Bestu myndir ársins 2011 að mati Snobbhænsnisins

Jæja, ég hef ekki gert þetta áður hér á blogginu en ákvað að gera það nú. Ég ætla að velja þær 10 kvikmyndir sem vöktu mesta hrifningu Snobbhænsnisins á árinu 2011. Ég ákvað að bíða svolítið fram yfir áramót með listagerðina enda mikið af rjóma síðasta árs að koma í kvikmyndahús á Íslandi um þessar mundir. Hefst þá upptalningin.

10. Bobby Fischer Against the World
Virkilega skemmtileg og fræðandi heimildarmynd um þennan magnaða skáksnilling sem lifði og dó í Reykjavík. Inniheldur mikið af æðislegu myndefni frá veru hans hér á landi árið 1972, þegar hann mætti Boris Spasskí í skákeinvígi aldarinnar. –>Fbl-dómur

9. Mission Impossible: Ghost Protocol
Langbesta mynd seríunnar og eina hreinræktaða hasarmyndin á listanum. Tom Cruise er vissulega heilabilaður skítbuxi, en mikið ógeðslega fannst mér gaman að sjá þessa í bíó. Loftfimleikaatriðið í Burj Khalifa-turninum er samt ógeðslegur viðbjóður! –>Fbl-dómur

8. Barney’s Version
Kanadísk mynd með Paul Giamatti í aðalhlutverki sem lítið fór fyrir. Er strangt til tekið frá 2010 en hún var sýnd á Íslandi í fyrra og hef ég hana því með. Giamatti er ótrúlegur leikari og þó hann leiki hér algjöran drullusokk þá kemur það ekki að sök. –>Fbl-dómur

7. Á annan veg
Eina íslenska myndin á listanum og þar af leiðandi besta íslenska mynd síðasta árs að mínu mati. Það gerist samt afskaplega lítið í henni. Tveir fávitar verða aðeins minni fávitar. Svo kemur Þorsteinn Bachmann. Beisik. –>Fbl-dómur 

6. A Separation (Jodaeiye Nader az Simin)
Þrælmögnuð írönsk mynd sem segir frá vandræðum fjölskyldu sem gengur í gegnum skilnað hjóna. Erfið áhorfs á köflum en skilur ákaflega mikið eftir sig. Er tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki bestu erlendu mynda, og þykir sigurstrangleg.

5. We Need to Talk About Kevin
Tilda Swinton á öll verðlaun heimsins skilið fyrir magnaða frammistöðu sína í þessari hrikalega ógnvekjandi mynd. Held ég gangi ekki of langt þegar ég segi hana dramatíska hrollvekju, en umfjöllunarefnið er aðstandendur þeirra sem fremja voðaverk. –>Fbl-dómur

4. Midnight in Paris
Besta mynd Woody Allen síðan Match Point og kemst auðveldlega inn á lista yfir hans 10 bestu frá upphafi. Owen Wilson leikur aula í París sem álpast inn í einhvers konar tímaflakks-vortex, chillar með löngu dauðum listamönnum í gamla daga og verður ástfanginn af guðdómlegri 20’s-píu. –>Fbl-dómur

3. The Descendants
Frábær mynd frá Alexander Payne (About Schmidt, Sideways) sem gerist öll á Hawaii. George Clooney leikur miðaldra föður sem reynir að díla við lífið eftir að konan hans lendir í slysi og endar í kóma. Æðisleg mynd í alla staði, frábær tónlist, Clooney er æði og ég fór næstum því að grenja. Vel gert! –>Fbl-dómur

2. Captain America: The First Avenger
Þegar Kafteinn Ameríka var búinn að ljúka sér af gekk ég með tár á hvarmi úr Sambíóunum Egilshöll, því að síðan ég sá Júragarðinn fyrir tæpum 20 árum hef ég ekki séð jafn öfluga ævintýramynd. Þessi ótrúlega mynd breytti mér um stund í mini-snobbhænsnið sem horfði á sömu útjöskuðu VHS-spóluna með Indiana Jones and the Last Crusade nánast daglega í einhver ár. Yndislegt! –>Fbl-dómur

1. The Artist
Ég var hálfpartinn að vona að ég myndi ekki sjá betri mynd á árinu en Kaftein Ameríku. Það er miklu svalari mynd til að hafa á toppi árslistans en einhver critically acclaimed frönsk asnamynd fyrir uppskafninga. En The Artist á hæpið fyllilega skilið, enda með betri kvikmyndum sem ég hef séð síðustu ár. Það er ekkert hægt að setja út á hana, hún er algjörlega fullkomin. Sjáðu hana eins og skot ef þú ert ekki búinn að því. Hún er ennþá í sýningu í Háskólabíó. –>Fbl-dómur

Þar með er það upptalið. „Hva, er Drive ekki á listanum???“ gætir þú verið að hugsa. Nei, Drive er ekki á listanum. Drive er samt ágætis mynd. Fílaði hana fyrir hlé, fannst hún aðeins missa það undir lokin. Og Albert Brooks var ekkert góður í henni, sama hvað hver segir.

Drive fær samt prik fyrir að lokka hundruðir hnakka í bíó sem héldu að þeir væru að fara að fá McG, en fengu í raun einhverja furðulega Jim Jarmusch meets Michael Mann samsuðu. Besta setning sem ég heyrði árið 2011 var frá svekktum hnakka sem stóð með vini sínum í Álfabakkabíósjoppunni í hléi á Drive:

Maður er alltaf að bíða eftir að hann fari að keyra og eitthvað gerist en hann er bara eitthvað að drekka kaffi og tala við þessa kellingu!„.

Auglýsingar

9 svör to “Bestu myndir ársins 2011 að mati Snobbhænsnisins”

 1. Flottur listi, fýla þegar ég hef ekki séð allar myndirnar á listunum sjálfur þá fæ ég hugmynd að eitthverju til að tékka á :p . Algjörlega sammála með fyrsta sætið The Artist er svo langtum besta mynd ársins! en ég persónulega hefði hent The Descendants (fín mynd en gerði samt lítið fyrir mig sjálfan) útaf listanum og fært Midnight in Paris upp í annað sætið ég alveg elskaði hana. Það besta frá Woody Allen í mörg mörg ár! og algjörlega ein af topp myndunum hans a.m.m

 2. Takk fyrir lesturinn. Já Midnight in Paris kom líka svo skemmtilega á óvart. Ég fílaði t.d. Vicky Christina Barcelona ágætlega, en fannst hún samt ekkert stórkostleg. Átti satt best að segja von á að „stórkostlegt“-dagar Woody væru liðnir og maður þyrfti að sætta sig við „skrambi fínt“ og „la-la“ hér eftir.

 3. Arnór Says:

  The Artist á ennthá eftir ad verda fumsýnd hér í Svíthjód enn thá aetla ég beint á hana.

 4. Ég er líka afskaplega þakklátur Háskólabíói fyrir að sleppa því að taka hlé á The Artist. Nú mega fleiri taka sér þetta til fyrirmyndar og hætta alfarið með hlé, nema kannski á myndum sem eru 150 mínútur eða meira. Þá er ég til í pásu.

 5. Arnór Says:

  Og thetta daemi med hnakkann á Drive minnir mig á thegar ég fór og sá The assassination of Jesse James by the coward Robert Ford. Ekki beint trylltur vestri sá. Allir í salnum ad gjörsamlega farast úr leidindum nema vid kaerastan fyrrverandi sem vorum alveg ad fíla okkur í botn.

 6. Ah ég á enn eftir að sjá hana. Góð semsagt?

 7. Arnór Says:

  Égvar yfir mig hrifinn alla vega enda mikill byssubófanörd. Maeli med henni.

 8. hnakkakommentið er hláturhvetjandi….næs listi, á margt eftir á honum.

 9. Perla Says:

  haukur er listamynda hommi!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: