No Such Thing [2001]

Hvað eiga þau Helen Mirren, Helgi Björns, Julie Christie og Bessi Bjarnason sameiginlegt? Jú, fyrir utan það að vera öll (eða hafa verið) leikarar, þá léku þau öll í kvikmyndinni No Such Thing fyrir tæpum áratug. Líkur eru á að þú, lesandi góður, komir af fjöllum þegar á þessa mynd er minnst, en hún hvarf fljótlega af radarnum eftir að hún var frumsýnd, og er vissulega ekki allra.

Söguþráður myndarinnar er í stuttu máli þessi. Beatrice (leikin af Sarah Polley) er starfsmaður dagblaðs í New York-borg sem fær dag einn hljóðupptöku frá skrímsli (já skrímsli) sem játar það að hafa orðið unnusta hennar, og tveimur öðrum, að bana. Skrímslið er búsett á Íslandi, en hið látna þríeyki hafði ferðast þangað til að rannsaka skrímslið nánar. Beatrice er send til Íslands til að hafa uppi á skrímslinu en lendir í því að flugvélin steypist í hafið á leiðinni, og er Beatrice sú eina sem kemst lífs af. Hún er háfuð upp úr hafinu af nokkrum fiskimönnum (Bessa Bjarnasyni og co.) og flutt til Reykjavíkur. Þar gengst hún undir mikla endurhæfingu, lærir að ganga á nýjan leik, og fer svo út í óbyggðir Íslands til að hafa uppi á skrímslinu.

Já, þetta er plottið í stuttu máli, og ég er ekkert að spauga.

Auðvitað er myndin ekki góð. Söguþráðurinn er það absúrd að ég þurfti að setja mig í sérstakar stellingar til að meðtaka það sem var að gerast. Og það er í raun það sem kom mér í gegnum myndina á enda. Hversu undarleg hún er, og svo að sjálfsögðu Íslands-vinkillinn, en einkar gaman er fyrir Íslendinga að geta staldrað við og hugsað: „Nú er ég að horfa á skrímsli þjarma að Helga Björns“, eða: „Þarna er Margrét Ákadóttir að tala bændaensku við Helen Mirren“. Mjög spes.

Hvað allir þessir leikarar eru að gera í myndinni er í raun mjög sérstakt. Handritið er skelfilegt, og ég taldi a.m.k. tvo Óskarsverðlaunaleikara sem hafa látið draga sig út í vætuna og kuldann hingað til Íslands til að leika á móti skrímsli og Birni Jörundi. Hal Hartley, leikstjóri myndarinnar, er arthouse költ-hetja frá New York sem ég hef þó aldrei séð mynd eftir. Mér skilst þó að þessi sé ein af hans verstu, þannig að mögulega á ég eftir að skoða hann eitthvað nánar.

Að sjálfsögðu endar myndin í hinni klassísku „Hverjir eru skrímslin í raun og veru?“-pælingu. Allt gott og blessað, ef myndin væri ekki svona léleg. En eins og ég segi, skemmtilegt áhorf fyrir forvitna Íslandsperverta. Myndin er að mestu leyti tekin upp hér, Friðrik Þór er meðframleiðandi (og Francis Ford Coppola!), og fullt af íslenskum leikurum í misstórum (og misgóðum) hlutverkum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: