Walking Tall [1973]

vlcsnap-6868717

Ég hef nælt mér í ansi skæða hálsbólgu með tilheyrandi viðbjóði og nota því tækifærið til að horfa á bíómyndir. Ég ætla að reyna að skikka sjálfan mig til að blogga um þær myndir sem ég sé á meðan ég hef úthald í þetta blogg. Gildir þá einu hvort um nýjar eða eldri myndir er að ræða.

Walking Tall er löngu gleymd amerísk 70’s mynd sem var endurgerð fyrir nokkrum árum síðan. Ég man glögglega eftir því þegar RÚV sýndi þá upprunalegu fyrir mörgum árum síðan. Ég var örugglega ekki meira en svona 12 ára gamall og ofbeldisfull stiklan vakti forvitni mína. Þegar allt kom til alls mátti ég síðan ekki horfa á myndina. Man þó að RÚV þýddi titil myndarinnar sem „Keikur karl“. Hver elskar ekki RÚV?

Ég ákvað að sjá ekki endurgerðina fyrr en ég væri búinn að sjá þá upprunalegu, þó ég gerði mér fyllilega grein fyrir því að upprunalega myndin er frekar ómerkileg í kvikmyndasögulegu samhengi. Fellur í stóran skugga hefndarþorstamynda á borð við Death Wish og Straw Dogs. Loksins ákvað ég þó að kíkja á myndina, enda liðin ca. 17 ár síðan ég var sendur í rúmið þegar myndin byrjaði.

vlcsnap-6894279

Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá fyrrverandi glímukappa, Buford Pusser, sem flyst ásamt fjölskyldu sinni á heimaslóðir sínar í Tennessee. Honum ofbýður ofbeldið og spillingin sem lögreglan á staðnum lætur viðgangast og eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri árás misyndismanna og úrþvætta ákveður Buford að bjóða sig fram til embættis lögreglustjóra sýslunnar. Þegar hann tekur við starfinu fara lókal glæpamennirnir að ofsækja hann og myndin endar í ansi hrottafengnu uppgjöri laganna varða við glæpamennina.

Buford Pusser er hin hörundsljósa útgáfa af Shaft, ef undanskilið er sjóðheitt kynlífið. Vopnaður viðarlurki lætur hann hart mæta hörðu og þarf á endanum að gjalda fyrir það þegar bófarnir láta til skarar skríða gegn fjölskyldu hans.

Þrátt fyrir að vera kvikmyndasögulegur ómerkingur er myndin nokkuð góð. Hún er rúmir tveir tímar að lengd en er aldrei langdregin. Skv. hinu mis-áreiðanlega interneti var hinn eini sanni Buford Pusser hálfgerður dólgur og svo sannarlega ekki jafn sléttur og felldur og sá sem við kynnumst í kvikmyndinni. Það verður þó að líta framhjá því enda „sannsögulegar“ kvikmyndir aldrei 100% eftir raunverulegum atburðum, þó vissulega taki þær sér mismikið skáldaleyfi.

Joe Don Baker er öflugur í aðalhlutverkinu og aukaleikarar eru upp og ofan að gæðum. Ætla nú ekkert að kafa dýpra ofan í þessa mynd. 70’s löggudrama eftir bókinni og þrælfín sem slík.

WALKINGTALLPARENTS

Auglýsingar

2 svör to “Walking Tall [1973]”

  1. Lék ekki The Rock í endurgerðinni?

  2. Júbb það passar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: