Fullt af ógeðslegum rímeikum á leiðinni

robocop

Nú ætla ég ekki að halda því fram að allar endurgerðir séu sorp. En flestar þeirra eru það. Síðustu ár hafa verið sérstaklega ömurleg þeim sem hafa óbeit á endurgerðum. Og ekkert lát virðist ætla að verða á endurgerðaröldunni miklu. Hæfileikalausi drulluspaðinn hann Darren Aronofsky (óbermið sem færði okkur hina skelfilegu Requiem For A Dream) er sagður vinna að endurgerð kvimyndarinnar RoboCop, en upprunalega myndin var í leikstjórn Hollendingsins Paul Verhoeven. Hún var stútfull af sósíal-satíru, kolsvörtum húmor, groddalegu ofbeldi og vélmennabrellum. Ef grunur minn reynist réttur verða vélmennabrellurnar það eina sem eftir stendur þegar Aronofsky hefur lokið sér af. Þær verða líka bókað ógeðslega lélegar þrátt fyrir að flestum muni finnast þær frábærar. Shia LeBouf mun bókað leika Róbó.

alien

Alien fær ekki að vera í friði frekar en fyrri daginn. Ridley Scott (leikstjóri upprunalegu myndarinnar) er sagður vera með endurgerð í bígerð, en einnig flýgur sá orðrómur að um prequel sé að ræða. Leikstjóranum er vel treystandi til að klúðra þessu, hvorn vinkilinn sem hann ákveður að taka á þetta. Við megum eiga von á Alien-skrímslinu eins gerfilegu og það hefur nokkurn tímann sést, enda nennir Hollywood ekki að gera tæknibrellur lengur nema í tölvu. Treggáfaðir unglingar munu samt taka þessu fagnandi. Megan Fox mun bókað leika Ellen Ripley.

suspiria

Leikstjórinn sem færði okkur Pineapple Express (já þið lásuð rétt) er að endurgera Suspiria eftir Dario Argento. Það hljómar eins og eitt tilgangslausasta rímeik kvikmyndasögunnar þar sem handrit og saga upprunalegu myndarinnar eru nú ekki beinlínis til að hrópa húrra fyrir. Sjarminn við myndina er hvernig Argento leikstýrir henni, kvikmyndatakan, tónlistin, litirnir og gerfiblóðið. Af hverju í ósköpunum býr fólk ekki bara frekar til eitthvað nýtt?

Af öðrum væntanlegum rímeikum má nefna A Nightmare On Elm Street en hana framleiðir Michael Bay (að sjálfsögðu) og um leikstjórn sér einhver rugguhestur sem hefur aldrei gert mynd áður (en hefur þó gert tónlistarmyndbönd fyrir m.a. Papa Roach og Tears For Fears…..greinilega mikill reynslubolti). Eitthvað ísraelskt nóboddí er síðan að endurgera Straw Dogs eftir Peckinpah. Eini leikarinn sem ég kannast við úr þeim leikarahópi er hasbeen-ið James Woods. Örugglega sérdeilis prýðilegt. Conan the Barbarian mun birtast okkur á ný á næsta ári og myndasögunördar munu væla yfir vælinu í mér út af því að upprunalega myndin er byggð á teiknimyndasögu/bók/bla dí bla bla. Total Recall er víst í vinnslu, They Live og fleira og fleira og fleira.

Eigum við að fá okkur Kool-Aid saman? Ég býð!

Auglýsingar

12 svör to “Fullt af ógeðslegum rímeikum á leiðinni”

 1. bogi Says:

  Kaldur hrollur fer um mig að hugsa til þess að einhver ætli að endurgera Robocop, myndin er fullkomin eins og hún er og algjör della að endurgera hana, samt finnst mér Aronofski fínn leikstjóri, pi er tildæmis stórkostleg mynd.

 2. bogi Says:

  Og James woods er ódauðlegur fjandinn hafi það

 3. Ari feiti Says:

  Góður pistill. Þetta er mótbjóðandi.
  En ég hef áhyggjur af vizku þinni sem quikmyndaáhugamanns þar sem þú fattaðir ekki ríkvím for a drím 😉
  Hversu spenntur er kjeddlinn annars fyrir þessari:
  http://www.hollywood.com/news/Clooney_Set_for_Seven_Samurai/3503387

 4. Ekki séð pi Bogi……heyrt bæði gott og slæmt um hana, það er ekkert að fatta við Requiem Ari (!!!)…..Wrestler var nokkuð góð. Og já, James Woods er mætur maður og frábær leikari. Samt óneitanlega soldið hasbeen :/

  Varðandi Seven Samurai þá sýnist mér þetta vera álíka mikið rímeik af upprunalegu eins og Assault on Precinct 13 var af Rio Bravo. Ekki bein endurgerð, heldur svona einhver öðruvísi útfærsla. Kann að meta Clooney en ég bíð með að fella minn dóm þar til ég sé hver leikstýrir. Og þar til ég sé hversu mörg Tears For Fears-myndbönd hann hefur gert.

 5. A) Ég er algjörlega ósammála þér um Aronofsky. Wrestler var mjög góð og Pí er frábær (og algjörlega tivalinn fyrir snobbara – þar sem hún er í svart/hvítu). Þó þú sért ekki ánægður með Requiem, þá er ekki hægt að neita því að honum tekst að búa til áþreifanlega paranoiu með snöggum klippingum og endurtektum. Það er velheppnuð leikstjórn. Hitt er annað mál að endurgerð RoboCop er vissulega óþörf. Sem og flestra þeirra mynda sem þarna eru taldar upp.

  B) Ertu að fokking djóka?! Þú getur fundið þér eitthvað annað að gera en að skrifa um kvikmyndir ef þú ætlar að vera að tala illa um James Woods, því þá kem ég brýt á þér puttana. í þessa minnsta þessa tvo sem þú pikkar með. Auk þess er Alexander Skarsgård (sonur Stellan) í stórhlutverki í Straw Dogs, en hann hefur áður farið á kostum í Generation Kill og True Blood. Ég er því alveg opinn fyrir þessu.

  C) Seven Samurais – er það ekki bara svona eins og Yojimbo og Last Man Standing?

  D) Ég er spenntur fyrir Elm Street remake-inu. Jackie Earle Haley er svo fullkomlega castaður sem Kreuger.

 6. Jói Hermanns Says:

  Mér finnst nær að þessir drullupelar í Hollywood reyni að endurgera lélegar myndir og geri þær góðar frekar en að reyna að endurgera meistaraverk sem engu er við að bæta.

 7. Ef einhver skildi það sem svo að ég væri að lítillækka James Woods þá vil ég árétta að það var alls ekki meiningin.

  Ferill hans hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Það hefur lítið sem ekkert að gera með ótvíræða hæfileika hans. Hvort hasbeen-statusinn skrifast á lélegan umba eða aldur hans veit ég ekki, en hann er ávallt góður, meiraðsegja í lélegum myndum.

 8. Æ já, mögulega hefur hann haft úr litlu að moða undanfarið.

 9. bogi Says:

  Gott að þú skildir minnast á lélegann umba í tilviki Woods, vissirðu að honum var boðið hlutverk í Reservoir Dogs en umboðmaðurinn hans neitaði fyrir hans hönd og Woods fékk aldrei einu sinni handritið í hendurnar…..

  grátlegt fail, grátlegt……

 10. Ég minnist þess að hafa lesið þetta einhverntímann, en mundi ekki eftir því fyrr en þú sagðir það. Sé það hér á Imdb að líklega var þetta hlutverkið hans Tim Roth.

 11. Ég og Ágúst AKA MC Gusto AKA Trúarnöttarinn frá Milwaukee virðumst hafa bloggað um nákvæmlega það sama í gær.

  Vona að hann fyrirgefi mér það þó ég setji inn hlekk á færsluna hans: http://light-within-light.blogspot.com/2009/09/on-nightmare-on-elm-street-and-other.html

  Já og að hann fyrirgefi mér fyrir að hafa kallað sig trúarnöttara.

 12. Flosi Says:

  Gleymum ekki An American Werewolf in London og The Thing. Það verða pottþétt glæsilegar tölvubrellur…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: