Aðeins nánar um snobb

Keeping Up Appearences

Mig langar að útskýra aðeins betur hverskonar snobbhænsnaskapur það er sem ég hef tamið mér.

Margir tengja bíósnobb við dálæti á gömlum myndum, evrópskum myndum, þöglum myndum, svarthvítum myndum, búningamyndum o.s.frv.

Ég læt mér fátt um finnast varðandi aldur og uppruna mynda. Citizen Kane kæmist t.d. aldrei inn á topp 500 listann minn, ef ég ákvæði það að gera þannig lista. Engin mynd eftir Jean-Luc Godard heldur. The Terminator væri hins vegar örugg inni í topp 50.

Það hljómar kannski ekki neitt rosalega snobbað. Til að flokkast sem alvöru kvikmyndauppskafningur þyrfti ég t.d. að vera töluvert betur að mér í evrópskum myndum, vera búinn að sjá fleiri en þrjár myndir eftir Ingmar Bergman, og finnast upprunalega útgáfan af Scarface eftir Howard Hawks betri en endurgerðin.

Svo er ekki.

Tilgangur þessa bloggs er að upphefja sjálfan mig og þær myndir sem mér eru kærar. Ég gæti reynt að ljúga að sjálfum mér og afneitað hégómagirnd minni. Sagst vilja skapa líflegar umræður um kvikmyndir þar sem allar skoðanir eru jafn réttháar og poppkornsmyndum Hollywood sagt stríð á hendur. Vissulega er ég æstur í þessar líflegu umræður, en fyrst og fremst blogga ég til þess að viðhalda mínu innra snobbhænsni, hvetja sjálfan mig til þess að horfa á allar gömlu perlurnar sem ég á eftir að sjá (til að líta betur út í augum hinna snobbhænsnanna), og hífa kvikmyndaumræðu upp á það háa og yfirlætislega plan sem hæfir henni best.

Auglýsingar

2 svör to “Aðeins nánar um snobb”

  1. Jói Hermanns Says:

    Hlakka til að lesa meira um þitt snobb. Vertu bara nógu andskoti duglegur að skrifa hérna.

  2. Takk fyrir það. Því meira sem ég fæ af feedbacki og umræðum, því meira skal ég lofa að vera duglegur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: