Get ekki beðið

Hafnfirska hasarmyndin Blóðhefnd er loksins að verða tilbúin og samkvæmt Facebook-síðu myndarinnar verður hún frumsýnd núna í vor.  Söguna á bak við myndina þekki ég ekki 100%, en mér skilst hún sé gerð af atvinnulausum sendibílstjóra, Ingó Ingólfs,  sem leiddist aðgerðarleysið í kreppunni og ákvað að nýta færni sína í bardagalistum og gera fyrstu íslensku slagsmálamyndina.

heimasíða kvikmyndarinnar skoðuð má sjá myndir og nöfn allra leikara myndarinnar. Eftir smá gúggl sér maður að flestir leikararnir eru bílstjórar að atvinnu. Gera má því ráð fyrir að þetta séu mestmegnis  fyrrverandi vinnufélagar Ingós, og ég verð að segja að ég er afar spenntur fyrir útkomunni. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem amatör gerir bíómynd á Íslandi.

Trailerinn er vægast sagt safarík blóð- og bardagaorgía. Foley-deildin er svolítið að missa sig, en þrátt fyrir heimilislegan trailerinn hef ég trú á því að Blóðhefnd sé hin besta skemmtun. Ekki væri nú ónýtt að eignast íslenskan Steven Seagal. Eða Van Damme.

Hver vill koma með mér á Blóðhefnd og kasta poppi?

ATH: Ljósmyndirnar eru fengnar að láni af heimasíðu kvikmyndarinnar. Ég vona að Ingó verði ekki pirraður þó ég birti þær hér. Þá gæti ég nefnilega átt von á hringsparki í gamla hattastandinn.

Auglýsingar

Eitt svar to “Get ekki beðið”

  1. arnór Says:

    Já vá. Thessi trailer var kannski ekki nógu vel settur saman en myndin virdist aetla ad vera besta popprulla. Ég hlakka til.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: