Áramótaheitið

Ég strengdi eilítið áramótaheit. Ekki það, mér er eiginlega nokk sama hvort mér takist það eða ekki. Þá væri eflaust betra að kalla það „frjálslegt áramótamarkmið“. Allavega, ég ætla að horfa á eina kvikmynd frá hverju einasta landi í öllum heiminum.

Þetta er að sjálfsögðu háð ýmsum takmörkunum. Sum lönd heimsins hafa bara aldrei framleitt kvikmynd. Önnur lönd hafa framleitt afar fáar kvikmyndir og mjög erfitt að verða sér úti um þær með enskum texta. Ég nenni ekki að eltast við algjörlega vonlaus keis. Horfa á þriggja tíma mynd frá Mósambík með engum texta. Þá get ég alveg eins sleppt því. Ég ætla að reyna að láta myndirnar vera nokkuð „hreina“ framleiðslu, þ.e.a.s. að vera aðallega framleiðslu landsins sem á við. Einnig ætla ég að reyna eftir fremsta megni að láta leikstjóra hverrar myndar fyrir sig vera lókalmann/-konu.

En já, ég ætla að byrja á löndum sem ég hef aldrei séð mynd frá áður. Fyrst ætlaði ég að taka þetta í stafrófsröð og horfði því á mynd frá Afganistan í gær. Hin þrælmagnaða Osama varð fyrir valinu, en hún segir frá ungri stúlku sem neyðist til að dulbúa sig sem strák til þess að mega vinna fyrir fjölskyldu sinni.

Myndin var tekin on location í Kabúl og var sú fyrsta þar í landi síðan Talíbanar lögðu blátt bann við kvikmyndagerð í Afganistan árið 1996. Djöfull eru Talíbanar annars ógeðslegir. En já, mögnuð mynd og mikið kúltúrsjokk. Það er heila málið. Tilgangurinn með þessum gjörningi mínum er að kúltúrsjokka sig soldið í gegnum kvikmyndir. Þrátt fyrir að vera snobbhænsn og cinematískur vindbelgur þá er ég ennþá í talsverðri nálægð við mitt þægindasvæði þegar kemur að kvikmyndum. Þetta ætti að breyta því.

Ég hef þó ákveðið að sleppa stafrófsröðinni og næsta mynd á dagskrá er skrímslamyndin Pulgasari frá Norður-Kóreu. Leikstjórinn er reyndar frá Suður-Kóreu en vegna sagnfræðilegs mikilvægis (Kim Jong Il lét ræna honum til þess að rétta úr kvikmyndakútnum í Norður-Kóreu) hef ég ákveðið að leyfa henni að sleppa sem framlag Norður-Kóreu. Það á líka vel við í ljósi nýlegs andláts mannsins sem horfir á hluti.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: