Kærkomin blóðgjöf

The Cabin in the Woods **** (4 stjörnur)
Leikstjórn: Drew Goddard
Leikarar: Kristen Connolly, Chris Hemsworth, Anna Hutchison, Fran Kranz, Jesse Williams, Richard Jenkins, Bradley Whitford

Fimm menntskælingar ætla að eyða helginni í gömlum skógarkofa og djamma frá sér allt vit. Á leiðinni að kofanum stoppa þau á afskekktri bensínstöð þar sem brúntenntur bensíntittur segir þeim að snúa við, en að gömlum sið graðra hrollvekjuungmenna hlæja þau að viðvörunum hans og halda för sinni áfram. Þetta eru aðeins fyrstu klisjurnar í röð margra, og áhorfandinn býr sig undir beru kvenmannsbrjóstin, vímuefnaneysluna og subbulegu morðin sem yfirleitt fylgja í kjölfarið. Þetta fær hann allt saman og gott betur.

Það er auðvelt að skemma það góða fjör sem myndin býður upp á með of ítarlegri umfjöllun. En eins og stjörnugjöfin gefur til kynna er Skógarkofinn meira en bara klisjurnar. Tilvísanir í eldri hrollvekjur eru óteljandi og er því óhætt að fullyrða að sjóaðir hryllingsreynsluboltar muni skemmta sér betur en hinn almenni áhorfandi. Á leið út úr sýningarsalnum heyrði ég einn segja myndina þá bestu sem hann hefði séð á meðan annar bölvaði því að hafa ekki gengið út í hléi. Mig grunar að sá fyrrnefndi hafi lært betur heima en hinn.

Sjálfur hef ég ekki skemmt mér jafn vel yfir hryllingsmynd lengi og það er einhver undirliggjandi ferskleiki hér sem gerir gæfumuninn. Ég telst í flokki gallharðra hrollvekjuhunda en myndin var ávallt tveimur skrefum á undan mér. Of snemmt er þó að segja til um langvarandi áhrif hennar á hrollvekjuna sem listform, en líkt og gerðist í kjölfar myndarinnar Scream um miðbik 10. áratugarins eru líkur á að nú muni höfundar jafnt sem áhorfendur staldra við og hugsa sinn gang. Eftir að nýjabrumið var farið af Scream rann því miður allt í sama farið og líklegt er að það sama muni gerast hér. The Cabin in the Woods er þrátt fyrir það fyrirtaks skemmtun og kærkomin blóðgjöf í visnandi kropp hrollvekjunnar.

Niðurstaða: Hressandi hrollur sem kemur áhorfandanum sífellt á óvart.

Birt í Fréttablaðinu 24.4.2012

Auglýsingar

Eitt svar to “Kærkomin blóðgjöf”

  1. Óskar P. Einarsson Says:

    Hressilegt stöff og Whedon alveg að fá tímabært breik eftir mörg, vanmetin ár. Ég er samt skíthræddur við þetta Avengers-dót, hundleiðist svona ofurhetjurúnk.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: