Schwarzenegger vs. Stallone

arnold_sylvester

Að bera saman vöðvatröllin tvö er nú varla sæmandi snobbarabloggi eins og mínu, en þar sem ég set reglurnar ætla ég að skrifa nokkrar línur um þessa æðaþrútnu kraftajötna. Flestir alvöru karlmenn kunna vel að meta þá báða, þ.e. Arnold Scwarzenegger og Sylvester Stallone. Hins vegar gef ég mér það að margir haldi eilítið meira upp á annan heldur en hinn. Sjálfur á ég ákaflega erfitt með að setja annan fyrir ofan hinn. Það er svolítið eins og að þurfa að fórna annað hvort eyrum sínum eða augum, og alls ekki ákvörðun sem ber að taka í flýti.

arnold

Byrjum á Schwarzenegger. Tortímandanum sjálfum. The Governator. Austurríska vaxtarræktarfjallinu sem var eitt sinn Herra Alheimur.

Hans helstu myndir eru að sjálfsögðu myndirnar um Tortímandann. Fremst í þeim flokki er að sjálfsögðu hin upprunalega, The Terminator frá árinu 1984. Terminator 2: Judgment Day frá 1991 er ekkert slor heldur þó síðri sé.

Arnold var einnig í Predator árið 1987 og það var svo sannarlega ekkert aumingjahlutverk. Commando (1985) er sígild í hvaða veikindum sem er, og villimaðurinn Conan (Conan the Barbarian frá 1981) er stórkostlega vanmetin utan síns flokks (Sverða- og túttumyndir).

Schwarz var nokkuð öflugur í spoof-hasarmyndinni True Lies frá 1994, fínn í End of Days (ég er lélegri í ártölum eftir því sem við færumst nær nútímanum), og bráðfyndinn í Last Action Hero (1993 kannski?). Já, og ekki má gleyma Eraser frá 1996.

En Arnold á einnig lakari myndir. Af þeim má helst nefna Junior, Jingle All the Way og Collateral Damage. Hans versta er samt vafalaust Batman & Robin. Ömurlegt hlutverk í aumkunarverðri kvikmynd.

sylvester

Ferill Stallone er eilítið lengri en ferill kollega hans. Stallone byrjaði fyrr og er enn að. Hans þekktasta hlutverk er líklega Rocky Baloboa í Rocky-myndunum ódauðlegu. Misgóðar eru þær vissulega, en samt allar frábærar. En Stallone á aðra seríu í rassvasanum. Hann lék nefnilega líka Rambó.

Svo við teljum til að byrja með upp bestu myndir Stallone: Rocky (1975), Rambó-fjórleikurinn eins og hann leggur sig, Cobra (er hún ekki ’85 módel?) og Death Race 2000. Hann var fantagóður í Copland (leit næntís) og Demolition Man er einnig frábær, þó mig gruni að hún eldist ekkert sérlega vel. Vona þó að mér skjátlist.

Stallone hefur þó leikið í aragrúa af drasli. Stop! Or my Mom will Shoot var handónýt, D-Tox var léleg, Get Carter endurgerðin var hrossaskítur og Rhinestone er ekki góð, þrátt fyrir að vera fyndin óvart.

Sjálfur get ég ekki gert upp á milli þeirra. Báðir eru þeir lifandi goðsagnir og við munum aldrei sjá meiri harðjaxla á hvíta tjaldinu svo lengi sem við lifum.

Skeggræðum þetta nú aðeins á meðan við bíðum eftir The Expendables (2010).

expendables_poster_m

Auglýsingar

16 svör to “Schwarzenegger vs. Stallone”

 1. Hey Terminator 2 er besta hasarmynd allra tíma og auðvitað betri en Terminator 1.

  Svo talar þú ekkert um Total Recall?

  Arnold vinnur. (þú tapar)

 2. Arnór Says:

  T2 er ad vísu ein besta mynd sem gerd hefur verid enn ég á samt líka erfitt med ad gera upp á milli theirra. Arnold er náttúrulega staerstur og bestur enn Sly er nú bara svo óttalega brútal eitthvad. Madur vard nú barasta hraeddur vid hann í seinustu Rambó-myndinni.
  Mikid asskoti hlakka ég til The EXPENDABLES.

 3. BNT:
  Terminator 1 tekur mynd númer 2 í nefið á öllum sviðum, nema kannski í tæknibrellum. Mun meira spennandi, Arnold er meiri töffari sem vondi karlinn, miklu betra tempó í henni og bara yfirburða mynd á alla kanta. Númer 2 er frábær einnig, en allt öðruvísi mynd. Jaðrar meira að segja við það að vera langdregin á köflum.

  Total Recall-mistök mín eru hins vegar ófyrirgefanleg að öllu leyti.

 4. Mc Gusto Says:

  Terminator 2 er natturulega algjort spaug midad vid thad meistaraverk sem fyrsta myndin er. Su seinni reidir sig alltof mikid a taeknibrellur (a mogulega hluta af sok thess ad spennumyndir i dag eru ad mestu leyti CGI) og er med alveg kjanalega slaemt tempo. Alls ekki vond mynd, reyndar alveg rosalega god, en a ekki sens i Terminator 1.

  Thessi spurning um Stallone vs. Schwarzenegger er ansi skemmtileg. Ollum hlytur ad finnast annar adeins skemmtilegri en hinn, tho madur kunni vel ad meta bada. Thetta er svipud spurning og Elvis vs. Beatles eda Pulp Fiction vs. Forrest Gump. Sjalfur kys eg Schwarzenegger, thar sem hann atti hug minn og hjarta thegar eg var barn, eftir ad hafa sed Twins (FRABAER!) og Predator med stuttu millibili. Thad var ekki fyrr en i seinni tid ad eg hef farid ad kunna ad meta hinu kynngimognudu list Stallone (Tango og Cash er nu aldeilis klassik!)

 5. Atli Jarl Martin Says:

  Ég ætla nú að fá að leggja inn tvö, jafnvel þrjú sent hvað þetta málefni varðar. Stallone er í besta falli kjánalegur og myndirnar hans eru það líka. Ég hef óskaplega gaman samt af First Blood, sem ég hampa algerlega sem hans bestu mynd, en Demolition Man finnst mér alltaf þrælskemmtileg líka og af stórum hluta kannski út af Snipes og fyndinni framtíðarsýn myndarinnar. Rocky serían er mesta rusl sem til er, fyrir utan kannski myndirnar eftir Woody Allen og Lars Von Trier, en mér fannst þó Mr.T og Dolph Lundgren skondnir í sínum myndum.

  Schwarzenegger hins vegar, þrátt fyrir sína spaugilegu vankanta sem leikari, hefur einungis leikið í fjórum virkilega slæmum myndum á öllum sínum ferli að mínu mati sem eru Hercules in New York, Red Sonia, Junior og Jingle All The Way. Margir telja upp Kindergarten Cop, Collateral Damage og Batman & Robin meðal hans verstu, en mér finnst þessar myndir alveg ágætar og mér finnst ekkert hægt að setja út á Schwarzenegger sjálfan í þeim.

  Það sem hins vegar Schwarzenegger getur státað sig af er að hafa leikið í nokkrum myndum sem eru meðal bestu action mynda allra tíma. Predator og Terminator eru klárlega á toppnum en skammt undan eru Conan The Barbarian, Total Recall, Terminator 2, True Lies, Raw Deal, Commando, Red Heat, Running Man, The 6th Day og Eraser. Þetta eru auðvitað mestmegnis McDonaldsmyndir, djúpsteiktar og löðrandi í fitu en fokk hvað það er alltaf gott.

 6. Nei nú ertu að spauga með Batman & Robin?!

  Hún er ekki einu sinni svona vond-góð!

  Skrýtið beef við Stallone líka. COBRA?!?! HAAA?!?!?!

 7. Atli Jarl Martin Says:

  Nei, er ekki að spauga, Batman & Robin pirrar mig ekki fyrir utan Silverstone tussuna og veika Alfred.

  Það er andskotann ekki mér að kenna að Stallone er lúði sem kann ekki að velja sér svalar myndir til að leika í. Cobra er bara alltílæ….ég verslaði hana á DVD um daginn, sem ég hefði betur sleppt því hún var mikið betri í minningunni.

 8. Kommon! Death Race 2000? Rocky 1 og 3? (og 4 ef út í það er farið)….Rambo III? John Rambo? Copland? LOCK UP? Og já, Daylight?

  Þetta eru frábærar myndir Atli. Vertekki með þetta!

 9. ÖSSSS MAÐUR ER AÐ GLEYMA CLIFFHANGER!!!!!!!!!!

 10. Atli Jarl Martin Says:

  Rocky eru ÖMURLEGAR, ég ræði það ekkert frekar.

  First Blood er eina myndin úr Rambo seríunni sem er góð, hinar eru ILLA gerðar og LÉLEGAR og hvað í ánskotanum Baloney meinti með því að hafa John Rambo rétt rúmlega hálftíma langa eins og einhvern cheap ass sitcom þátt er beyond me. Fjórtán þumlar niður.

  Kallinn er fínn í Copland, en myndin er drepleiðinleg, Daylight….LOCK UP!? Ertu ekki að grínast í már?! Eigum við að ræða eitthvað Assassins eða The Specialist?! Hólímólí, það eru svo vondar myndir.

  Cliffhanger, sem enginn er búinn að minnast á til þessa er reyndar alveg prýðisskemmtun.

 11. Atli Jarl Martin Says:

  Hahaha, skuldar mér BJÓR!

 12. Ha?!? Í alvöru?

  Er „Frír bjór fyrir smekklausa aula“-dagur í dag?

  Hohohoho

 13. Atli Jarl Martin Says:

  Já. Pay up biatch! SHABBA!

  Kannski ég rippi handa þér Raw Deal, Red Heat og Red Sonja á eftir. Total Recall kannski líka?

 14. Takk fyrir það. Ég kann vel að meta þær, fyrir utan Red Sonja sem ég hef ekki séð. Langt síðan ég hef séð hinar.

  Viltu Rhinestone og Staying Alive í staðinn?

 15. Atli Jarl Martin Says:

  Sjénsinn bensinn, en ef þú átt Cliffhanger, þá myndi ég þiggja hana.

 16. bogi Says:

  Total Recall og Commando eru langbestu myndirnar sem hér um ræðir.

  Báðir þessir sláturkeppir eru handónýtir leikarar og vonlaust að hafa gaman af þeim án vænnar slettu af kaldhæðni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: