Íslensk Ameríska

Contraband **** (4 stjörnur)
Leikstjórn: Baltasar Kormákur
Leikarar: Mark Wahlberg, Kate Beckinsale, Giovanni Ribisi, Ben Foster, Lukas Haas, Caleb Landry Jones, J.K. Simmons, Ólafur Darri Ólafsson

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Contraband, Mark Wahlberg-myndin sem þénaði rúmlega 24 milljónir dala í bandarískum bíóhúsum um síðustu helgi, sé upprunin úr hatti Skara Skrípó. Sú staðhæfing er að vísu ákaflega mikil einföldun, en ef ske kynni að það hafi farið fram hjá einhverjum þá er myndin endurgerð hinnar alíslensku og eiturhressu Reykjavík-Rotterdam frá árinu 2008 sem Óskar leikstýrði. Aðalleikari íslensku myndarinnar, Baltasar Kormákur, hefur nú aðlagað söguna amerískum aðstæðum, en þó eru myndirnar tvær glettilega líkar.

Wahlberg leikur Chris Farraday, fyrrverandi smyglara sem hefur snúið sér að löglegri iðju. Mágur hans flækist í fíkniefnamál sem endar með ósköpum, og eftir stendur stór peningaskuld við ósanngjörn illmenni. Eins og illmennum er von og vísa herja þeir á stórfjölskylduna, og sér fyrrnefndur Farraday ekki vænni kost í stöðunni en að fara í enn einn smygltúrinn og ræður því sig og bannsettan máginn á gámaskip á leið til Panama, en því fylgir að sjálfsögðu hasar.

En ólíkt mörgum nýlegum hasarmyndum skýlir Contraband sig ekki á bak við viðstöðulausan hávaða og yfirgengilegt sjónrænt áreiti. Það er raunveruleg spenna til staðar og myndin andar nokkuð eðlilega. Wahlberg hefur aldrei verið besti leikarinn í bransanum en hann hefur óumdeilanlegan sjarma og ræður vel við hlutverkið sitt hér. Ribisi skemmtir sér konunglega í hlutverki ógeðslegs dópsala og óbermis, J.K. Simmons er spaugilegur í hlutverki skipstjórans, og síðan fáum við Íslendingarnir óvæntan glaðning um borð, en þar er að finna stórglæsilegan Ólaf Darra. Hann segir ekki mikið en nærvera hans er sterk.

Leikstjórinn Baltasar skilar hér góðu verki þó erfitt sé að finna höfundareinkenni, enda sjaldan sem leikstjórar hasarmynda leyfa sér slíkt. Takturinn er temmilegur framan af og stígandinn góður. Myndatakan er óstöðug en þó ekki um of og klippingin snyrtileg. Ég held ég sé ekki of litaður af íslensku monti þegar ég fullyrði að endurgerðin hafi heppnast ljómandi vel. Það er gaman að sjá íslenskan listamann reyna við formúlumyndagerð og hitta beint í mark. Contraband er síðasti naglinn í líkkistu hinnar langlífu mýtu um að Íslendingar kunni bara að búa til kvikmyndir um sjálfsmorð og nauðganir uppi í sveit.

Niðurstaða: Coco hafði rétt fyrir sér. Contraband er þrælfín.

Birt í Fréttablaðinu 20.1.2012

Auglýsingar

Eitt svar to “Íslensk Ameríska”

  1. […] og teiknimyndin Legends of Valhalla: Thor, að ógleymdri nýjustu myndar Baltasars Kormáks, Contraband, sem er búin að hala inn 46 milljónir dala í bandarískum bíóhúsum þegar þetta er […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: