Whatever Works [2009]

vlcsnap-1264068

Það er farinn að líða alltof langur tími milli þess sem nýjar Woody Allen-myndir eru frumsýndar í USA og þar til að þær koma hingað til þess að ég nenni að bíða eftir þeim. Síðustu myndir leikstjórans hef ég nálgast með „óhefðbundnum leiðum“ og þannig sá ég nýjustu mynd hans, Whatever Works, í gærkvöldi.

Ég er á þeirri skoðun að Woody Allen hafi síður en svo slappast með aldrinum. Vicky Christina Barcelona var ljómandi. Cassandra’s Dream var óeftirminnileg, Scoop var léleg en Match Point er og verður kvikmynd áratugarins að mínu mati. Semsagt, stundum gerir hann góðar myndir, stundum frábærar og einstöku sinnum eru þær ekkert spes. Alveg eins og í gamla daga.

Whatever Works skilst mér að sé gamalt handrit sem var dregið upp úr skúffu þegar verkfall handritshöfunda í Hollywood stóð sem hæst. Woody kann ekki að sitja auðum höndum og skiptir engu þó einhverjir bananar fari í verkfall.

Það er Larry David sem fer með aðalhlutverk myndarinnar sem hinn afskaplega geðstirði (og geðsturlaði?) Boris. Hann þykir mikill gáfumaður, átti eitt sinn kost á Nóbelsverðlaunum en er hrikalega bölsýnn og bitur í ellinni, og hatar fáfróðan almúgann eins og pestina. Dag einn þröngvar sér upp á hann ung flækingsstúlka að nafni Melodie sem óskar eftir húsaskjóli á meðan hún vinnur í því að koma undir sig fótunum í New York. Boris samþykkir það eftir mikið þras og þannig hefst undarleg vinátta, sem minnir óneitanlega á atburði í lífi leikstjórans sjálfs.

vlcsnap-1264494

Larry David er mörgum kunnur fyrir sjónvarpsþætti sína Curb Your Enthusiasm og einnig fyrir það að standa á bakvið Seinfeld-þættina hér í gamla daga. Honum hefur brugðið fyrir í myndum Allen áður en er hér í fyrsta skipti í aðalhlutverki. David og mótleikkona hans, Evan Rachel Wood standa sig frábærlega. Ég myndi leyfa mér það að verða skotinn í henni ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hún hefur legið undir Marilyn Manson, en stúlkan er gullfalleg og mjög efnileg sem leikkona. Patricia Clarkson kemst samt nálægt því að stela senunni með túlkun sinni á hinni heittrúuðu móður Melodie sem kemur alla leið frá Mississippi til að hafa uppi á dóttur sinni.

Þó þetta eigi að heita gagnrýni þá veit ég ekki ennþá alveg hversu góð mér fannst myndin. Ég hallast þó að því að mæla með henni. Í gærkvöldi fannst mér þetta hans næstbesta mynd í langan tíma en eftir góðan nætursvefn er ég ekki svo viss. Myndin er þó skemmtileg og það er gaman að sjá leikstjórann aftur í New York eftir smá frí frá heimaborginni. Það er þá helst að ég setji spurningamerki við þá lífsspeki sem Woody otar að manni í myndum sínum, og þessi mynd gengur einna lengst í því að boða manni níhílíska heimssýn hans þar sem allt er tilviljunum háð og manni væri hollast að reyna að hafa það bara sem „bærilegast“ þar til maður drepst því að ekkert í lífinu skiptir máli.

Kannski hefur hann rétt fyrir sér? Sjitt, ég vona ekki!

vlcsnap-1263880

Auglýsingar

8 svör to “Whatever Works [2009]”

 1. Já, ég ætla að horfa á þetta.

 2. Menn bara taka því rólega í blögginu?

  x

 3. Heiða Says:

  Heyrðu, sestu nú niður og skrifaðu eitthvað, aþþí það er svo gaman.

 4. Jói Hermanns Says:

  Meira blogg.. Er búinn að lesa þennan helvítis Whatever works-dóm nógu oft.

 5. Flosi Says:

  Sá þessa mynd í fyrradag. Ég hef á tilfinningunni að Woody hafi ekki verið lengi að rumpa þessu handriti af. Þetta er auðgleymanleg mynd en ég myndi ekki segja að hún væri léleg, hún er sæmileg og eins og þú bentir á, oft fyndin. Atburðaröðin er að hætti Allens, mjög farsakennd og ansi ótrúleg. Eitthvað segir að mér að flækingsstúlkur í NYC líti ekki út eins og ERW en ekki get ég fullyrt það…

 6. Smári Says:

  Nýtt blogg Hænsn!

 7. Heiða Says:

  æi, haukur. hættu að vera latur.

 8. Gunni Says:

  Hann hefur rétt fyrir sér, sorrí.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: