Inception [2010]

Ég fór loksins og sá hype-mynd ársins 2010, kvikmyndina Inception eftir Christopher Nolan. Gervöll heimsbyggðin er að missa bæði þvag og saur yfir því hversu stórbrotið listaverk þessi mynd sé. Notendur Imdb hafa kosið hana alla leið í þriðja sæti yfir bestu myndir allra tíma (sæti ofar en The Godfather: Part II). Ein mannvitsbrekkan á Kvikmyndir.is gengur svo langt að líkja henni við meistaraverk ítölsku endurreisnarmálaranna á 15. og 16. öld (alveg rólegur!!) og gott ef meðaleinkunn hennar á síðunni er ekki 9.7.

Inception er hasarmynd „gáfaða“ bíónördsins. Líkt og The Matrix var á sínum tíma. „Onei herra minn…..Stallone og Schwarzenegger heilla mig ekki. Ég vil bara heimspekilegar og djúpar hasarmyndir, sem fá mann til að hugsa“. En það helvítis kjaftæði.

Myndin er ljómandi fín. Kemst ekki inn á neina lista. Það að hún sé í þriðja sæti á Imdb segir ekkert. The Shawshank Redemption er hvort eð er í fyrsta sætinu þar, sem segir mér að notendur Imdb séu upp til hópa þroskaheftir.

Nú er ég kominn út í bullið. Enda nenni ég ekkert að tala meira um Inception. Sjáðu hana. Já eða slepptu því. Þú ræður. Sennilega finnst þér hún fín. Mér fannst hún fín. Rosa fín. Alveg ótrúlega fín.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: