Sá loksins Sideways

Lengi hef ég trassað það að sjá Sideways eftir Alexander Payne, myndina sem fékk alla til að hætta að drekka Merlot í smá tíma. Ég var mjög hrifinn af About Schmidt og stóð í þeirri röngu meiningu að það væri fyrsta mynd leikstjórans. Það er alls ekki rétt, og ég er ekki viss um hvort sá misskilningur stafi af röngum upplýsingum, eða af því að mér fannst nokkur byrjendabragur á henni. Það meina ég þó alls ekki illa, myndin er dásamleg og eldist vel.

Ég var nokkuð hrifinn af Sideways. Ég er ekki svo bergnuminn af hrifningu að ég sé að fara að panta mér myndina í Criterion-útgáfu af Ebay, en myndin er góð og ég er vel líklegur til að sjá hana aftur við tækifæri.

Hún er nefnilega ein af þessum myndum sem ég gríp ekki alveg 100% við fyrsta áhorf. Gagnrýnendur og kvikmyndaáhugamenn hafa ausið hana lofi, verðskuldað að vissu leyti, en ýmsa þætti myndarinnar væri ég til í að skoða betur áður en ég felli minn dóm.

Aumingjamyndir geta verið erfiðar við að eiga. Ef aðalpersónan er aumingi er það oftar en ekki svolítið lottó hvort maður finni til samkenndar með henni eða ekki. Aðalpersónan í Sideways er svo sannarlega fyrirlitlegur aumingi. Hann rænir móður sína, hann er snobbaðri en eigandi þessa bloggs, hann ónáðar fyrrverandi eiginkonu sína símleiðis þegar hann er kominn í glas, og hann lýgur meira en hann mígur.

Eftir því sem leið á myndina fór ég þó að sjá það betur að líklega hefði hann betri mann að geyma en mig grunaði í fyrstu. Ekki það, sumum finnst ekkert tiltökumál þó þeir finni enga samsvörun með neinni persónu kvikmyndar. Þeir geta notið hennar samt sem áður. Sjálfur á ég á erfitt með það.

Og já, Merlot er ekki sem verst.

Auglýsingar

2 svör to “Sá loksins Sideways”

  1. Fín mynd. Vel leikin líka. Eina sem ég kunni í raun ekki að metas var að á stundum hótaði hún að detta í smá farsafíling. Ég er í 90% með ofnæmi fyrir farsafjöri.

    Aukinheldur sá ég þessa mynd fyrst með mögnuðustu manneskju veraldar. Snökt.

  2. Ég er eiginlega alveg sammála nafna að ofan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: