Српски филм [2010]

Serbneska kvikmyndin Srpski film (A Serbian Film) hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarið, enda er söguþráður myndarinnar ansi ónotalegur og sum atriðin urðu þess valdandi að mér nánast blöskraði. „Nánast“, segi ég, en ég er ýmsu vanur þegar kemur að ofbeldi og hryllingi og komst á endanum að þeirri niðurstöðu að ég yrði að sjá myndina þrátt fyrir varnaðarorð margra.

Reyndar blöskraði mér í fyllstu alvöru, en ekki var það vegna hryllingsins heldur vegna þess hversu kjánaleg og leiðinleg myndin varð eftir því sem á hana leið. Hafir þú í hyggju að sjá þessa mynd ráðlegg ég þér að stöðva lesturinn hér og nú.

Myndin segir frá fyrrverandi klámmyndaleikara sem fær tilboð um að leika í mynd fyrir himinhá laun sem hann ákveður að þiggja. Í ljós kemur að kvikmyndagerðarmennirnir eru fársjúkir glæpamenn sem svífast einskis og „myndin“ sem þeir eru að gera er í besta falli vafasöm. Okkar maður er píndur til að gera allskonar ólýsanleg voðaverk fyrir framan myndavélina og áður en langt um líður flækist fjölskylda leikarans inn í atburðarásina.

Ég ætla ekki að fjölyrða um allan þann hrylling sem fyrir augu ber í myndinni. Hafir þú áhuga á nánari útlistunum geturðu t.d. skoðað plot keywords á imdb.com þar sem lesa má nánar um viðbjóðinn.

Þó mér hafi ekki líkað A Serbian Film væri ósanngjarnt að segja hana hafa verið vonbrigði frá A til Ö. Vonbrigði frá sirka J til Ö er nærri lagi því að myndin byggir upp ágætis spennu í fyrri hálfleik. Myndataka, leikur og leikstjórn eru nokkuð vel heppnuð, en leikstjórnin (ásamt mörgu öðru) fer gjörsamlega út af sporinu eftir u.þ.b. 45 mínútur.

Leikstjórinn vill meina að myndin sín sé ádeila á serbnesk yfirvöld. Svo ég vitni nú bara beint í manninn, „This is a diary of our own molestation by the Serbian government…It’s about the monolithic power of leaders who hypnotize you to do things you don’t want to do. You have to feel the violence to know what it’s about.“ – Jahá! Þar höfum við það.

Ég held að leikstjórinn yrði sjálfum sér minna til skammar ef hann væri hreinskilinn og kallaði myndina sína það sem hún er: Exploitation hryllingsklám. Það er nákvæmlega það sem hún er, og án þess að ég hafi eitthvað á móti slíkum myndum þá er A Serbian Film bara ekki góð. Drungalegur realismi fyrri hlutans hoppar út um gluggann í seinni hlutanum og myndin verður eins og langur og extra blóðugur Tommi og Jenni (með rassnauðgunum).

En ógeðsleg er hún, ég skal fúslega viðurkenna það.

Auglýsingar

2 svör to “Српски филм [2010]”

  1. hæhæ er hægt að leigja þessa mynd á landinu? 🙂
    Kv Rósa

  2. Dóni er ég að svara svona seint.
    En ég bara hreinlega veit það ekki. Sorrý :/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: