Gömul mynd í nýju ljósi

Nú ligg ég í streptókokkum, í þriðja skiptið á minna en einu ári, og læknirinn vill fá að fjarlægja hálskirtla mína. Nóg um það. Þegar maður er lasinn, þá horfir maður á hasarmyndir. Enginn nennir að horfa á Fellini eða Antonioni þegar hann þarf að ýta á pásu reglulega til að snýta sér. Eða til þess að „hvíla augun“. Myndir á borð við Commando, Raw Deal og Demolition Man henta töluvert betur til veikinda-áhorfs, og núna ákvað ég að horfa á myndina Cobra, hrottafengna eitísmynd með Sylvester Stallone í aðalhlutverki.

Söguþráður myndarinnar er einfaldur. Stallone leikur löggu, Marion Cobretti, sem berst við kaldrifjað glæpagengi sem virðist fremja morð sér til skemmtunar. 80 mínútum af blóðsúthellingum síðar er myndin búin. Ekki sérlega flókið?

Þegar myndin var hálfnuð fór ég hinsvegar að sjá hana í áður óþekktu ljósi. Cobra er nefnilega ekki bara týpískur thriller frá níunda áratugnum, heldur einskonar Ameríkuvædd útfærsla á ítölskum giallo-myndum og systurflokki þeirra, ítölsku harðhausalöggumyndunum („poliziotteschi“), en þessar stefnur áttu sitt blómaskeið á árunum 1970 til 1985. Margir gætu verið mótfallnir árabilinu sem ég nefni hér, en t.d. voru verk Lucio Fulci uppúr 1980 einskonar samblanda af báðum stefnum (myndir eins og The New York Ripper og Murder-Rock).

Löggan sem Stallone leikur er týpísk ítölsk harðhausalögga. Gallabuxur hans eru vel þröngar og girtar upp fyrir mitti. Í munninum geymir hann eldspýtu. Hann starfar í útjaðri ramma laga og reglna, og á meira að segja félaga með sixpensara.

Illmennin, sem eru fleiri en eitt (en löggurnar vita það ekki í upphafi), klæðast grímum (eða nælonsokkabuxum yfir andlitum sínum) og eru í hvítum einnota hönskum (þekkt stef úr fyrrnefndum giallo-myndum). Þau eru í einhverskonar „söfnuði“ (cult) og hafa myrkraverk þeirra tengingu við heimssýn þeirra og hugmyndir um breytt heimsskipulag. Það er svo sem ekki þekkt sem giallo-stef, en þó man ég eftir vafasömum söfnuði úr myndinni All the Colors of the Dark („Tutti i colori del buio“) eftir Sergio Martino, sem myrti fólk með skipulögðum hætti, og gerði hvað sem er til að hylja spor sín.

Kvenpersónan er falleg en hálf ósjálfbjarga. Hún nær að verjast ein síns liðs nógu lengi til að bægja hættunni frá þar til karlhetjan kemur henni til bjargar. Þekkt stef úr hryllingsmyndum, máske ósanngjarnt að eigna giallo-stefnunni það alfarið, en var engu að síður mjög ríkjandi í myndum innan þeirrar hefðar.

Nú gætu margir spurt sig hvort þetta geti ekki átt við nánast allar 80’s hasarmyndir sem til eru, þar sem stefin eru margtuggðar klisjur sem við sjáum jafnvel enn í dag. Það gæti vel verið að samlíking mín sé oftúlkun og hrein tilviljun, en þar kemur kvikmyndagerðin sjálf til sögunnar.

Kvikmyndatakan, lýsingin og klippingin ber mikinn keim af ítölsku hefðinni, og eftir stutt internet-ráf hef ég komist að því að leikstjóri myndarinnar, George P. Cosmatos, er fæddur og uppalinn í Flórens á Ítalíu. Það rennir stoðum undir kenningu mína, og líklega eru áhrifin ekki bara óvart, heldur einmitt viljandi gerð, sem gerir Cobra að giallo-mynd í dulargervi.

Já, það er alveg merkilegt hvað blanda af sýklalyfjum og Íbúfeni getur verið „hugvíkkandi“.

Auglýsingar

10 svör to “Gömul mynd í nýju ljósi”

 1. Atli Says:

  vó… þetta er mögnuð pæling. Ég þarf að hafa þetta í huga næst þegar ég verð lasinn.

 2. Næst er það Eraser.

  Ætla að reyna að finna tengingu hennar við ítalska neo-realismann…

  *hóst*

 3. Þetta er áhugavert.

 4. Annars er ég forvitinn að heyra hvað þú hefur að segja um The Hurt Locker.

 5. Byrjunaratriðið þegar vondu kallarnir eru inn í verksmiðjunni að slá vopnunum saman í takt, sýnir manni hversu hættulegir þeir eru! Ég varð svaka hræddur!

 6. Sveinn:
  Ég á eftir að sjá hana. Hyggst bæta úr því núna um helgina.

 7. Ég hef aldrei verið öruggur hvernig og þegar ég segi streptókokkar.

 8. Mér finnst einfaldast að kalla þetta bara allt sýfillis.

 9. Þú segir nokkuð. Ég las einmitt í kynlífsráðgjafadálk í The Coast (ígildi Grapevine í Halifax) að það er varasamt að drekka piss því það getur valdið sýfillis.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: