Gestahænsnið: Elísabet Ronaldsdóttir

Elísabet Ronaldsdóttir er gestahænsni vikunnar, en hún hefur starfað sem klippari í fjöldamörg ár. Meðal mynda sem hún hefur klippt eru Mýrin, Blóðbönd og teiknimyndin Legends of Valhalla: Thor, að ógleymdri nýjustu myndar Baltasars Kormáks, Contraband, sem er búin að hala inn 46 milljónir dala í bandarískum bíóhúsum þegar þetta er skrifað.

Hver er uppáhaldsmyndin þín í öllum heiminum?
Blade Runner frá 1982 af því ég man enn hvernig mér leið þegar ég kom út af henni.

Hver er elsta bíóminningin þín?
Dr. Goldfoot and the Bikini Machine frá 1965. Ég sá hana ca. 10 árum eftir að hún var framleidd í Hafnarbíó sem var hýst í bragga á horni Barónsstígs og Skúlagötu. Hafði fengið miða sem launauppbót fyrir að bera út Vísi. Þrátt fyrir verulegan athyglisbrest gleymi ég titli myndarinnar aldrei.

Hvaða kvikmynd ertu ánægðust með að hafa komið að?
Það er eins og að spyrja hvað sé uppáhalds barnið mitt. Mér þykir jafn vænt um öll mín börn og allar þær kvikmyndir sem ég hef unnið. En svona eins og frumburður þá er fyrsta kvikmyndin sem ég klippti og fékk kredit fyrir „Bye, Bye Bluebird“ varða í lífi mínu. Hún var framleidd í Danmörku 1999 í leikstjórn Katrínar Óttarsdóttur.

Kanntu að klippa kvikmynd með límbandi og skærum?
Já og hef gert. Þannig byrjaði kvikmyndaklippiferill minn á danskri barnamynd 1997. Sat íklædd hvítum hönskum og klippti og límdi filmuna saman. Þúsundir metrar af filmu héngu á krókum og lágu ofan í taupoka. Ég man vel eftir því þegar Steenbeckarnir og splæserarnir voru bornir útúr klippiskúrunum hjá Nordisk Film og tölvurnar bornar inn í staðinn. Ég fylgdist með því yfir kaffi og sígó í sumarsólinni. Sussum svei maður hefur lifað tímana tvenna.

Hefur orðið aukning í spennandi tilboðum hjá þér eftir Contraband?
Ég hef unnið sleitulaust í kvíkmyndum í meira en 20 ár og það væri asskoti kaldhæðið ef tilboðunum fækkaði í kjölfar vinsælda Contraband. Auðvitað lætur maður sig dreyma um vel borguð stórverkefni. Sjáum hvað setur.

Hverjar telur þú ástæður þess að það koma hlutfallslega fleiri konur að öllum öðrum hlutverkum kvikmyndagerðarinnar en leikstjórn?
Það eru margar ástæður fyrir því og sumar flóknar. Það er allavega ekki útaf því að karlmenn hafi almennt betri hæfileika til leikstjórnar. Mýmörg dæmi sanna það.

Hver er besti starfandi klippari í heiminum í dag að þínu mati?
Þeir eru margir góðir klippararnir. Valdís Óskarsdóttir er ein og Dodi Dorn önnur og svo er ég svag fyrir Christopher Rouse.
En enginn kemst með tærnar þar sem Dede Allen var með hælana. Ég vil verða eins og hún, og enn að vinna á fullu eftir áttrætt, eins og reyndar Anne V. Coates sem er annar massa flottur klippari. Algjörir töffarar.

Manstu eftir einhverri klassískri og mikils metinni kvikmynd í kvikmyndasögunni sem er að þínu mati illa klippt?
Allar kvikmyndir eru börn síns tíma. Það er ekki bara tæknin sem hefur breyst og hæfileiki kvikmyndagerðamanna til að vinna með formið heldur hefur hæfileiki áhorfenda til að lesa myndmálið gert það líka. Ef þú færir aftur í tímann og sýndir Contraband unglingum árið 1920 myndi enginn skilja hvað sagan gengur útá.

Eins getum við horft á gamlar myndir og séð á þeim galla og þær elstu eru ekki einu sinni klipptar heldur bara ein taka. En engin kvikmynd er mikils metin í kvikmyndasögunni nema standa undir því og myndar þannig grunn að því sem er að gerast í kvikmyndagerð í dag.

Hvaða fimm kvikmyndir hveturðu fólk til þess að horfa á með tilliti til góðrar klippingar?
Slaughterhouse-Five (1972)
Out of Sight (1998)
Memento (2000)
The Bourne Ultimatum (2007)
Þessar fjórar af ýmsum ástæðum góðum, og af því að maður lærir nú stundum mest með því að horfa á illa klipptar kvikmyndir, þá Swordfish (2001)

Ég þakka Elísabetu kærlega fyrir og vil hvetja alla til þess að sjá hina glæsilegu Contraband. Er hallærislegt ef ég segi Áfram Ísland?

Auglýsingar

4 svör to “Gestahænsnið: Elísabet Ronaldsdóttir”

 1. Haukur SM Says:

  Góð vinna að vanda!

 2. Takk fyrir það maður

 3. Andrea Guðmundsdóttir Says:

  Skemmtulegur lestur!
  Fyrsta sinni sem maður fer að hugsa út í starfið sem klippari, að það eru margir kvenmenn sem aðallas þessu starfi. Þetta hefur ekki verið það umtalað. Sjálfa klippingin myndi ég halda, en þó ekki veit, en það getur lyft og sokkið mynd. Það eru augnablikin sem gera hana dýpri og meir intense svo að segja.
  Ég hef líka séð margar af myndunum sem eru nefndar og ekki frá að ég sjái þær aftur. Ég mun horfa á þær á allt annan hátt en áður.

  þakka þér fyrir Elísabet, skemmtilegan lestur og ekki minnst vel klipptar myndir 😉
  Andrea

 4. Takk fyrir lesturinn og kommentið Andrea 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: