Gestahænsnið: Helgi Jóhannsson

Ég kynni nú til leiks nýjan lið hér á Snobbhænsninu. Liðurinn gengur þannig fyrir sig að reglulega mun ég taka stutt viðtöl við kvikmyndaspekinga og spyrja þá spjörunum úr varðandi gott bíó, vont bíó og bara allskonar bíó. Það er mér sannur heiður að kynna fyrsta gestahænsnið.

Helgi Jóhannsson er ungur og upprennandi kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur ferðast um lönd og strönd með tónlistarmyndbönd sín (m.a. þetta hér) og klippir þess á milli og stússast í handritsskrifum. Þessi hæfileikaríki drengur og mikli bíóspekingur er gestahænsn vikunnar.

Snobbhænsnið: Hvað ert þú að gera þessa dagana?
Helgi: Ég er að klippa heimildarmynd fyrir Þorstein J, klára að leikstýra myndbandi fyrir Dikta og á leiðinni út á kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum með stuttmyndina mína, Þegar Kanínur Fljúga. Þess á milli reyni ég að horfa á eins mikið á myndbönd af sæotrum og ég get.

Seinasta mynd sem þú horfðir á?
Fór á Sherlock Holmes í vikunni. Robert Downey verður svalari og svalari með aldrinum, og eini maðurinn fyrir utan Johnny Depp sem heldur kúlinu maskara, eye-liner og augnskugga. Skemmti mér mjög vel í bíóinu þó hún skilji náttúrulega ekkert mikið eftir. Nokkrar plottholur og endirinn dálítið anti-climatic, en yfir það heila góð skemmtun og merkilegt hvað 19.öldin þolir mikið af Guy Ritchie stælum.

Uppáhaldsmynd í öllum heiminum?
The Big Lebowski. Hef haldið árlegt Big Lebowski kvöld með 20-30 manna hópi í sjö ár og alltaf er hlegið jafn mikið, þó að hópurinn sé misjafn á milli ára. Coen-grínið verður einfaldlega ekki þreytt og karakterarnir eru æðislegir. Er persónulega hrifnastur af karakter-drifnum myndum og Big Lebowski er mjög gott dæmi um það. The Dude Abides.

Fyrsta kvikmynd sem þú manst eftir að hafa séð í kvikmyndahúsi?
Mynd um birni í Stjörnubíói. Líklega leikin mynd en mjög líklega heimildarmynd. Mömmubjörninn dó, og mér fannst það mjög sorglegt. Felldi mögulega tár. Erfitt að rifja þetta upp, vekur upp vondar minningar og sterkar tilfinningar.

Seinasta kvikmynd sem þú felldir tár yfir?
Sjá fyrri spurningu. Man ekki eftir að hafa tárast yfir annarri bíómynd, en ég á það til að grenja yfir bandarískum raunveruleikaþáttum þegar ég er illa fyrir kallaður. Feitt fólk sem mjókkar er bara svo fallegt.

Mynd sem alltof fáir hafa séð, en allir ættu að sjá?
Happiness of the Katakuris

Uppáhalds íslenska kvikmynd?
Englar Alheimsins eða Blossi, fer eftir því hvernig þú lítur á málin.

Mynd sem flestir virðast fíla en þér finnst frat?
Horfði nýlega á The English Patient. Vann níu óskara þegar hún kom út og Walter Murch vann bæði fyrir klippingu og hljóð. Afhverju veit ég ekki, því að myndin er 162 mínútur langhundur af tilgerðarlegri ást með tvívíðum karakterum. Hvað er málið með burnt-face man senurnar og Willem Dafoe, sem þjónar þeim eina tilgangi í myndinni að láta taka af sér þumlana. Eina áhugaverða í myndinni eru atriðin á milli Juliette Binoche og leikarans úr Lost, en það coverar um það bil 12 mínútur af myndinni.

Hún er það langdregin að kærastan mín, sem alla jafna fyllir kodda af tárum yfir Grey’s, vildi hætta eftir einn og hálfan tíma. En af því ég trúði þvi að Walter Murch gæti klippt, að þá hélt ég áfram. En eftir að hafa horft á þetta skil ég loksins afhverju Godfather og Apocalypse Now eru allar þrír tímar, Walter Murch getur greinilega ekki klippt styttra en það. Sjá einnig K19 the Widowmaker sem er eitthvað um 140 mínútur en líður jafn hratt og 140.000 mínútur, og að ógleymdri Cold Mountain sem slagar líka upp í 200 mínúturnar. Fokk this.

Hefurðu farið í sleik í bíó?
Já.

Snobbhænsnið þakkar Helga kærlega fyrir spjallið og hvetur um leið alla til þess að fylgjast vel með honum á næstunni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: