Reynir of mikið, en samt ekki nóg

The Hangover: Part II ** (2 stjörnur)
Leikstjóri: Todd Phillips
Leikarar: Bradley Cooper, Ed Helms, Zach Galifianakis, Justin Bartha, Ken Jeong, Jeffrey Tambor, Jamie Chung, Paul Giamatti

Kvikmyndin The Hangover kom út árið 2009 og malaði gull. Ég man hreinlega ekki eftir gamanmynd frá fyrsta áratug aldarinnar sem hlaut meiri athygli og vinsældir en hún. Myndin sagði frá nokkrum félögum sem vöknuðu timbraðir eftir steggjun eins þeirra og mundu ekki bofs. Einn þeirra var týndur, annar hafði misst tönn og í lokin tókst þeim í sameiningu að púsla saman atburðum kvöldsins áður, sem hafði svo sannarlega verið rosalegt.

Nú er komin framhaldsmynd sem ber hið ágæta nafn The Hangover: Part II (smellin Godfather-tilvitnun geri ég ráð fyrir). Söguþráðurinn er sá sami, en nú eru okkar menn staddir í Tælandi. Tilvonandi brúðgumi fyrri myndarinnar er enn á ný að fara að kvænast, strákarnir steggja hann duglega og morguninn eftir vakna þeir í Bangkok og enginn man neitt.

Fyrri myndin var ekki jafn sprenghlægileg og margir vildu meina, og þessi er eins, nema að því leyti að hún fer lengra yfir strikið. Húmorinn er groddalegri og persónurnar eru orðnar ýktari. Eins og til dæmis Alan (Zach Gilifianakis), sem er ekki lengur krúttlega furðulegur og spúkí, heldur hallærislega heimskur og á köflum bara hreinlega leiðinlegur.

Þessi annar hluti Hangover-ævintýrisins bætir engu við fyrri myndina og reynir um of að sjokkera áhorfendur með neðanbeltishúmor. Útkoman virkar því þvinguð og neistaflug milli leikara er af skornum skammti. En aðdáendur seríunnar þurfa þó ekki að örvænta því að það er nokkuð fyrirséð að The Hangover: Part II mun raka inn seðlum og verða ein vinsælasta mynd ársins. Hvar ætli þeir vakni næst?

Niðurstaða: Ósköp rislítið og fyrirsjáanlegt. Aðdáendur Billy Joel fá nokkra óvænta glaðninga.

Birt í Fréttablaðinu 28.5.2011

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: