Reykjavík Whale Watching Massacre [2009]

RWWM_teaser

Þegar ég sá veggspjaldið hér fyrir ofan varð ég svo spenntur að mér tókst að gleyma kvikmyndahryðjuverkum Júlíusar Kemp á tíunda áratugnum. Blossi 810551 er fyrir löngu orðin fræg af endemum enda svo yfirgengilega léleg að Kemp tók sér meira en áratug í hvíld frá leikstjórn eftir öll ósköpin. Eini ljósi punkturinn við þá mynd voru mjólkurhvít júgrin á Þóru Dungal, sem hossuðust í slow-motion á meðan frontmaður Bubbleflies giljaði hana í sundlaug. Hvað er Þóra annars að gera í dag?

En teaser-veggspjald Reykjavík Whale Watching Massacre er svo fáránlega smekklegt og spennandi í allri sinni Saul Bass-ísku dýrð að ég ákvað samstundis að sjá myndina á frumsýningardegi.

Það liðu þó tvær vikur frá frumsýningardeginum þar til að ég dratthalaðist í bíó til að sjá hana. Ég var búinn að heyra hrikalega hluti um myndina frá bókstaflega öllum, og spenningurinn minnkaði dag frá degi.

Í stuttu máli fjallar Reykjavík Whale Watching Massacre um hóp ferðamanna sem skellir sér í hvalaskoðun á Faxaflóanum í gömlum fúadalli sem Gunnar Hansen stýrir. Hann er best þekktur sem keðjusagarmorðinginn Leatherface úr kvikmyndinni The Texas Chain Saw Massacre frá árinu 1974. Gunnar er Íslendingur í húð og hár þrátt fyrir að hafa flust til Bandaríkjanna ungur að árum og segist sjálfur vera búinn að glata íslenskunni að mestu. Fyrir klaufaskap ofurölvaðs Fransmanns um borð í bátnum lætur Gunnar lífið og ferðamennirnir reka stjórnlaust um straumþungan flóann í von um hjálp. Hjálpin berst á endanum, en hún er í formi morðóðrar fjölskyldu sem siglir um firðina umhverfis landið, höggvandi og stingandi.

rwwm1

Reykjavík Whale Watching Massacre er B-mynd. Á því leikur enginn vafi. Ég var eilítið smeykur um að miklar væntingar mínar til myndarinnar myndu sljóvga dómgreind mína og að ég myndi hreinlega pína sjálfan mig til þess að þykja hún frábær. Það var þó aldrei þörf á slíkum píningum.

Myndin skýst beint í fyrsta sæti yfir blóðugustu kvikmyndir íslenskrar kvikmyndasögu. Tæknibrellurnar eru skemmtilegar og oft á tíðum sannfærandi. Afhausanir og aflimanir myndarinnar eru gerðar af mikilli ástríðu, svo mikilli að maður fyrirgefur Júlíusi gervilegan tölvuhvalinn í lok myndarinnar.

Leikararnir eru í miklu stuði þrátt fyrir að vera helst til margir, en það er einnig fyrirgefið því að Júlíus virðist hafa gert sér grein fyrir því að fleiri persónur bjóða upp á enn fleiri blóðug dráp.

Ánægðastur var ég þó með þá staðreynd að myndin virkar. Ég hló með myndinni en ekki að henni. Það eru góð meðmæli frá manni sem alla jafna hefur óbeit á gamanmyndum, enda eru þær upp til hópa innihaldslítil dægrastytting fyrir ómerkinga og vitlaust fólk. Ég átti von á póstmódernískri* hryllings-gamanmynd og myndin stóð sig í stykkinu sem slík. Ekki bara sem flott veggspjald og kómískur titill.

rwwm2

* Póstmódernismi er hugtak sem nauðsynlegt er að kunna góð skil á ætli maður sér stóra hluti í hörðum heimi kvikmyndasnobbsins. Ég mun reyna að nota hugtakið sem mest í skrifum mínum á þessari síðu.

Auglýsingar

7 svör to “Reykjavík Whale Watching Massacre [2009]”

 1. ÞETTA LOFAR GÓÐU!

 2. bogi Says:

  Hressandi, ég held ég tékki á þessarri ræmu, hef alltaf haft á tilfinningunni að blessaðir gagnrýnendur Moggans og FRBL séu með soðið egg í skeifugörninni.

 3. Veistu hvað þeir gáfu henni? (geri ráð fyrir því að þeir notist ennþá við stjörnugjöf…..ég er AÐ SJÁLFSÖGÐU allt of snobbaður til þess að summa upp gagnrýni mína í stjörnufjölda!!)

  En smá viðbót við lofræðu mína.

  Myndin er að sjálfsögðu ekki fullkomin, enda átti eflaust enginn von á því. En ef maður leyfir sér að detta inn í camp-fílinginn þá skilar myndin sínu. Svo fannst mér allaveganna.

  Myndi þó hiklaust mæla með því að hópur hálfmiðaldra karlmanna væru með þér í för þegar þú ferð á hana. Aleinn í bíó á RWWM er örugglega frekar súrt.

 4. Siffi Says:

  Hún fékk 2 stjörnur í mogga og 1 stjörnu í fréttablaðinu minnir mig

  Á samt eftir að tékka á þessari mynd

 5. Atli Says:

  Alveg frábær mynd. Ein sú besta sem gerð hefur verið hér á landi… og þótt víðar væri leitað.

 6. þóra Says:

  þóra er bara að vökva kaktusa í vesturbænum ,úturlyfjuð af lithium eftir ósköpin,haha 😉 þakka samt fyrir að spurja kveðja Þóra Dungal

 7. Þetta komment gleður mig meira en þig grunar 🙂

  kv, Haukur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: