Að klára

Þessi færsla hefur ekkert með kynlíf að gera. Nei, málaflokkur þessi er mér hugleiknari en öll bólfimi heimsins. Í seinni tíð er mér nefnilega farið að finnast æ erfiðara að „klára“ myndir.

Kannski er ég smám saman að átta mig á því að lífið varir ekki að eilífu og tími minn er dýrmætari en mér þótti hann hér á árum áður. Ég hef aldrei gengið út af kvikmynd í kvikmyndahúsi en ég finn það á mér að stundin nálgast. Einn góðan veðurdag mun ég segja með sjálfum mér „Nei fjandakornið, þessu nenni ég ekki!“ og taka á rás í átt að útganginum.

Það er auðveldara að taka þessa ákvörðun þegar áhorfið fer fram heima í stofu. Þá er ég ekki búinn að spreða í rándýran bíómiða og vesenast í því að koma mér á staðinn. Fyrir slíkt vesen er ég viljugri til að gefa myndum sjens. Sjens sem þær eiga oft ekki skilið. Heima í stofu er það hins vegar bara einn takki og leiðindunum linnir.

Stundum gefst ég upp um miðbik myndar. Oftast er það þó á fyrsta hálftímanum ef leiðindi og pirringur fara að láta á sér kræla. Myndin Aeon Flux á þó metið. Ég slökkti í dauðans ofboði áður en upphafstitlunum lauk. Ég sá hvert stefndi og gat ekki hugsað mér að halda áfram ódrukkinn.

Stöku sinnum geymi ég áhorfið til betri tíma. Þá er ég mögulega illa stemmdur, en gæti hugsað mér að tóra lengur við betra tækifæri. Oftast er þó gáfulegast að slökkva bara og reyna að gleyma. Reyna að þurrka það úr minninu að ég hafi séð fyrstu tuttugu mínúturnar af Big Momma’s House. Þegar dauði minn nálgast mun ég vera sjálfum mér þakklátur. Þakklátur fyrir að hafa verið hrokafullur fýlupúki sem gaf lélegum tímaþjófum ekki tækifæri til að eitra augu mín, eyru og heila.

Allt of oft hef ég klikkað á þessu. Setið undir einhverju djöfuls drasli þar til yfir lauk, og eftir sat ekkert nema andlegur tómleiki og sektarkennd. Af hverju horfði ég á Swordfish? Af hverju reif ég ekki Requiem for a Dream úr spilaranum og henti disknum fram af hæsta bjargi? Hvernig má það vera að ég hafi klárað Crash eftir Paul Haggis án þess að drepa mig?

Aldrei, aldrei aftur!

Auglýsingar

6 svör to “Að klára”

 1. Kristján Fenrir Says:

  Ég hafði eimitt þann leiða ávana að festast yfir myndum alveg sama hversu ógeðslega leiðinlegar þær eru. Ég settist kannski niður fyrir framan sjónvarpið og eitthvað öskrandi leiðinlegt lögregludrama eða mynd um leiðinlegan og sjálfumglaðan listamann var í gangi og ég bara varð að klára. Sem betur fer er ég kominn í þinn pakka núna og slekk frekar ef það er bara eitthvað leiðinlegt í boði.

 2. Horfði á tíu mínútur af viðbjóðnum þeirra Casey Affleck og Joaquin Phoenix „I’m still there “ um daginn. En það endemis drasl. Fann andlega orku og Taóískan balans færast um veru mína er ég slökkti á henni.

  Talandi um heimildarmyndir sem eru mögulega gabb: Þú þarft að sjá mynd að nafni „Exit Through the Gift Shop.“ Án efa á topp 10 lista mínum yfir myndir sem komu út á síðasta ári. Fransmaðurinn sem er að miklu leyti umfjöllunarefni þeirrar myndar minnti oft á þig, á einhvern undarlegan máta.

  Heyrðu, svo sá ég heimildarmynd um Lemmy úr Motorhead. Hún var ákaflega kómísk, eins og við var að búast. Hann er bara svo straight-edge. Aldrei smakkað það.

 3. Merkileg tilviljun. Það var einmitt kvikmyndin I’m Still Here sem var kveikjan að þessu bloggi mínu. Ég entist alveg heilar 20 mínútur en meiru nennti ég ekki.

  Er svo ávallt á leið að tékka á Exit, en Lemmy-myndina heyrði ég ekki um fyrr en í vikunni bara.

  En já, I’m Still Here var nógu mikið drasl til að ég slökkti á henni.

 4. Exit through the gift shop er stórskemmtileg. Ég held að hún sé ekki gabb.

 5. Tékkaði á henni um daginn og hún er bókað gabb. Allavega að einhverju leyti. Annars skal ég skera af mér dindilinn.

 6. arnór Says:

  Ég er svo sammála thér, herra haensn. Einhvern veginn tókst mér ad horfa á alla The Spirit thó hún hafi kveikt í mér thá hugmynd ad klóra úr mér augun. Hell Ride keypti ég fyrir slikk á kínverskum bútlegg markadi og thegar lokatekstinn tók ad rúlla og ég sá ad leikstjórinn lék adalhlutverkid tók ég diskinn úr taekinu, braut hann í tvennt og henti honum í ruslid.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: