Lady Snowblood (Shurayukihime) [1973]

Japanskar samúræjamyndir eru óplægður akur fyrir mér. Tilviljun ein réði því að ég ákvað að horfa á þessa mynd, Lady Snowblood, en þegar betur er að gáð er hún fín byrjun fyrir amatör í þessum fræðum. Samkvæmt alfræðiorðabókum internetsins sækir Kill Bill-tvíleikur Quentin Tarantino einna mest í þessa tilteknu mynd, bæði hvað varðar söguþráð, sjónrænan stíl og jafnvel músík.

Söguþráðurinn í stuttu máli er eftirfarandi. Yuki er alin upp af samúræjapresti og líf hennar er fyrirfram skipulagt. Hún fæddist til að hefna móður sinnar og elskhuga hennar, en eftir að harðsvíruð  glæpaklíka myrti elskhugann og nauðgaði móðurinni sór móðirin þess eið að hefna. Því miður náði hún aðeins að slátra einum af fjórum, og var fyrir það sett í steininn til æviloka. Í fangelsinu eðlar hún sig með hverjum sem kærir sig um það til þess að verða þunguð, þannig að ófætt barn hennar geti haldið hefndinni áfram. Dóttirin fæðist, en móðirin lætur lífið í kjölfar fæðingarinnar. Þannig fæddist Yuki, saklaust stúlkubarn sem á að hefna móður sinnar.

Myndin er alveg sturluð. Ofbeldi og blóðsúthellingar eru áberandi, en þó ekki í aðalhlutverki. Sagan er spennandi og myndi alveg ganga án ofbeldisins. En því verður þó ekki neitað að myndin á heima undir hatti exploitation-myndanna, en það þarf nú alls ekki að vera amalegur hattur. Aðalleikkonan, Meiko Kaji, var súperstjarna í Japan, og sló bæði í gegn sem söngkona og sem leikkona. Þarna hoppar hún og skoppar um með samúræjasverð, blóðið spýtist í lítravís og viti menn, nú dauðlangar mig að sjá fleiri samúræjamyndir. Er þetta kannski ekkert samúræjamynd? Það eru allavega sverð í henni. Og japanskir menn sem tala alltaf eins og þeir séu reiðir.

Ef ég gæfi stjörnur fengi þessi fullt hús.

Auglýsingar

3 svör to “Lady Snowblood (Shurayukihime) [1973]”

  1. atli Says:

    hversu lélegt er að vera bíónörri og vera illa að sér í japönskum samúræamyndum…. það er alveg glatað… en það er allavega gott að þú ert að tékka á einhverju öðru en kúrósafa því þá geturðu besservisserað yfir þig ef fólk fer eitthvað að japansk-samúræa snobba

  2. Já, Shogun Assassin er næst. Flosi mælir með henni. Og GZA.

  3. ætlaði einmitt að fara að mæla með shogun assassin. Hún er geðsturluð!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: