Metin falla í janúar

Ég, Snobbhænsnið, tók mig saman í blogg-andlitinu á gamlársdag og hef verið nokkuð iðinn við kolann síðan. Alla dóma úr Fréttablaðinu hef ég samviskusamlega sett inn, Gestahænsnið reyndist vinsæl nýjung, og nú hafa allar tölur borist fyrir janúarmánuð.

Aldrei hafa fleiri heimsótt bloggið mitt á einum mánuði, og alls fékk hænsnið 2528 heimsóknir í janúar. TVÖÞÚSUND FIMMHUNDRUÐ TUTTUGU OG ÁTTA! Það er meira en þúsund heimsóknum fleiri en ég fékk í fyrri metmánuði (sem myndi vera októbermánuður ársins 2009, þegar 1479 manns komu í heimsókn).

Ég þakka ykkur, lesendum bloggsins, kærlega fyrir mig og ætla að reyna að halda áfram af krafti. Kannski mætti ég samt vera duglegri við hugleiðingabloggið. Það er tímafrekara, en það er svo gaman að bíóblogga að hverjum er ekki sama (ég skora á alla sem lyklaborði geta valdið að stofna bíóblogg…..það er ógisslega gaman!).

Eitt langar mig þó að nefna að lokum og það er eftirfarandi: Kommentið kæra fólk, kommentið! Það er ofsalega gaman að fá fjöruga umræðu við færslurnar. Einu sinni gerðist það reglulega, en það er liðin tíð. Kjaftbrúk er ávallt vel liðið og því meiri besserwiska, því betra.

Pé ess: Ekki má gleyma að þakka elskulegum gestahænsnunum fyrir þátttöku sína. Ég mun reyna að senda þeim öllum jólakort, eða allavega jóla-poke á Facebook.

Auglýsingar

6 svör to “Metin falla í janúar”

 1. Til hamingju með aðsóknina.

  Ætlarðu bara að blogga um uppskrúfaðar verðlaunamyndir? Hvenær kemur dómur um Stígvélaða köttinn eða Alvin og íkornana?
  Ertu búinn að sjá In Time m. Justin Timberlake?? Snilld segi ég, snilld…
  Ég heimta að fá að vita hvað þér finnst!

 2. Tjah, verðlaunamynda-seasonið er í fullum gangi þessa dagana (á Íslandi þ.e.a.s.) þannig að einglyrnið er hátt á lofti. Með vorinu fara þær svo að koma, Martin Lawrence- feitubúningamyndirnar.

  En já, takk fyrir kommentin. Þú ert manna duglegastur! ❤

 3. ég ætla að linka á snobbhænsnið, og takk fyrir að blogga! Það má ekki deyja út að blogga af því að fólk er farið að hanga á facebook endalaust…

 4. Takk kærlega fyrir það. Nei, ég hef einmitt oft bölvað því að ekki sé hægt að óvirkja komment við statusa á Facebook…..þá myndi ég aldrei leyfa komment á Hænsna-linka og öll tjáskipti þyrftu að fara fram hér. Fjörugar umræður falla í gleymskunnar dá á Facebook en hér geta þær lifað að eilífu!

 5. Jói Hermanns Says:

  Þú mátt vita það, elsku hunangsdúllubangsinn minn, að ég tjékka á blogginu þínu á hverjum degi. Og það gerði ég líka meðan þú varst með í það minnsta þrjá þumla í rassinum og bloggaðir ekki neitt í lengri tíma.

 6. Þakkir fyrir það Jói ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: