Brüno [2009]

Bruno

Það var óumflýjanlegt að ég myndi horfa á Brüno. Ég er afskaplega ginnkeyptur fyrir myndum sem sjokkera fólk, reyni yfirleitt að sjá þær, en finnst þær yfirleitt ómerkilegar. Kannski er ég orðinn svona ónæmur fyrir ofbeldi, kynlífi og munnsöfnuði.

Sacha Baron Cohen kynntumst við fyrst í þáttunum um Ali G. Síðan kom hann fram í hinni meinfyndnu mynd um Borat, en hann var spin-off karakter úr Ali G þáttunum. Og nú snýr hann aftur sem samkynhneigða tískulöggan frá Austurríki, Brüno.

vlcsnap-8107795

Brüno er ekkert spes. Uppbygging myndarinnar er nákvæmlega sú sama og í Borat (sem nefnist fullu nafni: Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan). Furðulegur útlendingur heimsækir Bandaríkin og veldur þar miklum usla. Sum atriðin eru sviðsett, önnur ekki. Brüno er bara ekki jafn spaugileg og Borat. Þarna á ég bæði við kvikmyndirnar sem og persónurnar.

Borat er rasisti sem baðar sig ekki, karlremba og fávís dólgur, en maður finnur til með honum vegna þess að hann er eins og hann er vegna undarlegrar menningar hinnar afskræmdu útgáfu af heimalandi hans, Kazakhstan. Brüno er hins vegar siðlaus, heimskur, ábyrgðarlaus og grunnhygginn, og maður finnur enga ástæðu fyrir því hvers vegna hann er eins og hann er. Er hann vond manneskja? Illa upp alinn? Eða er það svona sem leikarinn sér samkynhneigða karlmenn almennt? Mig grunar að hann hafi einfaldlega ekki pælt í því og einbeitt sér meira að því að skapa fyndnar og/eða vandræðalegar senur í myndina. Og það er svo sem nokkuð um þær.

vlcsnap-8108517

Ég vona að Sacha Baron Cohen geri betur næst. Hann er greinilega hvergi banginn við að koma sér í klandur í þágu listar sinnar. Útkoman er oft hrikalega fyndin þegar vel tekst til. Og Brüno virkar alveg á köflum, reyni maður að gleyma hinni myndinni. Það sem virkar hins vegar ekki er að endurvinna Borat-myndina með nýrri persónu. Það er metnaðarlaust og lélegt.

Auglýsingar

2 svör to “Brüno [2009]”

  1. talandi um Bruno… þá rakst ég á þessa:

    hva… ertu hættur að bíónörrablogga?

  2. Hahahaha frábært! Fannst samt Kramer vs. Predator pælingin þín jafnvel fyndnari.

    Bíónörrablogg coming up. Bara búinn að vera á haus og lítið horft á bíó.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: