Í takt við tímann?

Mammytwoshoes

Verandi einstæður karlmaður í yngri kantinum geri ég það oft að borða kvöldmat um leið og ég horfi á eitthvað. Oftast eru það bara einn eða tveir þættir af Tomma og Jenna. Það vekur alltaf furðu mína þegar ég sé Tomma og Jenna-þætti sem hafa verið ritskoðaðir. Flestir sem eru komnir á þrítugsaldurinn og yfir muna eftir mörgum bröndurum í þáttunum sem orkað gætu tvímælis í ofverndaða samfélagi nútímans. Kettir og mýs brenndust í andlitinu og fengu við það krullað hár með Coolio-fléttum og risavaxnar varir. Indíánar voru sýndir sem steríótýpískir villimenn með boga og örvar, og þegar þeir kumpánar fóru til Afríku lentu þeir að sjálfsögðu í bandbrjáluðum mannætum sem skelltu þeim í stóran pott og suðu.

Þessar senur eru á bak og burt í DVD-útgáfum þáttanna. Yfirleitt eru hroðvirknislegar klippingar sem hoppa yfir þessi atriði og tempóið í viðkomandi senu fer alveg í hönk. Í þeim þáttum þar sem hinn þeldökki umsjónarmaður Tomma sést er búið að döbba hana upp á nýtt. Hún hljómar enn eins og steríótýpísk blökkukona frá Suðurríkjunum en það er búið að tóna talandann töluvert niður. Í sumum þáttum er gengið enn lengra (og eru það víst ritskoðanir sem hafa verið í umferð mun lengur en 90’s rídöbbin) og þar er búið að skipta blökkukonunni út fyrir hvít upper-middle class hjón, karlinn með pípu og konan í háhæluðum skóm.

vlcsnap-7345082

Þetta hefur lengi farið í skapið á mér og hefur mér þótt þetta ástæðulaus tilfinningasemi og hrein og klár listræn hryðjuverk. Ég fór hins vegar að velta því fyrir mér hvort ég væri hæfur til að dæma um það hvort þessi ritskoðun (sem þetta augljóslega er) eigi rétt á sér eða ekki. Verandi jafn hvítur og vinur minn hann Navin R. Johnson hef ég afar takmarkaðan skilning á þeim tilfinningum sem þeldökkt fólk upplifir mögulega þegar það sér teiknimyndir sem þessar óritskoðaðar. Særa þær blygðunarkennd þeirra? Er þetta krúttlegur rasismi af gamla skólanum og ekkert til að æsa sig yfir? Eða er þetta óþarfur minnisvarði um hræðilega og niðurlægjandi tíma í sögu þeldökkra Bandaríkjamanna sem er ástæða til að ritskoða? Ég get hreinlega ekki svarað því, en mér þykir vænt um teiknimyndirnar í sinni upprunalegu mynd, enda næpuhvítur Evrópubúi.

triumph

Ef ég kæmist að þeirri niðurstöðu að réttlætanlegt væri að ritskoða þetta hvar myndi ég draga línuna? Væri ástæða til þess að ritskoða kvikmyndir eins og Triumph of the Will og Birth of a Nation. Og væri það tæknilega mögulegt? Maður á afskaplega erfitt með að ímynda sér það. Stórbrotnar myndir og listrænar þó þær skilji vissulega eftir sig óbragð í munnum áhorfenda nútímans. Mig langar að geta sagst hafa komist að niðurstöðu um það hvað mér finnst en ég á erfitt með það. Ég sá Trimph of the Will t.a.m. í kvikmyndahúsi fyrir nokkrum árum síðan og það var mikilfengleg sjónræn upplifun sem ég mun seint gleyma. En gæti þeldökkur maður eða gyðingur upplifað sömu tilfinningar og ég upplifði við áhorfið? Myndu þeir ekki bara upplifa viðbjóðstilfinningu og depurð?

Og já, svo það fari ekki milli mála þá að sjálfsögðu tel ég það algjörlega ómögulegt að ritskoða þær tvær myndir sem ég nefndi hér að ofan. Nema þá að þeim yrði bara hreinlega ekið beint á haugana.

Auglýsingar

3 svör to “Í takt við tímann?”

  1. Ágúst var svo vinsamlegur að benda mér á að uppaparið ágæta hefði ekki verið seinni tíma viðbót heldur hefðu þau verið kynnt til sögunnar í yngri þáttum. Það var á tímabilinu á milli Fred Quimby og Chuck Jones sem þetta kom til. Hyggst samt ekki edita grein mína enda stend ég og fell með öllum mínum færslum, réttum og röngum. Ég virðist hafa fallið.

    En óverdöbbin eru samt staðreynd.

    *bakkaklór*

  2. Sindri Rafn Says:

    ég tel að þetta sé mun þunn lína hvað þurfi að ritskoða og hvað ekki. Einnig hægt að pæla í þessu útfrá bókum. Ef tommy og jenni eru ritskoðaðir á þá að rit skoða enid blyton bækurnar?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: