Góða veizlu gjöra skal

Project X ** (2 stjörnur)
Leikstjórn: Nima Nourizadeh
Leikarar: Thomas Mann, Oliver Cooper, Jonathan Daniel Brown, Kirby Bliss Blanton, Alexis Knapp, Rick Shapiro, Brady Hender, Nick Nervies, Miles Teller

Þrír unglingspiltar ákveða að halda partý þegar foreldrar eins þeirra eru að heiman, en veislan er fljót að fara úr böndunum. Veglegri er sögu-þráðurinn ekki að þessu sinni, en Project X stólar á að áhorfendur afsaki það í þágu grínsins.

Mannamótið í myndinni er vissulega fjörugt og uppátæki veislugesta til þess fallin að vekja hrifningu unglinga en fordæmingu fullorðna fólksins. Krakkaskarinn bryður alsælutöflur og berbrjósta stúlkur fara í mynda-vélasleik. Dvergur er læstur inni í bakaraofni og nágranni sem kvartar er beittur líkamlegu ofbeldi. Þó stuðaði ekkert af þessu mig sérstaklega, en kvenfyrirlitning og hómófóbía aðalpersónanna gerði það hins vegar.

Fjandsamleg hegðun þeirra og viðhorf þjóna hvorki kómískum tilgangi né hjálpa sögunni að neinu leyti. Líklega er tilgangurinn eingöngu sá að ýta undir mýtuna um meintan níhílisma klámkynslóðarinnar. Eða kannski er ég bara orðinn svo gamall og úr sambandi við raunveru-leikann að sjá ekkert fyndið eða sniðugt við 17 ára stráka að tala um það að ríða druslum.

Kvikmyndin hefur slegið í gegn vestanhafs og mun vafalaust gera það hér á landi einnig. Ekkert sem ég skrifa mun draga úr því, en um leið finnst mér dapurlegt að hugsa til þess að nútímamaðurinn sé hættur að gera þá kröfu á gamanmyndir að þær séu fyndnar. Project X inniheldur enga brandara, engar spaugilegar kringumstæður og ekki eina einustu aðlaðandi persónu. Stuðið er til staðar en það dugir ekki til.

Niðurstaða: Hressilegt partý en fremur misheppnuð mynd.

Birt í Fréttablaðinu 16.3.2012

Auglýsingar

4 svör to “Góða veizlu gjöra skal”

  1. Mikið ertu gjafmildur á stjörnur í þessu tilfelli.

    • Finnst þér það? Næstlægsta einkunn er ekkert sérlega góð einkunn. Lægstu einkunn spara ég fyrir stöff sem gerir mig bandhoppandi brjálaðan.

      • Það er reyndar rétt. Mér fannst bara halla svo svakalega á þessa mynd hjá þér að hún væri meira svona einna stjörnu. Svo ég sletti þá sá ég ekki í fljótu bragði minnst á nein redeeming qualities í þessari mynd.

      • Nei ég skil þig. Kannski er misræmi þarna. Mér finnst bara svo mikið afrek að gera einnar stjörnu mynd. Annars er kvarðinn minn: Mannskemmandi viðbjóður – drasl – fínt – ljómandi – stórbrotið! En já, það eru engir redeeming qualities við þessa mynd, nema það að ég var ekki brjálaður út í hana og Battery með Medaliggu var í henni. Ég ætti kannski að fá að skipta 2 stjörnum út fyrir Zzzzz….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: