Konur sem leikstýra kvikmyndum

samira

Kvikmyndagerð hefur lengi vel verið karlasport.

Þrátt fyrir eina og eina konu sem nær frama á hinum og þessum sviðum innan geirans er það samt því miður þannig að greinin er að mestu einokuð af körlum, og þá er sérstaklega áberandi hversu fáar konur starfa sem leikstjórar. Þessi bloggfærsla er í raun ekki umfjöllun eða einhver skoðun sem ég vil koma á framfæri. Nei, mig vantar ykkar hjálp lesendur góðir, við að benda mér á góðar og merkilegar kvikmyndir í leikstjórn kvenna.

Ég veit um nokkrar. The Piano var frábær. Leikstjóri hennar er Jane Campion frá Nýja Sjálandi. Hef ekki séð fleiri myndir eftir hana. American Psycho er frekar rosaleg. Það er hin kanadíska Mary Harron sem leikstýrði henni. Leni Riefenstahl gerði nokkrar stórmerkilegar. Má þar helst nefna Triumph of the Will og Olympia. Kathryn Bigelow kom sterk inn í action-geirann á tíunda áratugnum með Point Break og Strange Days. Hennar nýjasta mynd, The Hurt Locker, þykir ansi góð. Sjálfur hef ég ekki séð hana. Sofia Coppola gerði hinar frábæru Lost in Translation og The Virgin Suicides. Hin íranska Samira Makhmalbaf gerði hina frábæru The Apple aðeins 17 ára gömul og hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan. Þær eru vissulega mikið fleiri, en hlutfallið er engu að síður ansi ójafnt.

Hér heima höfum við svo átt leikstjóra eins og Kristínu Jóhannesdóttur, Guðnýju Halldórsdóttur, Ásdísi Thoroddsen og núna seinast, Valdísi Óskarsdóttur. Þær eru meira að segja nokkrar til viðbótar. Ætli Ísland sé ekki með talsvert meira jafnvægi í þessu blessaða kynjahlutfalli en flest önnur lönd?

1083_012199

En hvernig ætli standi samt á þessu gríðarlega ójafna hlutfalli? Sækja konur meira í önnur störf innan kvikmyndageirans en leikstjórn? Eru þær á einhvern hátt verri í faginu en karlar? Eru karlmenn mögulega sekir um að halda þeim niðri? Allt góðar og gildar spurningar, þó ég hafi engin svör. Þó finnst mér ólíklegt að konur hafi þetta eitthvað „minna í sér“ en karlar.

Ég hefði gaman af því að fá komment frá bæði körlum og konum. Karlrembusvínum og femínistum. Og ábendingar um góðar myndir eftir konur eru mjög vel þegnar. Ég mun leggja mig fram við að nálgast þær og sjá þær.

Auglýsingar

8 svör to “Konur sem leikstýra kvikmyndum”

 1. Ég spurði Silju Hauksdóttur um þetta í viðtali fyrir Grapevine fyrir ca. 2 árum. Hún svaraði: “Filmmaking is probably the most expensive form of art you can work with. You need to have access to money and I think that is the best explanation. With money comes power, and those two things are the worst enemies of women. Now there is your headline.”

 2. Fleyg setning. Væri þó til í að fá nánari útskýringu. Þetta er þó varla svona einfalt?

 3. Ég man nú ekki mikið eftir þessu samtali, en hún var aðallega að tala um að karlmenn ættu auðveldari aðgang að peningum til að fá sín verkefni framleidd ef ég man rétt. Golfklúbburinn og svona.

 4. Silja er fín en þetta er hallærislegt „cop out“ svar.

  Á að reyna að segja mér að konur séu blokkeraðar frá peningum í heiminum??? Ég veit að það hallar oft á konur i ýmsum málum, en ef þær virkilega vilja þá geta þær fjármagnað sín verkefni alveg eins og karlar. Ég held að munurinn liggji meira í muninum á milli kynjanna. Konur eru minna æstar í að „trana sér fram“, það sýnir sig líka í því að konur eru ólíklegri til að stofna hljómsveit, stofna fyrirtæki, sækjast eftir stjórnunarstöðum yfirleitt. Hefur ekkert með að gera hvort þær valdi því eða ekki, bara virðast hafa minni áhuga á því.

  Þar með lýkur samfélags og kynjafræði fyrirlestri Boga Reynissonar í dag, ég þakka þeim sem hlýddu.

 5. Dude, don’t shoot the messenger.

  • Nei nei elsku kallinn, ég er ekkert að kenna þér um þetta, bara að skeggræða.

 6. Kelly Reichardt http://www.imdb.com/name/nm0716980/ á tvær mjög magnaðar indí myndir, Wendy & Lucy og svo Old Joy, en þar fer Will Oldham með aðalhlutverkið. Svo er önnur sem heitir Jill Sprecher, hún hefur gert eina súper fína mynd sem heitir 13 conversations about one thing. Jill Sprecher er líka producer að þáttunum Big Love, sem ég gafst upp á. Talandi um aðgengi kvenna að fjármagni, þá ber að nefna að Jóna Finnsdóttir, framkvæmdastjóri LHI, hefur verið producer að 3 eða fleiri kvikmyndum.

 7. Arnar Says:

  Agnes Varda er eitt stærsta nafnið meðal kvenleikstjóra. Maya Deren líka, gerði góðar experimental myndir og hafði mikil áhrif á David Lynch.

  Peningarökin eru hluti af svarinu. Þegar kvikmyndamiðillinn var að mótast á stúdíótímanum 1920-60 stjórnaði karlaveldi gyðinga öllu og sú skilgreining sem þeir settu á hvernig ætti að búa til mainstream kvikmyndir í Hollywood og um heiminn hefur haldist að mestu leyti síðan.

  Annað sem skiptir máli er að leikstjórar eru eins og hershöfðingjar í stríði. Botnlaust stress og ofurhátt spennustig við að láta alla dansa eftir sínum duttlungum. Mikið álag á stuttum tíma. Það er ekki í eðli flestra kvenna að vera megalómanískar taugahrúgur með fullkomnunaráráttu.

  Konur eiga líka einfaldlega voða lítinn séns innan Hollywood og vantar sterkari fyrirmyndir. Þær fara í indí-geirann, halda hópinn og hálfpartinn týnast þar gerandi myndir fyrir hvor aðra.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: