Of mikið af hinu góða

John Carter ** (2 stjörnur)
Leikstjórn: Andrew Stanton
Leikarar: Taylor Kitsch, Lynn Collins, Samantha Morton, Willem Dafoe, Thomas Haden Church, Mark Strong, Ciarán Hinds, Dominic West, Daryl Sabara

Undir lok 19. aldar verður fyrrum hermaðurinn John Carter fyrir því óláni að vakna á plánetunni Mars. Hvernig það kom til er í fyrstu ekki alveg vitað, en áður en langt um líður vingast hann við ættbálk Marsbúa og kynnist þokkafullu prinsessunni Dejah Thoris, en þau snúa bökum saman og berjast gegn illskeyttum valdaræningjum sem hyggjast knésetja borgina Helíum, og aðrar borgir á Mars í kjölfarið.

John Carter er risastór og rándýr kvikmynd sem ekki er útséð með hvort skili hagnaði. Disney-veldið sér í versta falli fram á gífurlegt fjárhagslegt tjón, en misheppnuð markaðssetning myndarinnar hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Um hana vil ég sem minnst segja, en sjálf myndin er meingölluð þrátt fyrir nokkra ljósa punkta.

Kitsch stendur sig sæmilega í hlutverki titilpersónunnar þó að leikhæfileikarnir jafnist hvorki á við líkamlegt atgervi hans né snoturt smettið. Lynn Collins er fim með sverðið en tilgerðarlegur talandi hennar er þreytandi frá fyrstu mínútu. Væri ósanngjarnt af mér að saka hana um ofleik þó að persóna hennar eigi að vera konungborin? Ég var hins vegar algjörlega heillaður af Woola, tölvuteiknaðri furðuskepnu sem býr yfir meiri útgeislun en allir mennskir leikarar myndarinnar til samans. Þessi hraðskreiði og ráðagóði geimhundur ætti að fá sína eigin kvikmyndaseríu. „Woola leysir vandann“, „Woola og smyglararnir“, „Woola og gimsteinaránið“. Þetta væru allt myndir sem ég myndi glaður borga mig inn á.

En myndin sem hér er til umræðu nær aldrei almennilegu flugi og bendi ég á þunglamalegt handritið og oflengd sjálfrar myndarinnar sem helstu sökudólga. Sagan er í þvílíkri yfirstærð að maður spyr sig hvort einfaldari og hófstilltari útfærsla hefði ekki skilað betri útkomu. Ekki ætla ég að fullyrða um það en fyrir mitt leyti var John Carter einum of mikið af hinu góða.

Niðurstaða: Helst til ofvaxið ævintýri sem á þó stöku spretti. Og ég heimta Woola-seríu!

Birt í Fréttablaðinu 13.2.2012

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: