4:3 vs 16:9

9

99

Nú er kominn tími til að færa nördismann upp á næsta level.

Ég fjárfesti í stórvirki Stanley Kubrick, Eyes Wide Shut, á DVD þrátt fyrir að eiga hana fyrir. Ég rak augun í það að komin er útgáfa af myndinni sem er í hlutföllunum 1.78:1 (16:9). Gamla útgáfan mín er í 1.37:1 (4:3) og á þeirri útgáfu er tekið sérstaklega fram að það séu þau hlutföll sem Kubrick ætlaði myndinni upphaflega að vera í.

Kubrick var þekktur fyrir að halda tryggð við 4:3-formattið (með nokkrum undantekningum) en samt voru flestar mynda hans sýndar í 1.78:1 þegar þær komu í kvikmyndahús. Eftir smá internetflakk virðist mér sem Kubrick hafi lagt blessun sína yfir báðar útgáfurnar af myndum sínum, þá víðari til sýninga í kvikmyndahúsum, en einnig hafi hann gert 4:3 útgáfur sjálfur fyrir sjónvarp (til þess að losna við svörtu rendurnar uppi og niðri).

Sjálfur er ég með gamalt 28″ túbusjónvarp. Ég gef ekki mikið fyrir flatskjái, enda eru þeir svarinn óvinur bíósnobbarans. Fólk sem á flatskjái kann oft á tíðum ekki að stilla þá rétt. Myndin virðist oft vera hrikalega digital, hreyfingar undarlegar og upplausnin allt of mikil. Oft líta fallegar kvikmyndir út eins og vídeókameruupptökur úr fermingarveislu frænda þíns þegar amatör-flatskjáreigandinn er kominn með þær í sjónvarpið sitt.

Kubrick vildi hafa myndir sínar í 4:3 í sjónvarpi. Um það verður ekki rifist. Þú ræður því að sjálfsögðu sjálfur hvort þú fylgir þeim fyrirmælum. Ég er samt spenntur að vita hvort til standi að klippa ofan og neðan af kvikmyndum Alfred Hitchcock og Charles Chaplin, bara svo að heiladauðir plebbar geti horft á þær í 16:9 heima í stofu.

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að mér finnist 4:3 útgáfan af Eyes Wide Shut flottari. Berið saman skjáskotin tvö hér að ofan. 4:3 skjáskotið er einfaldlega fallegra. Gefðu skít í flatskjáinn þinn. Hann er drasl.

Og segðu mér síðan hvort þér finnist rassinn á Nicole Kidman flottari í 4:3 eða 16:9.

3

4

Auglýsingar

5 svör to “4:3 vs 16:9”

 1. Mc Gusto Says:

  Jafnvel þó þessi rass væri í hinu fúlasta pan og scan þá væri hann samt stórfenglegur.

  Frábært blogg. Haldu áfram með góða takta!

 2. bogi Says:

  jámm, ekki á ég flatskjá heldur, en er skrefinu framar en þú því ég er með 32″ ofurtúbu, það er engin spurning um að gæðin á túbusjónvörpum, þá á ég við liti og ljósmagn er langtum framar en á þessu flatskjá-dóti. Þó að þeir geti sýnt manni eitthvað fleiri punkta, en HVAÐA FÁVITI SITUR OG TELUR PUNKTA þegar menningarinnar er neytt?

  Kubrick var mikill pælari og hafði miklar áhyggjur af því að einhverjir menningarsóðar kæmust í myndirnar hans og konvertuðu í einhverja vitleysu. Þessvegna heimtaði hann að búa til sjónvarpsversjónirnar sjálfur, hann hugsaði líka fyrir þessu við tökur og passaði að allt action sem máli skiptir kæmist fyrir innan 1:37:1 rammans. Hann hljóðmixaði líka allar myndirnar sínar(nema EWS) í Mono, þar sem hann gerði sér grein fyrir að allflest sjónvarpstæki á þeim tíma sem myndirnar komu út voru mono. Þegar maður hugsar um hversu stórt hlutverk hljóðrásin leikur í öllum Kubrick myndum, er auðvelt að skilja að hann vildi ekki treysta á einhverja tæknimannanjóla til að skila sinni sýn inn í imbakassann.

  En Kubrick gerði myndir fyrst og síðast fyrir bíó og þar njóta þær sín langbest. Mikið djöfull væri ég til í að fá eitthvert bíóið til að hafa all-nighter Kubrick sukk. Ég myndi sitja frá byrjun til enda. Þó ég hafi séð þetta allt hundrað sinnum.

 3. ég held að þetta hljóti nú bara að fara eftir því hvernig myndin er skotin, eða hvað? þú hefur væntanlega lært eitthvað um þetta í kvikmynda akademíunni? 16:9 er náttúrulega eins og fáránlegt crop úr 4:3 hér að ofan, en ef myndin er skotin í 16:9, þá myndi hún væntalega tapa hliðunum í staðinn í 4:3 eða hvað?

 4. Hahaha „akademían“……þú gafst mér alveg 100 auka snobbstig alveg frítt. Fíla það.

  16:9 rammarnir hér eru beisiklí bara crop úr 4:3. Ekkert sem bætist við til hliðanna og það virkar fullkomlega enda (eins og Bogi sagði) hugsaði leikstjórinn í þessu tilfelli ávallt um bæði formötin samtímis. Hinsvegar er það í þessu tilfelli, og mig grunar að það megi heimfæra á aðrar widescreen-útgáfur af Kubrickmyndum, einhver mögnuð dínamík í 4:3 rammanum sem tapast í 16:9. Kannski er þetta fáránlegra en ella, vegna þess að römmunum er stillt upp saman og maður sér þá úr samhengi.

  Ef hún hefði verið skotin 16:9 væri fullscreen-útgáfan með klippt af hliðunum. Skotin 4:3 og þá er klippingin uppi og niðri.

  Svo er til allskonar önnur taktík. Að teygja þær, pan & scan (eins og Ágúst bendir á), þjappa þeim saman….júneimit.

  En ég held að lykilatriðið hér sé það að myndin virkar í báðum útgáfum vegna þess að það var gert ráð fyrir því að þær væru tvær. Ég komst ekki að því fyrr en ég fór að lesa mér nánar til um þetta. Hélt að 16:9 útgáfan væri bara eitthvað sem einhverjir Matrix-lúðar hefðu búið til. Mundi ekki hvernig þetta hafði verið í bíó.

 5. Bogi:

  Það var haldið Kubrick-maraþon í Loftkastalanum fyrir nokkrum árum. Öll hans verk sýnt í einni bunu. Þó Loftkastalinn sé nú ekki alvöru bíó þá var bókað gaman. Ég þurfti að fara eftir að hafa horft á boxarastuttmyndina hans (man ekki hvað hún heitir), flugprestamyndina hans (Flying Padre), ógeðslega leiðinlegu sjómannaverkalýðsfélagamyndina (The Seafarers) hans og síðan Fear & Desire.

  Það var vegna þess að maður fyrir aftan mig var alltaf að borða banana og ég get ekki verið í návist fólks sem borðar banana, allavega ekki á þessum tíma……er kominn í betri æfingu núna enda vinn ég á leikskóla.

  Svo sá ég einu sinni Shining í Bíóborginni. Það var snarvangefið!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: