Óvænt ánægja!

Stundum er ég með kvikmyndir sem ég hef ekki séð,  í fórum mínum svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Ég hef ekki hugmynd um hvernig mér áskotnaðist kvikmyndin The Fan [1981] og vissi hvorki hvaða mynd það væri né hvers konar.  Ég ákvað því að tékka á henni í aumingjakasti hér rétt áðan.

Stórstjarnan Lauren Bacall leikur Sally Ross, fræga leikkonu jafnt á sviði sem á hvíta tjaldinu, sem fær bréfasendingar frá uppáþrengjandi aðdáanda (Michael Biehn). Aðstoðarkona Sally (Maureen Stapleton) svarar bréfunum jafnóðum og þau berast, og aðdáandanum finnst hann svikinn um alvöru svarbréf frá átrúnaðargoðinu. Bréfasendingarnar vinda fljótt upp á sig og fljótlega kemur í ljós að aðdáandinn er veill á geði og til alls líklegur.

Aðrir leikarar sem ég rak augun í voru James Garner (í hlutverki fyrrverandi eiginmanns leikkonunnar), Hector Elizondo (sem leikur rannsóknarlögreglumann), Griffin Dunne (sem er eiginlega bara statisti) og að lokum sá ég þarna Dana Delany (úr Aðþrengdum eiginkonum) svaka unga og með gellufaktorinn í hámarki.

Leikstjórn myndarinnar er í höndum náunga að nafni Edward Bianchi og var þetta hans fyrsta kvikmynd. Ferill hans sem kvikmyndaleikstjóri náði sér ekki á strik, en hann hefur haldið sig í harkinu fram til þessa dags. Á ferilsskrá hans má sjá asnalega hluti eins og tónlistarmyndband með Luther Vandross, einhverja Pepsi-auglýsingu (sem hann fékk víst einhver verðlaun fyrir), titlasenur fyrir Cosby Show (já, titlasenur!!!) og misheppnaða gamanmynd með Cindy Lauper í aðalhlutverki. Þess fyrir utan hefur hann verið að leikstýra fyrir sjónvarp (þáttum eins og The Wire, Deadwood og Law & Order).

Það er mikil synd að kauði hafi ekki leikstýrt fleiri kvikmyndum vegna þess að The Fan er afskaplega vel leikstýrt. Sagan er að vísu klisjukennd (hún er byggð á skáldsögu eftir einhvern Bob Randall) en myndin er öll hin glæsilegasta og senurnar vel útfærðar. Kvikmyndatakan er fyrsta flokks og mikið hefur verið pælt í hverjum einasta vinkli, og myndin er drekkhlaðin glæsilegum krana- og kerruskotum, fókuspúlli og ljós-æfingum. Mikið hefur einnig verið lagt í sviðsmynd og búninga (ég trúi því ekki að ég sé að tala um sviðsmynd og búninga í einhverjum hundgömlum þriller sem enginn hefur séð), enda nauðsynlegt þar sem mikið er sýnt frá undirbúningi Broadway-sýningar sem leikkonan leikur í.

Það er alltaf gaman að finna falda fjársjóði, og þessi mynd er svo sannarlega einn slíkur, hafi fólk gaman að nostalgískum osti. Leikarar standa sig vel, tónlist Pino Donaggio er skemmtilega over the top (eins og ávallt), og það er í raun frekar furðulegt að þessi mynd eigi sér ekki stærri aðdáendahóp. Ekki hafði ég minnstu hugmynd um að þessi mynd væri til. Lauren Bacall hefur víst gert lítið úr þessari mynd í viðtölum í seinni tíð og þykir mér það miður. Þó hún sé vissulega ekki gallalaus þá er hún frábær fyrir það sem hún er. Klisjukenndur semi-slasher með dassi af De Palma.

Endum þetta svo á þessu frábæra veggspjaldi.

Auglýsingar

4 svör to “Óvænt ánægja!”

  1. O dollah Says:

    Geðveikur poster og tagline.

  2. Já þessi póster er sturlaður! Samt ekki jafn sturlaður og Michael Biehn.

  3. Merkilegt nokk, þá hef ég séð þessa mynd.

  4. Já það er merkilegt. Og hvernig líkaði þér?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: