Nokkrar væntanlegar

Það eru nokkrar kvikmyndir væntanlegar á næstunni frá Bandaríkjum Norður-Ameríku sem ég er nokkuð spenntur fyrir.

The American skartar einu flottasta veggspjaldi ársins og myndin gæti verið góð. Ebert er hrifinn, mér finnst Clooney öflugur, og leikstjórinn, hinn hollenski Anton Corbijn, er fantagóður ljósmyndari. Hlakka til að sjá bíó eftir hann.

Woody Allen færir okkur síðan myndina You Will Meet a Tall Dark Stranger, en meðal leikara eru þau Anthony Hopkins, Naomi Watts og Josh Brolin. Það að kvikmynd sé leikstýrt af Allen er yfirleitt næg ástæða fyrir mig til að fara í bíó.

Einn af feik-trailerunum úr Grindhouse, Machete, er orðið að bíómynd í fullri lengd. Robert Rodriguez leikstýrir (ásamt klippararnum sínum) og í helstu hlutverkum eru Danny Trejo, Steven Seagal, Jessica Alba, Jeff Fahey og Robert De Niro. Að vísu þykir mér Rodriguez misjafn en myndin ætti þó að verða solid. Trejo er ávallt skemmtilegur og conceptið gott og fyndið. Ein pæling samt: Getur virkilega verið að það sé styttra síðan maður sá góða Seagal-mynd heldur en góða De Niro-mynd?

Síðan er það Facebook-mynd David Fincher, The Social Network, en Fincher er klár þegar sá gállinn er á honum. Nennti ekki að sjá Benjamin Button en ég hef verið hrifinn af öðrum myndum leikstjórans.

Að lokum er það síðan þrívíddarhrollurinn Piranha 3D eftir franska geðsjúklinginn Alexandre Aja. Hryllingsmyndir í þrívídd eru æðsta form kvikmyndalistarinnar og ég verð illa svikinn ef pírönurnar éta ekki a.m.k. átta tonn af bikiníklæddu kjöti.

Sjáumst í bíó!

P.S: Gaman væri að fá ábendingar um fleira væntanlegt góðgæti.

Auglýsingar

12 svör to “Nokkrar væntanlegar”

 1. Ég vil nú benda á að Anton Corbijn gerði hina feikigóðu Control, um stutta ævi og störf Ian Curtis og Joy Division, svo þetta er nú ekki alveg í fyrsta sinnn sem hann er í bíó. Annars er ég nokkuð spenntur að sjá flestar þessar myndir.

  Ég hef líka væntingar til The Town í boði Ben Affleck. Ég hef smá álit á honum sem kvikmyndagerðamanni.

  Svo er að sjálfsögðu hin norska Arne Treholt og Ninjatroopen. Machete má passa sig: http://www.youtube.com/watch?v=o07DFBQetzg

 2. Annars er miklu meiri spenna í sjónvarpinu að sjá hvernig Boardwalk Empire kemur út hjá HBO og Marin Scorscese.

 3. Já takk, ég vissi reyndar að þetta væri ekki debutið hans Corbijn þó það hafi eflaust komið þannig út hjá mér.

  Hvernig er Control annars? Ég ætti kannski að kíkja á hana.

  Hey, svo er ég að sjálfsögðu að gleyma Blóðhefnd. Hér er stiklan: http://www.blodhefnd.com/trailer.html

  Þetta verður mögulega betra en Blossi!!

 4. Birta Says:

  Það er mynd komin út sem leikstýrð er af leikaranum Philip Seymour Hoffman sem ég er nokkuð spennt að sjá. Hún heitir Jack Goes Boating og er svona NYC rómans, dettur í hug að hún gæti verið eitthvað í anda Woody Allen.
  Er líka spennt yfir nýju Allen myndinni, ætla að skella mér á hana bráðum í bíó.

 5. Baldvin Esra Says:

  Hér eru nokkrar sem ég er alveg smá heitur fyrir:

  True Grit, nýjasta mynd coen bræðra og endurgerð á mynd sem skartaði John Wayne í aðalhlutverki. Þeir segjast reyndar ekki vera að gera endurgerð heldur eru þeir að gera mynd eftir sömu bók. Hef ekki séð þá gömlu en ætti kannski að stökkva á hana áður en maður sér þessa.

  http://en.wikipedia.org/wiki/True_Grit_(2010_film)

  The Town hef ég heyrt að sé rosaleg. Kaupi það þegar ég sé það. Alltaf hálfskeptískur á Ben Affleck eftir að hafa séð myndir á borð við Jersey Girl.

  Megamind: Teiknimynd um illmennið Megamind (Will Ferrell) sem tapar alltaf fyrir góðmenninu Metro Man (brad pitt) og er geðveikt pirraður. Mynd sem getur ekki klikkað.

  Tree of life: Eftir Terence Malick. Sean Penn og brad pitt eitthvað að glensa. Ég fíla Malick. Badlands með þeim bestu.

  127 hours: Boyle með mynd um gæjann sem sagaði af sér höndina eftir að hafa setið fastur í 127 klukkutíma.

  The Tourist: Frá leikstjóra Das Leben der Anderen með Johnny Depp. Veit voða lítið um þessa mynd en er örugglega ágæt.

  Tron: Legacy: Músík eftir Daft Punk. Í 3D. Fokking snilld.

  Svo er fullt af myndum líka í viðbót en ég nenni þessu ekki lengur

 6. Næs, takk fyrir þetta öllsömul. Einhverra hluta vegna birtist innlegg þitt Baldvin ekki fyrr en ég var búinn að „samþykkja“ það. Mjög un-cool. Veit ekki af hverju þetta er.

  True Grit er solid (gamla) og þetta verður vafalaust áhugavert.

  Hafði ekki heyrt um 127 Hours. Næs trailer. Langaði samt að drepa mig útaf síðasta skotinu í honum. En ég er líklegur til að tékka á þessari mynd.

  Annars gleymdi ég I’m Still Here í upptalningunni minni. Það verður eitthvað skrautlegt.

 7. Control var alveg æðisleg, þarft klárlega að kíkja á hana. Kvikmyndin „Howl“ um hann Allen Ginsberg, vin minn, lítur út fyrir að vera mjög athyglisverð: http://www.imdb.com/title/tt1049402/
  Svo er að koma nýr Romero, sem er skylduáhorf: http://www.imdb.com/title/tt1134854/

  Mér finnst nýi „hausinn“ á síðunni þinni alveg frábær. Þessi maður veit örugglega svo mikið um gott koníak og Ítalska neo-realismann (eins og þú).

  Takk fyrir ummæli á síðunni minni. Ég bryddaði einmitt upp á þeirri umræðu hvort það væri ekki óþarflega kaldhæðið af okkur að kalla okkur snobbaða og elítista sökum þess að okkur þykir svo vænt um fallegar kvikmyndir.

 8. Ég er búinn að komast að því af hverju ég þurfti að samþykkja færslur Baldvins og Ágústs. Það var vegna þess að þær innihéldu fleiri en einn hlekk. Ég er búinn að breyta þessari stillingu þannig að nú má pósta allt að 5 hlekkjum án vandkvæða. Annars verður blogghöfundur að samþykkja færsluna (þetta er víst til varnar spami).

  Hausinn er (fyrir áhugasama) úr myndinni Witness For the Prosecution með þeim Charles Laughton og Marlene Dietrich. Þetta er einmitt hann Laughton þarna með einglyrnið. Hans skemmtilegasta hlutverk myndi ég segja.

  Varðandi snobbið þá jú, nokkuð til í þessu. Mér þykir reyndar vænt um fullt af ljótum kvikmyndum líka. Sá The Toolbox Murders frá 1978 í gær. Aðeins eitt um hana að segja: Össsss!!!

 9. Já, mögulega að með „fallegri“ kvikmynd eigum við líklegast fyrst og fremst við um kvikmyndir sem opna fyrir okkur eitthvað nýtt og spennandi sjónarhorn á heiminn. Mér finnst t.d. Escape From New York „fallegt“ listaverk á þann máta.

  Talandi um Carpenter: Getur verið að „They Live“ sé besta mynd allra tíma?

 10. They Live er rosaleg. Eins og allar Carpenter-myndir sem ég hef séð fram að (og með) henni. Ég held að það þyrfti að banka upp á hjá Carpenter og berja hann soldið illa. Þá kannski myndi hann hysja upp um sig.

  Nafni hans Landis er að smíða tvær (þær fyrstu í 12 ár). Önnur þeirra heitir „Some Guy Who Kills People“. Keyptur!

 11. Pósterið fyrir the American ber sterkan keim af the Bullit með Steve McQueen þykir mér.

 12. Já þetta er allavega sami 70’s klippifílingurinn. Og báðir jafn eitursvalir!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: