Religulous [2008]

Ég hef hingað til verið í hópi þeirra sem finnst Bill Maher óþolandi hrokafullur fáviti. Það var því aldrei neitt sérstaklega líklegt að mér fyndist eitthvað varið í heimildarmyndina hans, Religulous, en í henni ferðast Maher um heiminn og reynir að afhjúpa trúarbrögð sem einhverskonar svindlstarfsemi og/eða geðveilu.

Maher byrjar heima fyrir, spjallar við allskonar fólk í Bandaríkjunum, og varpar fram þeirri spurningu hvernig vel gefið fólk geti trúað á eins fjarstæðukenndan hlut og Biblíuna. Um miðbik myndar færist fókuspunkturinn yfir á Islam, og þær hörmungar sem herskáir Múslimar hafa valdið. Í lokin ávarpar Maher áhorfendur beint og biður þá vinsamlegast um að hætta að stunda trúarbrögð. Til þess að mannkynið eyði ekki sjálfu sér verði það að láta af trúnni. Hljómar egótískt og klikkað, vissulega.

Maher spyr í raun allra þeirra spurninga sem hinn heiðni meðaljón hefur margoft spurt sig. Hvernig getur gáfað fólk trúað á Biblíuna? Ef Guð er almáttugur, af hverju hefur hann ekki fokkað upp Skrattanum fyrir fullt og allt? Er Kristni ekki jafn fjarstæðukennd og kenningar Vísindakirkjunnar? Er það ekki tvískinnungur að hlæja að Vísindakirkjunni en trúa sögunum um Örkina hans Nóa og Adam og Evu og snákinn talandi? Er stjórnmálamönnum sem trúa á slíkt  treystandi til að vera í pólitík yfir höfuð?

Ég var ánægður að sjá Ísland í efsta sæti lista yfir þjóðir sem trúa þróunarkenningunni. Vissulega er það samt skrýtið að trúa þróunarkenningunni en trúa um leið á álfa og tröll í steinum, og hafa ekki ein hjúskaparlög fyrir alla.

Viðmælendur Mahers eru margir hverjir skrautlegir, og hafa eflaust flestir verið valdir vegna skemmtanagildisins og hversu miklir „vitleysingar“ þeir eru. Mér fannst á köflum of mikið af svona vitleysingaviðmælendum, og fékk það á tilfinninguna að trúaður einstaklingur sem sæi myndina myndi auðveldlega geta notfært sér það sem réttlætingu fyrir því að finnast myndin léleg. „Já hann var bara að tala við einhverja vitleysinga, he he“.

En þegar öllu er á botninn hvolft þá er páfinn í Róm alveg sami vitleysingurinn og Suður-ameríski fituhlunkurinn sem heldur að hann sé Jesús Kristur endurfæddur. Munurinn er sá að páfinn hefur milljónir á bak við sig, en Suður-ameríski fituhlunkurinn er bara einhver karlkyns Leoncie sem auðvelt er að hlæja að. Það gerir páfann (og hattinn hans) ekkert minna asnalegan.

Religulous er skemmtileg mynd, það verður ekki frá henni tekið, enda er henni leikstýrt af Larry Charles (Borat, Bruno, Curb Your Enthusiasm ofl.), en það er ekkert sérstaklega mikið kjöt á beinunum. Maher er mikið í því að spyrja sömu spurninganna (sem við öll vitum að þeir sem „trúa“ munu forðast að svara), og hann er mikið í því að skjóta ódýrum skotum. Viðmælendurnir dæma sig nefnilega flestir sjálfir, og því algjör óþarfi að hnippa í áhorfandann og segja „Hey, þessi gæi…..ertu að tékka hvað hann er heimskur?“.

Á köflum varð ég þó að taka viljann fyrir verkið, og Bill Maher er ekki lengur á lista mínum yfir óþolandi fólk sem ég vona að fái blóðniðurgang. Hann er óvitlaus og Religulous er heiðarlegt verk. Niðurstaðan er því ágætis mynd fyrir okkur heiðingjana, en of mikið sprell til að skipta raunverulega einhverju máli.

Auglýsingar

6 svör to “Religulous [2008]”

 1. Það var alveg æðislega fyndið þegar einhver gaur labbaði upp að honum úti á götu og sagði „yeah, Bill, tell it like it is!“. Held hann hafi verið að terroræsa scientology-nöttarana þá.

 2. Magnus Unnar Says:

  Mér fannst skína í gengn hlutdrægnin í þessari mynd. Hreinn og beinn áróður á köflum. Ég væri til í að sjá atriðin sem voru klippt út úr myndinni. Þó mér sé slétt sama um trúarbögð og finnist þau oftast kjánaleg þá finnst mér að umfjöllun um þau eigi að reyna að halda uppi hlutleysi.

  Flottar greinar hjá þér. Hlakka til að lesa meira 🙂

 3. Takk fyrir það maður.

  Af hverju finnst þér að umfjöllun um trúarbrögð eigi að vera hlutlaus? Og hvernig þá hlutlaus?

  Finnst þér trúarbrögð hafin yfir gagnrýni?

 4. Magnus Unnar Says:

  Nei nei ekkert er hafið yfir gagnrýni og sérstaklega ekki trúarbrögð. Mér fannst bara í þessari mynd eins og Bill Maher væri frekar að reyna að sýna hvað hann er sniðugur og witty frekar en að fjalla um af alvöru böl trúarbragða. Svona „Ég er gáfaður sjálfumglaður líbó kani. Sjáiði kjánann með túrbaninn og geðsjúkt grey sem heldur að hann sé messías.“
  Af hverju er enginn venjulegur lútherskur prestur eða eitthvað sambærilegt. Bara einhverjir nöttarar.

  Ég held að Bill Maher sé jafn hæfur til að gagnrýna eigin skoðanir og ég er til að vera Victorias secret módel. En aftur á móti finnst mér Bill Maher óþolandi og ef ég hitti hann einhverntímann ætla ég að sparka í punginn á honum. Þannig að ég er kannski ekki bestur í að gagnrýna mynd eftir hann.

 5. Á alveg eftir að sjá þessa mynd en Maher þykir mér alveg eiturleiðinlegur. Hann er oft sekur um að vera dogmatisti af verstu gerð og gefur lítið fyrir alvarlegar og næmar umræður og velur frekar kaldhæðni og ruddaskap. Hann virðist fyrst og fremst vera svar líberal Kanans við íhaldssömum geðsjúklingum eins og Glen Beck.

  Það versta við þessar umræður verðandi trú (og vantrú) er að þær eru flestar svo óheimspekilegar. Það er einfaldlega ekkert vit í því að tala um trúarbrögð án þess að tala um frumspeki og hvernig við skiljum heiminn og mannskepnuna. Ef við samþykkjum efnishyggju (materialism) þá er lítið rúm í heimsýn okkar fyrir frjálsan vilja, ást, fegurð, siðferði o.s.frv. (nema ef við viljum einfaldlega segja að slík hugtök séu ekkert nema gamaldags orð yfir mismunandi heilastarfsemi og efnasamskipti). Þessvegna eru margir sem stoltir kalla sig vantrúarmenn (atheist) engu að síður samþykkir tvíhyggju (dualism). En ef við höldum að það sé eitthvað margslungnara við raunveruleikann en einungis það sem við getum séð, bragðað, mælt og reiknað þá verðum við að reyna að koma með heimspekilegar kenningar og útskýringar sem geta gert grein fyrir reynslu okkar af því sem er handan hins efnislega. Trúarbrögð gera einmitt þetta, sum vel og önnur ekki. Mér sýnist samt menn eins og Maher ekki einu sinni vilja brydda upp á umræðunni á þessu stigi. Hann er því einfaldlega sekur um nákvæmlega sömu heimsku og margir þeir bókastafstrúarmenn (sem vissulega eru margir heimskir og jafnvel bilaðir) sem hann hefur rætt við.

  En vel af sér vikið Haukur. Ég hef alltaf jafn gaman af að staldar við á blogginu þínu.

 6. Takk fyrir það, sem og fyrir innlitið.

  Við skeggræðum þetta yfir koníaksglasi í BNA í júní 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: