

Ég get ekki neitað því að ég var orðinn nokkuð forvitinn um nýjustu kvikmynd Lars Von Trier, Antichrist, og ekki minnkaði forvitni mín við að lesa fréttir af Jóni Baldvini og spúsu hans, Bryndísi Schram, þar sem þeim blöskraði myndin svo mikið að fyrrverandi utanríkisráðherrann gekk út af myndinni. Frúin sat myndina á enda en þurfti staup af brennivíni til að róa taugarnar eftir að sýningu lauk.

Nú er ég ýmsu vanur þegar kemur að kvikmyndaáhorfi og ákvað að láta slag standa og horfði á Antichrist. Leikstjórinn danski hefur mér ekki þótt merkilegur pappír hingað til, en ég horfði á myndina með opnu og fordómalausu hugarfari (að mestu), og entist yfir henni allri.

Myndin segir frá pari sem missir barnungan son sinn og sorgina og geðveikina sem hellist yfir þau í kjölfarið. Þau ákveða að flytja um stundarsakir í sumarhús úti í skógi í von um innri frið, en fyrr en varir nær sturlunin að yfirbuga þau. Seinasti hálftími myndarinnar er nokkuð grafískt ofbeldistriði þar sem fátt er skilið eftir fyrir ímyndunaraflið.

Antichrist

Ég ætla að byrja á að tína til það jákvæða við myndina að mínu mati. Lars Von Trier hefur gott auga og útlit myndarinnar er fyrsta flokks. Öll innrömmun er fyrsta flokks og lýsingin er öfgakennd og óhefðbundin. Aðalleikararnir standa sig einnig með prýði. En þar lýkur upptalningu minni á því jákvæða við Antichrist.

Þrátt fyrir að leikararnir standi sig vel í hlutverkum sínum eru persónur þeirra óþolandi með öllu. Willem Dafoe er skömminni skárri en mótleikkona hans, Charlotte Gainsbourg. Hennar karakter er leiðinlegur og ekki eitt augnablik finnur maður til samkenndar með henni. Handritið er losaralegt þrátt fyrir að grunnhugmyndin sé ekki alslæm. Ofbeldið og kynlífssenurnar stuðuðu mig lítið, en ég myndi þó ekki kæra mig um að horfa á myndina með ömmu gömlu. Klippingin er leiðigjörn og síendurtekin ásetningsbrot leikstjórans á 180 gráðu-reglunni víðfrægu eru tilgerðarleg og þreytandi.

Ég held að tilgerð sé lykilorðið hér, og helsta ástæða þess að Antichrist gengur ekki upp. Lars Von Trier segist ekki hafa gert myndina fyrir áhorfendur heldur fyrir sjálfan sig. Verði honum að góðu. Innst inni í honum má sennilega finna mikinn listamann, en til þess að sannfæra mig þarf hann að fjarlægja grímuna. Það sjá allir í gegnum þennan hallærislega hlutverkaleik hans, og þó. Hann á fjölda aðdáenda, en mig grunar að þeir séu jafn tilgerðarlegir og hann sjálfur.

Svo tileinkaði hann myndina Andrei Tarkovsky, og ég fann aulahrollinn hríslast niður bakið.

Auglýsingar

12 svör to “Antichrist [2009]”

 1. bogi Says:

  Hæ ég heiti Haukur og ég ætla að horfa á kvikmyndir úr mínum þrönga sjónarhól í garðabænum(eða hvar sem ég bý), sem á engann hátt er frábrugðið hinum þrönga sjónarhóli sem Siggi Cheesebörger og mamma þín og pabbi hafa. Mig hefur samt alltaf langað að vera bíógagnrýnandi þannig að hér færðu gagnrýni sem á engann hátt er öðruvísi en ef þú myndir spyrja Sigga Cheesebörger:

  Jón Baldvin bla bla bla

  Lars von Trier þykir nu alveg ógurlega merkilegur en MÉR finnst hann nú ekkert spes !!

  Þeim sem finnst LVT skemmtilegur eru tilgerðarlegir eins og hann. (hehe)

  Afsakið meðan ég skrúfa þumalputtann upp í rassgatið á mér.

  Takk fyrir
  Haukur

  Ef þú heldur að það sé hægt að fjalla um Lars Von Trier eins og hvern annann höfund og að nálgast það „hrokalaust“ sé nóg, þá er ansi langt í land með að þú hafir skilning á viðfangsefninu. Ég mæli með því næst þegar þér dettur í hug að fá þér nýtt hobbí, að þú hugsir málið til enda.

  Það er eitt að vera elítisti, en að vera skoðanalaus plebba-suga, og setja fram svona ömurlega smásálarlegann dóm með inngangi og niðurlagi sem lýsir jafn lélegu hugarfari gagnvart vini mínum honum Lars er verra mál.

  Ég skora á þig að horfa á: Riget, Dogville, Epidemic og Breaking the waves. Koma svo aftur og segja að þér finnist LVT ekki merkilegur pappír. Það er nefninlega ekki hægt, annað hvort hatar maður LVT af hörku eða maður elskar hann. Ef maður segir að manni finnist hann svona so-so þá hefur maður einfaldlega ekki horft á myndirnar hans.

  (ég er ekki raunverulega vinur Lars Von Trier, ég bara tók svona til orða)

  Bogi,
  snobbaðari en þú.

 2. Hressilegt fyrsta komment, svo ekki sé meira sagt. Og á meðan ég gleðst yfir menningarhroka þínum þá sé ég þig ekki minnast einu orði á Antichrist. Í raun er það eina sem þú virðist sjá að þessum pistli mínum er það að ég hafi dirfst að segja styggðaryrði um LVT.

  Ég mun ekki stökkva á LVT-hatursvagninn. Það væri einfaldlega of auðvelt. Mér finnst hann ekki það merkilegur listamaður að ég nenni að eyða púðri í að hata hann. Í raun hef ég fulla trú á að hann gæti gert frábærar myndir ef hann væri ekki svona mikill rembingshani.

  Ég vona innilega að Atli Jarl komi inn í þessa umræðu. Skoðun hans á LVT er þér eflaust meira að skapi. Þar erum við að tala um virkilega innilega fyrirlitningu og hatur.

  En spurning mín er þessi: Lítur þú svo á að Lars Von Trier sé yfir það hafinn að manni geti fundist hann „mehh“?

 3. bogi Says:

  Já það er rétt, ég hef engar væntingar til þess að Antichrist sé góð mynd. Enda er Lars ekki í þeim bisniss að gera góðar myndir. Hann gerir andstyggilegar tilfinningaklámmyndir sem ráðast á áhorfandann og þröngva honum inn í hans sjúka heim, þar sem aldrei er góður endir í sjónmáli og iðullega fer svo skelfilega illa fyrir öllum persónum að áhorfandinn fer út með eitt af tvennu: Sorg í hjarta yfir óréttlæti og röklausum andstyggilegheitum heimsins, eða megna ímugust á Lars persónulega. Mjög sjaldan ef nokkurntímann, gerir Lars tilraun til að höfða til þeirra heilastöðva í fólki sem kveikja á „góð mynd“ ljósunum.

  Ég hef enn ekki séð antichrist, enda er ég sannur elítisti sem get auðveldlega haft skoðanir á myndum án þess að sjá þær. Ég set ég mig ekki upp á móti því að slátra mynd eins og Antichrist, en að gera það á forsendum eins og að hann brjóti reglur kvikmyndalistarinnar gagngert til að fara í taugarnar á áhorfandanum (döh, það hefur Lars alltaf gert og er duglegri en margir að finna leiðir til að fara mikið í taugarnar á plebbum sem vilja bara fá sinn Bruce Willis eða Nicolas Cage) Segir mér að þú ert að leita að röngum hlut í LVT og ættir annaðhvort að láta það vera að horfa á hann eða horfa verulega mikið meira á hann.

  Lars er einstakur kvikmyndagerðamaður, það hefur enginn verið eins og hann fyrr eða síðar. Það vill þannig til að hann hefur fengið á sig orð fyrir að vera klár, og fólk gerir alltaf sömu vitleysuna við að reyna að staðsetja hann: „Hann gæti nú gert „góða“ mynd ef hann bara vildi.“

  Málið er að hann drullar á þínar hugmyndir um góðar myndir, hann hefur nákvæmlega engann einasta áhuga á að gera „góða“ mynd, hann er sadisti sem nýtur þess að gera myndir sem pína áhorfandann og leikarana og alla starfsmenn sem koma nálægt myndum hans.

  Þannig að já, ég held að LVT sé ekki týpa sem fellur undir „meh“ flokkinn af einu eða neinu, hann er algjörlega einstakur.

  Atli Jarl mætti endilega setja inn sín sent hérna.

 4. Atli Jarl Martin Says:

  Þið eruð báðir í ruglinu. Að reyna að finna einhverja meiningu út úr þessari ræpu sem þessi mynd (sem og aðrar myndir LVT) er, er út í hött. Að reyna að sjá eitthvað listrænt út úr því hvernig maðurinn filmar og presenterar þessar myndir sínar er líka út í hött, því hvernig sem reynt er að finna einhverja jákvæða punkta um þennan kall og draslið hans, þá verður ekki litið fram hjá því að allt sem hann hefur gert og þá sérstaklega þessi svakalega „sadistíska“ mynd AntiChrist, HUND-FOKKING-LEIÐINLEGT.

  Lars er nú ekki meira einstakur en svo en að vera egótistískur fáviti, það eru til milljónir fávita eins og hann og bara út af því að hann er kvikmyndagerðamaður gerir hann ekkert að minni fávita. Það fyndna er að það er til fjöldi fólks sem tekur þátt í að láta þennan kall pynta sig með sadistísku ræpunni sinni og það fólk situr við internettólin sín og fálmar um í skynvillum og skyndiuppljóstrunum eftir máli og meiningu við myndum á borð við AntiChrist, og það sem verra er, ver slíkar myndir með kjafti og klóm og getur ekki með nokkru móti gúdderað það að Siggi Cheeseburger og hans líkar skuli DIRFAST að setja út á þetta. En það langfyndasta er að LVT-snobbararnir ÆTLAST til að vinir og vandamenn sjái og upplifi þessi svokölluðu kraftaverk sem LVT hefur gert á sama hátt og þeir en er það fólk lætur svo í ljós harðyrtar og afar neikvæðar skoðanir sínar á þessu rusli, þá er því kennt um að kunna ekki, geta ekki, skilja ekki, vilja ekki eða insert-ridiculous-ástæðu að fíla LVT. Hei, hér er njúsflass böddí. LVT getur troðið þessum myndum sínum þversum í raskatið á sér og kæmi mér það lítið á óvart ef hann gerði það íklæddur nærbuggsum af ömmu sinni útkámaður í hnetusmjöri.

  Ég get nú ekki annað en brosað út í kampinn er menningasnobbið er komið svo langt að samanburður á ræpunni hans LVT saman við skyndibitahasarhetjur á borð við Nicolas Cage og Bruce Willis er kominn út í það að gera lítið úr þeim sem kjósa þá heldur að njóta þeirrar ódýru og einföldu skemmtunar sem Hólívúdd framleiðir. Það er enginn píndur og mólestaður við áhorf slíkra mynda, nema að því leiti að þeir með greindarvísitöluna 30 og yfir fá stanslausan aulahroll yfir Nicolas Cage, en það er allt annað mál. Lykilorðið í þessu öllu saman er SKEMMTUN og ef LVT-snobbarar kjósa að sniðganga og setja út á eitthvað sem er skemmtilegt, þá þeir um það.

 5. „Ég set ég mig ekki upp á móti því að slátra mynd eins og Antichrist, en að gera það á forsendum eins og að hann brjóti reglur kvikmyndalistarinnar gagngert til að fara í taugarnar á áhorfandanum (döh, það hefur Lars alltaf gert og er duglegri en margir að finna leiðir til að fara mikið í taugarnar á plebbum sem vilja bara fá sinn Bruce Willis eða Nicolas Cage) Segir mér að þú ert að leita að röngum hlut í LVT og ættir annaðhvort að láta það vera að horfa á hann eða horfa verulega mikið meira á hann.“

  Ég er hrifinn af listamönnum sem fara óhefðbundnar leiðir í listsköpun sinni. Einnig finnst mér hið besta mál að reglur séu brotnar ef að það gerir listaverkið betra. Lars er ekki einstakur kvikmyndagerðarmaður, hann er vissulega spes, framsækinn og leitandi, en það sem hann er að gera er ekkert sem hefur ekki verið gert áður. Og það fyrir löngu og mun betur. Við þurfum ekki einu sinni að fara út fyrir Skandinavíu til þess að finna það.

  „Málið er að hann drullar á þínar hugmyndir um góðar myndir, hann hefur nákvæmlega engann einasta áhuga á að gera “góða” mynd, hann er sadisti sem nýtur þess að gera myndir sem pína áhorfandann og leikarana og alla starfsmenn sem koma nálægt myndum hans.“

  Góður listamaður kemst upp með að pína áhorfendur/lesendur/áheyrendur sína upp og niður, sundur og saman, norður og niður. Og fólki finnst það jafnvel frábært. En það er voða auðvelt að sjokkera. Vera nógu óljós og drungalegur, listrænn og ljóðrænn, andstyggilegur og sláandi. En það er töluvert merkilegra að gera það vel. Hífa sig upp fyrir gæðastaðal exploitation-myndanna. Lars hefur alltaf staðið á línunni sem skilur þetta tvennt að. Og endar öðrum hvorum megin. Yfirleitt röngum megin.

  Farinn að horfa á Nicolas Cage.

 6. Svo það fari ekki milli mála eru gæsalappirnar utan um textann hans Boga.

 7. bogi Says:

  Já einmitt, hér fer maður sem hefur sennilega horft á Lars von trier og kemur út með lógíska niðurstöðu. Þetta get ég heilshugar tekið undir, Atli viðurkennir hér að vera gróflega misboðið af ógeðinu sem Trier býður uppá og kýs að verja smámennin sem vilja heldur horfa á sínar seif myndir sem koma hvergi á óvart og eru fyrirsjáanlegar í alla staði. Gott mál, og ég er hjartanlega sammála að ef SKEMMTUN er það sem þú sækist eftir í kvikmyndum þá er LVT ekki fyrir þig.

  Ágætis saga af Lars: Þegar hann og þáverandi framleiðandi hans fóru í fyrsta sinn að hitta Nicole Kidman til að ráða hana sem aðalleikkonu í Dogville, þá keypti L gommu af klámblöðum, þá meina ég grófum dýra og anal klámblöðum ekkert playboy stöff. Síðan settist hann niður með framleiðandanum og tók að lesa blöðin, hann las fjálglega og dreifði blöðunum út um alla skrifstofu. Þegar þeim var svo tilkynnt að Nicole væri komin þá sagðist hann þurfa að skreppa burt, sagði framleiðandanum sem aldrei hafði hitt Kidman áður að hann gæti bara græjað þetta mál.

  Þannig að hann hittir Nicole Kidman með grófustu rassaríðinga hestaklámblöð sem lars gat fundið útum allt í kringum sig og þarf að byrja viðtalið á því að reyna að veikum mætti að útskýra hvernig því sætir. Að sjálfsögðu kom Lars aldrei aftur inn í viðtalið hann lét gaurinn bara sjá um Kidman. Þetta var byrjunin á harkalegum sálfræðihernaði Lars við Kidman þar sem hann braut hana algjörlega niður til að fá réttar tillfinningar inn á teipið.

  Af hverju gerir hann svona hluti? Af þvi að honum er illa við fólk, honum er illa við þig Haukur og honum er illa við þig Atli. Honum er örugglega verr við mig en ykkur báða til samans. Honum er alveg sérstaklega illa við samstarfsfólkið sitt og er yfirleitt andstyggilegur og óferjandi. En bíóið sem hann gerir er einstakt, það er bara þannig.

  Ég er í rauninni alveg sammála Atla, ég bara fæ heilmikið útúr því að horfa á til dæmis Riget og Breaking the Waves, og Epidemic. En það er ekki skemmtun, það er súrsætur masókismi í sinni nöturlegustu mynd. Ég veit ekki hvort ég fer á antichrist, er ennþá að gera það upp við mig hvort ég get lagt það á mig. Alltaf þegar ég hef haldið að ég viti hvar á að staðsetja Trier þá ruglar hann í mér og gerir eitthvað allt annað en það sem maður var búinn að undirbúa sig undir. Idioterne er ágætt dæmi um það, mynd sem mér fannst hundleiðinleg og óþolandi á 20 mismunandi vegu. En já, mér finnst frekar snubbótt að afgreiða Lars sem eitthvað „meh“ er meira fylgjandi afgreiðslu Atla á hann.

  Það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki gaman af „skemmtilegu“ bíói, ég bara leita ekki til Lars Von Trier eftir því.

 8. bogi Says:

  Úbbs snobbhænsnið setti inn svar á meðan ég var að skrifa andsvar við innsetningu Atla, ég hef svosem engu við að bæta.

  Finnst þetta blogg vera hið besta mál og mun lesa það reglulega héðan í frá, reyni samt að vera ekki að troða mér inn í hverja einustu færslu. Að gera elítublogg um kvikmyndir finnst mér frábær hugmynd og ætla að reyna að vera ekki að skemma það með mínu fúla attitúdi.

  :-=

 9. Ég fíla þitt fúla attitúd!

 10. Þessi mynd var vonbrigði. Þegar ég heyrði að þetta væri ný horror film eftir LVT og nafnið ANTICHRIST. Það kveikti mjög í mér.. og þegar allir voru að tala um að fólk gubbaði þegar það fór á myndina og íslensku þýðendurnir gátu ekki klárað því þeim ofbauð svo þá kveikti ennþá meiri í mér. En þvílík vonbrigði. Sagan var ekki góð og aðalleikonan var eins og haukur segir ekki að fá neina samúð frá mér. william dafoe karakterinn meikaði heldur ekkert sense.. og það eina ÓGEÐSLEGA var bara umskorunin.. það flottasta við myndina var þegar hundurinn kom með e-ð mjög satanískt hvað sagði hundurinn/refurinn því að það voru einhverjir fávitar í salnum sem skellihlóu þegar hundurinn byrjaði að satanísktala.

 11. Er nú búinn að horfa á antichrist og hún er rosaleg. Atli, Haukur og Eva þið eruð bókstaflega vangefin

 12. Sérstaklega þó Atli

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: