Kaffið hans Tarantino

Samtalið hér að neðan er þýdd og staðfærð útgáfa af samtali í einni ástsælustu kvikmynd síðustu 30 ára.

JULES:
Skrambinn hafi það Jimmie, þetta er sannkallað sælkerakaffi. Ég og Vincent hefðum sætt okkur við Nescafé. Svo býðurðu okkur upp á þetta eðalkaffi. Hvaða bragðtegund er um að ræða?

JIMMIE:
Hættu þessu Julie.

JULES:
Hvað þá?

JIMMIE:
Hvorki er ég maís né stöngull, þannig að þú getur hætt að smyrja mig. Þú þarft ekki að segja mér hversu gott kaffi ég býð upp á. Það er ég sem kaupi það og veit því mætavel hversu bragðgott það er. Þegar Bonnie verslar í matinn kaupir hún hægðir. Ég kaupi hins vegar dýra sælkerakaffið vegna þess að er ég drekk það kýs ég að finna af því bragð. En það er ekki kaffið í eldhúsinu mínu sem er mér efst í huga í augnablikinu, heldur dauði blámaðurinn í bílskúrnum mínum.

JULES:
Jimmie…

JIMMIE:
Ég er að tala. Leyfðu mér að spyrja þig spurningar. Sást þú skilti hér fyrir utan sem gaf það til kynna að hér væri geymsla fyrir dauða blámenn?

JULES:
Nei það gerði ég ekki.

JIMMIE:
Veist þú af hverju þú sást ekki slíkt skilti?

JULES:
Af hverju?

JIMMIE:
Vegna þess að það að geyma dauða blámenn er ekki starfsvettvangur minn!

Þessi umrædda sena er úr kvikmyndinni Reyfari eftir bandaríska leikstjórann Quentin Tarantino. Skemmtilegur leikstjóri og frábær handritshöfundur. En þarna varð honum á.

Samtalið er rembingslegt, illa skrifað og tilgerðarlegt. Tarantino beit síðan höfuðið af skömminni þegar hann ákvað að leika þetta sjálfur. Betri leikari hefði getað bjargað þessu illa skrifaða atriði fyrir horn, en Tarantino er enginn leikari, og atriðið gerir Reyfara að verri mynd fyrir vikið.

Þessi bloggfærsla er tileinkuð Ágústi Ingvari Magnússyni. Og þeim sem halda að allar klukkur myndarinnar séu tuttugu mínútur yfir fjögur.

Auglýsingar

5 svör to “Kaffið hans Tarantino”

  1. Thetta atridi er klarlega thridja best leikna atridi kvikmyndasogunnar a eftir Deniro ad kyla vegginn i „Raging Bull“ og skerfaranum i „Live and Let Die.“ Takk samt fyrir thessa aedislegu thydingu. Ef ad myndir vaeru „dobbadar“ a islensku tha yrdir thu mitt fyrsta val til ad baedi thyda og leika hlutverk Tarantinos.

  2. Axel Says:

    mér finnst tarrinn standa sig vel í þessu..
    en þú ert snobbarinn.. hann hlítur að hafa eitthvað til síns máls.

  3. Mikið er ég sammála þér í þessari færslu. Þetta er svo langsamlegast versta atriðið í myndinni og Tarantino á aldrei heima fyrir framan vélina, það hefur sýnt sig gegnum tíðina.

  4. Ég vill minna lesendur Hauks á það að hann sér ákaflega illa og að kvikmyndarýni hans er vitlaus eftir því. Haukur hélt t.d. lengi vel að Martin Landau hefði leikið aðalhlutverkið í Schindler’s List sökum þess að hann gleymdi að setja upp linsurnar sínar.

  5. Ágúst er ennþá svolítið súr eftir að ég ruglaðist á honum og Gísla Marteini. Og hann trúir því ekki ennþá að ég hafi verið með linsurnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: