Sarpur fyrir júlí, 2010

Kringlubíó: Plúsar og mínusar

Posted in Blogg on 29.7.2010 by snobbhaensn

Plús: Brjóstaskoran á stelpunni í miðasölunni

Mínus: Svarta klessan á tjaldinu í stóra salnum

Auglýsingar

Endurfæðing

Posted in Blogg on 26.7.2010 by snobbhaensn

Nú eru rúmir tveir mánuðir síðan ég bloggaði síðast og hef ég komist að því að ég horfi einfaldlega ekki nógu oft á kvikmyndir til þess að geta haldið uppi lifandi og skemmtilegu bloggi um þær. Ég tek svona tarnir. Stundum horfi ég á 10 kvikmyndir á örfáum dögum en síðan líða e.t.v. margar vikur þar til ég horfi aftur.

En örvæntið eigi. Ég hef ákveðið að færa út snobb-kvíarnar, í von um að bloggið mitt lifni við. Ég er nefnilega ekki bara snobbhænsn þegar kemur að kvikmyndum, heldur er ég óforbetranlegur snobb-hani á öllum mögulegum sviðum menningar.

Mörgum kann að þykja þetta skref afturábak, þar sem bíóblogg eru frekar sérhæfð, og sérhæfð blogg eru oft skemmtilegustu bloggin. En lítum frekar á þetta sem tilraun til endurlífgunar.

Plús það…tónlistarhroki minn er mun beinskeyttari og yfirlætislegri heldur en bíóhrokinn. Þetta getur því ekki verið annað en skref fram á við.

Með þessum orðum er Snobbhænsnið endurfætt sem „menningarblogg“!