Gestahænsnið: Sigurjón Friðrik Garðarsson

Sigurjón Friðrik Garðarsson er 35 ára Álftnesingur og brellusveinn hjá tæknibrellufyritækinu Image Engine, sem rekur starfsemi sína í Vancouver, Kanada. Snobbhænsnið tók Sigurjón tali og spurði hann bæði út í djobbið hans, og bíó almennt.

Í hverju felst starf þitt?
Á enskunni er ég kallaður compositor en það er víst ekki til neitt nógu gott orð yfir þetta á íslensku. Sennilegast væri réttast að kalla það sem ég geri samsetningu eða eitthvað þess háttar því það sem ég geri er í rauninni að setja saman mismunandi hreyfimyndir og láta það líta út fyrir að vera tekið á sömu myndavél á sama tíma á sömu filmuna. Þannig að ég set inn tölvuteiknaða hluti, tek út græna eða bláa litinn í bluescreen eða greenscreen tökum og set eitthvað viðeigandi í staðinn. Það sem ég geri er líka lokahlekkurinn í tæknibrelluferlinu, þannig að það sem ég geri er lokaútkoman og það sem þú sérð í bíóhúsinu.

Hvaða verkefnum ertu að vinna í þessa dagana?
Það var nú bara að byrja mynd um síðustu helgi sem ég vann við fyrir jól og heitir Safe House. Annars er ég nýbyrjaður á mynd sem heitir Baja Dunes (var kölluð Elysium fyrir nokkru) og hún er eftir Neill Blomkamp sem gerði garðinn frægan með District 9.

Hvaða verkefni/mynd ertu stoltastur af?
Ég er stoltastur af Tron Legacy. Þó hún hafi kannski ekki verið upp á marga fiska sögulega séð, þá var hún sjónræn orgía og tæknilega erfið viðureignar. Ég held að flestir séu sammála um að hún hafi litið þrælvel út.

Hvaða mynd/myndir kveikti tæknibrelluáhugann?
Það voru tvær myndir sem komu með stuttu millibili og létu mig draga kjálkann á mér eftir gólfinu út úr bíóhúsinu eftir það sem ég sá. Fyrri myndin var Terminator 2, Judgement Day þar sem fljótandamálms-maðurinn labbaði í gegn um stálrimla, breytti sér í hvern sem var og kúkaði sjálfum sér ofan í lyftuna og inn í þyrluna, og það var allt mjög sannfærandi á skjánum. Seinni myndin var Jurassic Park þar sem risaeðlur hlupu um og átu lögmenn og geitur. Ég bara varð að komast að því hvernig þetta hafði verið gert og ákvað svo í framhaldinu að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera.

Hver var síðasta mynd sem þú sást?
Ég sá Contraband fyrir nokkrum vikum síðan og fannst hún alveg ágæt. Verð reyndar að viðurkenna að ég hef ekki séð Reykjavík-Rotterdam ennþá. Verð að biðja einhvern heima um að senda mér hana því mig langar að sjá hana.

Ferðu í bíó eða horfirðu á myndir heima?
Bæði, þó ég reyni að sjá sem flest í bíói. Það eru þá helst til rómantísku gamanmyndirnar og þess háttar léttmeti sem ég horfi frekar á heima með konunni. Annars finnst mér bíóstemningin ómissandi og ég fæ alveg fráhvarfseinkenni ef það líður of langt á milli bíóferða.

Hvaða mynd hefurðu séð oftast af öllum?
Þær eru tvær. Annars vegar Terminator 2 og hins vegar Spaceballs. Ég kann báðar utanað og get sennilega farið með þær aftur á bak líka. Ég reyni að horfa á þessar allavega einu sinni á ári.

Hvaða mynd hafa allt of fáir séð, en allir ættu að sjá að þínu mati?
Ég var mjög hrifinn af Moon sem Duncan Jones leikstýrði 2009. Sam Rockwell fer alveg á kostum í myndinni þar sem hann leikur á móti sjálfum sér, og ekki skemmir að Duncan Jones er sonur David Bowie.

Hvaða fimm myndir eru í mestu uppáhaldi hjá þér?
Terminator 2, Spaceballs, The Empire Strikes Back, Aliens, og Inception. Úff, ætli það sé tilviljun að þetta séu allt brelluþungar myndir?

Ég þakka Sigurjóni kærlega fyrir spjallið og sendi stuðkveðjur til Kanada. Hér má svo sjá seinasta showreel-ið hans.

Auglýsingar

2 svör to “Gestahænsnið: Sigurjón Friðrik Garðarsson”

  1. lol. Pizza the Hutt FTW!

  2. Sammála með „Moon“. Eðalræma á ferð sem er mjög vanmetin að mínu mati.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: