Gestahænsnið: Flosi Þorgeirsson

Gestahænsnið í þetta sinn er Flosi Þorgeirsson, gítarleikari drungarokksveitarinnar HAM. Flosi er ávallt iðinn við bíó-kolann og lá það því beinast við að Snobbhænsnið tæki hann tali.

Hvað er framundan hjá þér í lífinu?
Mig grunar að HAM verði eitthvað að vesenast bráðlega. Einnig ætlum við félagarnir í hljómsveitinni Dætrasynir að skella okkur í studio og taka upp plötu sem vonandi kemur út seinna á árinu. Annars vona ég að ég geti sem mest hangið bara heima og lesið bækur, hlustað á tónlist og horft á myndir og sjónvarpsþætti enda finnst mér það langskemmtilegast. Er reyndar að fara í nokkurra vikna ferð til Bandaríkjanna í vor. Læt gamlan draum um að skoða suðurríkin rætast.

Hvaða nýju eða nýlegu mynd mælirðu með?
Þessari spurningu hefði verið auðveldara að svara fyrir 20 árum síðan. Kvikmyndin sem slík á í kreppu. Þetta virðast vera endalaus re-make og endurtekningar. Á sama tíma er sjónvarpið búið að ná yfirhöndinni. Nú heyrir maður fólk yfirleitt ræða hina og þessa þætti frekar en kvikmyndir. En til að svara spurningunni þá held ég að ég nefni Drive. Mér fannst hún góð í alla staði, kannski handritið sjálft hafi verið veikasti punkturinn. Ekki mikið sem kom á óvart í þeirri ræmu en leikur er góður og músíkin stórfengleg. Ég er einnig ofurhetjunörd og fannst X-men: First Class skemmtileg. Myndin um Tinna var líka frábær.

Uppáhaldsmynd í öllum heiminum?
The Third Man. Hún er mín uppáhalds vegna þess að hún er jú frábær og auk þess er þetta mynd sem ég sá þegar ég var krakki og hún stimplaði sig því sterkt inn. Ég dýrka þessa mynd. Er ég kom í fyrsta sinn til Vínar var það mitt fyrsta verk að bóka mig í “The Third Man” göngu um borgina sem var stórkostleg upplifun. Gauksklukkuræða Welles er eitt eftirminnilegasta atriði kvikmyndasögunnar.

Fyrsta kvikmynd sem þú manst eftir að hafa séð í kvikmyndahúsi?
Hm, einhver mynd sem ég sá í Kópavogsbíói sáluga og fjallaði um einhvern gaur sem hét Lobo eða eitthvað slíkt. Meira man ég ekki enda hefur þetta verið í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Það er dálítið síðan sko… Ég man að mér fannst þetta samt allt voða spennandi. Ég fór fyrst einn í bíó er ég var ca. 10 ára (Laugarásbíó, myndin hét Jóreykur og skartaði Jack Nicholson í aðalhlutverki) og gerði það reglulega. Hinum krökkunum fannst ég klikk að fara einn í bíó. Það var eitthvað sem krakkar bara gerðu ekki en ég hef alltaf notið þess best.

Áttu þér uppáhalds leikstjóra?
Ég hugsa að ég verði bara að nefna Sergio Leone vegna Dollaramyndanna + Once Upon a Time in the West. Þessar myndir höfðu gífurleg áhrif á mig og gera enn. Einnig reyni ég aldrei að missa af neinni mynd Coen bræðra enda eru þeir og hafa verið lengi áhugaverðustu kvikmyndagerðarmenn samtímans.

Þú ert mikill músíkunnandi. Hljóðspor hvaða kvikmynda eru í mestu uppáhaldi?
Aftur koma vestrar Leone upp í hugann og stórkostleg tónlist Ennio Morricone. Ekki má sleppa að minnast á Bernard Herrmann og John Williams. Af því að ég var að minnast á Drive áðan þá verð ég að henda Cliff Martinez hérna inn.

Nú ert þú annálaður aðdáandi stríðsmynda og mikill áhugamaður um hinar ýmsu styrjaldir. Hvaða erjur mannkynssögunnar hafa orðið mest útundan í kvikmyndasögunni og þú værir til í að sjá meira bíó um?
Borgarastyrjöldin á Íslandi sem í daglegu tali er kölluð Sturlungaöld. Algert möst og að minnsta kosti 50.000.000$ budget er nauðsynlegt. Íslendingar mega leika í þessarri mynd og elda mat handa tökuliðinu en annars ekki koma nálægt þessu! Of hræddur um að það yrði kjánahrollur dauðans. Einnig væri ég til í að sjá mynd um þá fífldjörfu menn sem hönnuðu og notuðu fyrstu kafbátana sem voru notaðir í hernaði en það var í bandarísku borgarastyrjöldinni.

Hverjar eru 5 bestu stríðsmyndir allra tíma að þínu mati?
All Quiet on the Western Front (1930) – Idi I smotri (Komið og sjáið) – The Longest DayApocalypse NowDas Boot

Ég þakka Flosa kærlega fyrir skemmtilegt spjall og vil nota tækifærið og hvetja alla til að fræðast um myndirnar sem gestahænsnin nefna hér. Það eru meira að segja hlekkir á margar þeirra. Dómgreind þeirra er góð, ég ábyrgist það.

Auglýsingar

2 svör to “Gestahænsnið: Flosi Þorgeirsson”

  1. Þessi er helvíti góður.

  2. Og af fróðleik er hann hafsjór!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: