Óskar 2012 – Úrslitin

Í gærkvöldi birti ég mína spá. Rennum yfir listann og sjáum hvað ég gat. Ég strika yfir það sem ég var með vitlaust.

Besta mynd: The Artist
Besti leikari í aðalhlutverki: Jean Dujardin (The Artist)
Besta leikkona í aðalhluterki: Meryl Streep (The Iron Lady)
Besti leikari í aukahlutverki: Christopher Plummer (Beginners)
Besta leikkona í aukahlutverki: Octavia Spencer (The Help)
Besti leikstjóri: Michel Hazanavicius (The Artist)
Besta frumsamda handrit: Midnight in Paris (Woody Allen)
Besta handrit byggt á áður útgefnu efni: The Descendants (A. Payne)
Besta “erlenda” mynd: A Seperation (Íran)
Besta teiknimynd í fullri lengd: Rango
Besta myndataka: The Tree of Life
Besta klipping: The Artist
Besta listræna stjórnun: Hugo
Besta búningahönnun: Hugo
Besta förðun: The Iron Lady
Besta kvikmyndatónlist: The Artist
Besta lag: The Muppets
Besta hljóðblöndun: The Girl with the Dragon Tattoo
Besta hljóðklipping: Transformers: Dark of the Moon
Bestu tæknibrellur: Real Steel
Besta heimildarmynd í fullri lengd: Paradise Lost 3: Purgatory
Besta stutta heimildarmynd: The Tsunami and the Cherry Blossom
Besta stutta teiknimynd: The Fantastic Flying Books of M. M. Lessmore
Besta leikna stuttmynd: The Shore

Margt af þessu var afskaplega fyrirsjáanlegt. Helsta fífldirfskan í minni spá var líklega Meryl Streep, en spekingar virtust flestir handvissir um að Viola Davis tæki styttu fyrir The Help. Af 24 verðlaunum spáði ég rétt fyrir um 16 og ég er nokkuð sáttur með það. Öll stóru verðlaunin voru rétt hjá mér og er þetta í fyrsta sinn sem það gerist.

Ég hefði samt viljað sjá Kenneth Branagh ræna styttunni af Christopher Plummer, og einnig hefði ég haft lúmskt gaman af því að sjá Alexander Payne taka leikstjórann. Annað var bara nokkuð verðskuldað held ég. Allavega í stóru verðlaununum.

Athöfnin sjálf var í leiðinlegra lagi. Kannski var hún eins og hún er venjulega en ég bara orðinn svona bitur að eðlisfari, en mér fannst t.d. Billy Crystal eiginlega bara leiðinlegur.

Meryl Streep átti skemmtilegustu ræðuna, Octavia Spencer átti grenj-ræðuna, tónskáld The Artist var franskasti maðurinn á svæðinu og Nick Nolte sá þrútnasti. Ég vona bara að hann verði ekki í myndamontage-inu á næsta ári um þá sem hafa fallið frá.

Auglýsingar

4 svör to “Óskar 2012 – Úrslitin”

  1. Djöfull er Nick rauður og þrútinn. Blessaður engillinn.

  2. Jói H Says:

    Hann er eiginlega bara eins og hæfilega soðinn saltkjötsbiti á þessari mynd…

  3. Birgitta K. Says:

    Vel gert!
    Hahaha, þrútnasti maðurinn á svæðinu…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: