Það er tár í hóstamixtúrunni minni…

Kannski var það allt þriðja flokks 90’s alternative rokkið sem bugaði mig að lokum, eða það að ég er með hálsbólgu og hita, en fyrr í dag grenjaði ég yfir kvikmyndinni Empire Records. Það er nógu sársaukafullt að viðurkenna það að ég hafi yfir höfuð horft á þessa mynd, en grenjað yfir henni? Komm on!

Mér datt í hug að þetta væri sæmileg næntís útgáfa af High Fidelity. Mynd sem gerist í plötubúð, fallegt fólk að diskútera músík, hresst sándtrakk…..gat ekki klikkað.

Kemur í ljós að myndin er léleg, illa skrifuð, og öll „hressa“ næntísmúsíkin er í raun ömurlegt post-grunge með böndum sem eru ekki einu sinni á Wikipedia.

Ég er reiður sjálfum mér fyrir að hafa sokkið niður á þetta plan. Grenjandi eins og smástelpa yfir svona glataðri mynd. Það er fokking hundur með heyrnartól á plakatinu!! Að grenja yfir atriðum eins og þegar Fredo er drepinn í Godfather tvö, þegar Meryl Streep þarf að velja hvort barna hennar verði drepið af nasistum í Sophie’s Choice, þegar Sean Penn er tekinn af lífi í Dead Man Walking….það er afsakanlegt að fella tár yfir slíkum atriðum.

En að grenja yfir Liv Tyler að kyssa einhvern gaur með Gavin Rossdale-hár uppi á þaki plötuverslunar…..það er algjörlega aumkunarvert.

Auglýsingar

7 svör to “Það er tár í hóstamixtúrunni minni…”

 1. Atli Jarl Says:

  Þú gætir tékkað á hvort þú finnir þér ekki barasta vagínu á eBay!

  En svona á meðan getur þú drullast inn í eldhús og gert samloku handa mér kelling!

 2. Ég grenjaði samt ekkert mikið sko…..bara smá.

  Dissaðu mig frekar fyrir að hafa horft á þessa mynd :/

 3. Atli Jarl Says:

  Það er einmitt það sem ég var að gera. Þetta er fyrir neðan virðingu Snobbhaensns. Tárin eru sjálfssagt líka sálfræðileg, sökum þess að þú varst að horfa á þessa mynd.

 4. Ólafur Torfi Says:

  nah, ég hef séð þessa mynd líka. hún er þess virði bara fyrir gwar drauminn og ógeðslega over-the-hill poppara pervertinn.

 5. Þú ert orðinn svo meir í ellinni, Haukur. Mér finnst þetta frábært. Við ættum bráðum að horfa á Airheads. Atriðið þar sem Brendan Fraser, Adam Sandler og Steve Buscemi ræða hvor myndi vinna í slag, Lemmy eða Guð, fær mig alltaf til að fella nokkur krókódílatár.

 6. velkominn í klúbbinn sem við birna erum í. við grenjum yfir þvottaefnisauglýsingum með ungabörnum. æji…

 7. Takk fyrir það. Ég vil samt benda ykkur öllum á það að nú hef ég náð mér að mestu af veikindunum og myndi án nokkurs vafa taka þessu atriði af meiri karlmennsku núna en ég gerði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: