Paranormal Activity [2007]

Þó að hrollvekjan Paranormal Activity hafi ekki farið í almenna bíóhúsadreifingu fyrr en á síðasta ári þá telst hún strangt til tekið vera framleidd árið 2007 og skulum við leyfa því að standa.

Mikið hefur talað um myndina og hversu óhugguleg hún sé, enda þykja hrollvekjur í þessum „found footage“-stíl einkar hrollvekjandi fyrir það hversu raunverulegar þær eru. Góð dæmi um það eru t.d. myndirnar Cannibal Holocaust og The Blair Witch Project, sem þó eru báðar frekar misheppnaðar.

Paranormal Activity segir frá parinu Katie og Micah, sem búa í stóru og fínu húsi í San Diego, en Micah hefur fjárfest í myndbandstökuvél til að festa á myndband það sem þau telja vera draugagang í húsi sínu. Öll myndin er síðan sett fram sem efnið sem þau tóku á myndbandstökuvélina, en þau stilla henni ýmist upp á þrífæti (sérstaklega á nóttunni þegar þau sofa) eða halda á henni.

Myndin er einkar vel leikin og því ber að hrósa, enda báðir aðalleikararnir algjörlega óþekktir fram að þessu. Tæknileg úrvinnsla er einnig til fyrirmyndar, en vankantar stafrænnar upptökutækni vinna í þessu tilfelli með myndinni, og gera hana jafnvel raunverulegri.

Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, og viðurkennist það hér með að mér stóð hreinlega ekki á sama, sitjandi einn í myrkrinu um miðja nótt að horfa á ósköpin. Myndin vakti upp hjá mér ótta, en eins og svo oft með blessaðar hrollvekjurnar (sérstaklega í seinni tíð), þá stafaði óttinn frekar af því að ég var á nálum yfir því að mér ætti mögulega eftir að bregða, frekar en að ég óttaðist raunverulega það sem fyrir augu og eyru bar.

Og það er í raun það eina sem þessi mynd hefur upp á að bjóða. Ótta við myrkur, þrusk, suð og umgang. Allt hlutir sem skelfa jafnvel hin mestu karlmenni, ef um uppruna skarkalans er ekki vitað. Í þessa einu og hálfu klukkustund sem myndin varir gerist sárafátt markvert. Nema kannski undir blálokin. Og svo er myndin búin.

Líkt og með The Blair Witch Project þá er Paranormal Activity nauðaómerkileg mynd. Vissulega er alltaf gaman að sjá amatöra búa til eitthvað úr engu (myndin kostaði 15 þúsund dollara og var tekin upp á heimili leikstjórans á 7 dögum), en gaman væri að sjá einhvern gera eitthvað stórgott úr engu. Svo er ekki í þessu tilfelli.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: