Giallo

Undanfarið ár eða tvö hef ég sökkt mér ofan í jaðarflokk sem nefnist giallo. „Giallo“ er ítalska og þýðir gulur, en nafngift kvikmyndastefnunnar er dregin af gulum kili ítalskra sakamálareyfara, sem voru undanfari hinna vinsælu giallo-mynda. Giallo-myndir voru að stærstum hluta gerðar á Ítalíu á fyrri hluta áttunda áratug síðustu aldar. Gullöld stefnunnar er á árabilinu 1971 – 1976 og helstu leikstjórar voru þeir Dario Argento, Sergio Martino, Umberto Lenzi og Lucio Fulci.

Það er erfitt að ætla sér að mæla með einhverri einni mynd til þess að byrja á. Hafi áhorfandinn ekki ákveðinn tolerans fyrir evrópskum 70’s hallærislegheitum, eða finnist þau jafnvel sjarmerandi og kúl, má leiða líkur að því að honum þyki flestar giallo-myndir vera óttalegt prump, allavega við fyrstu sýn. Söguþræðirnir eru oftast áþekkir, og flestar giallo-myndir fylgja ákveðinni formúlu sem kann að virðast ofnotuð og þreytt, og ég var ekki búinn að horfa á nema fjórar til fimm giallo-myndir þegar ég var búinn að læra eftirfarandi: Morðinginn er alltaf með svarta eða gulbrúna leðurhanska, aldrei treysta prestum, og morðinginn þarf ekki endilega að hafa komið við sögu áður en hann er afhjúpaður (stundum bara einhver Jói úti í bæ).

Giallo-myndir eru margar hverjar mikið augnakonfekt. Kvikmyndataka og lýsing er mjög oft áberandi (hikar ekki við að draga athyglina að sjálfu sér) og ýkt, og líklega eru það að miklu leyti þessi tæknilegu atriði sem laða mig að greininni. Blóðið er þekjulita-rautt og sjaldan sparað, skuggar eru kolsvartir og aðrir litir jaðra við að vera psychedelic í samsetningu, linsur oft á tíðum kúptar og/eða bjagaðar og maður ímyndar sér daga á daga ofan sem farið hafa í það að nostra við minnstu smáatriði sviðsmyndanna. Leikurinn er sjaldan upp á marga fiska, með undantekningum þó, en það truflar mig þó lítið. Yfirkeyrður visual stíll réttlætir oft yfirkeyrðan leik að mínu mati.

Leikdrottning giallo-myndanna er þokkagyðjan Edwige Fenech. Hún lék í mörgum þekktustu kvikmyndum greinarinnar, og er að mínu mati ein fegursta kona sem gengið hefur á vorri jörð. Ég verð alltaf pínu bitur þegar ég horfi á mótleikara hennar kela við hana, og þarf þá að minna sjálfan mig á að hún er rúmlega sextug í dag.

Ég ætla að ljúka þessari (alltof) stuttu umfjöllun minni á að búa til stuttan lista yfir merkilegar giallo-myndir sem ég hef séð.

Deep Red (Profondo rosso) [1975]

Don’t Torture A Duckling (Non si sevezia un paperino) [1972]

The Bird with the Crystal Plumage (L’ucello dalle piume di cristallo) [1970]

Your Vice Is a Locked Room and Only I Have the Key (Il tuo vizio è una stanza chiusa e solo io ne ho la chiave) [1972]

Black Belly of the Tarantula (La tarantola dal ventre nero) [1971]

Læt staðar numið við fimm myndir, þó vissulega séu þær miklu fleiri.

Auglýsingar

2 svör to “Giallo”

  1. næs. mikill giallo fan hérna.
    vildi bara kvitta fyrir mig því ég kíki reglulega hér inn og hef gaman af!

  2. Næs! Takk fyrir það.

    Ertu að pikka upp ítölskuna eins og ég?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: