Draugar

Mér finnst alltaf  svolítið spúkí að horfa á seinustu mynd leikara sem er fallinn frá. Rétt í þessu var ég að horfa á kvikmyndina Brainstorm frá árinu 1983, en það er síðasta kvikmynd leikkonunnar Natalie Wood. Hún lést í hörmulegu slysi áður en tökum myndarinnar lauk. Mótleikari hennar í myndinni, Christopher Walken, var meira að segja með henni augnabliki áður en hún dó. Myndin var engu að síður kláruð og er nokkuð forvitnileg, þó hún sé kannski ekkert sérstaklega „góð“.

Ég veit ekki af hverju ég fann mig knúinn til þess að skrifa um þetta. Dauði hennar er sveipaður dulúð og margir telja að hún hafi verið myrt. Ég veit manna minnst um það, en ég veit þó að mér leið pínulítið eins og ég væri að horfa á draug.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: