Heilaskemmandi hasar

Lockout *** (3 stjörnur)
Leikstjórn: James Mather, Stephen St. Leger
Leikarar: Guy Pearce, Maggie Grace, Vincent Regan, Joseph Gilgun, Lennie James, Peter Stormare

Geimfangelsið M.S. One svífur í rólegheitum rétt fyrir ofan lofthjúp jarðar og hýsir um 500 stórhættulega fanga sem afplána dóm sinn í djúpsvefni. Að sjálfsögðu vakna þeir allir mun fyrr en áætlað var og mannskapurinn er morgunfúll í meira lagi. Eftir blóðuga uppreisn fanganna með tilheyrandi gíslatöku er leyniþjónustumaðurinn Snow (leikinn af Guy Pearce) sendur á staðinn. Verkefni hans er að bjarga dóttur forsetans, en hún er meðal gíslanna.

Pearce rembist við töffaraskapinn frá fyrstu mínútu og minnir á Kurt gamla Russell í Flóttanum frá New York. Þessi blanda af 80’s-harðhaus og brandarakarli virkar ágætlega hér, þó stundum dansi hann á línu þess að reyna of mikið. Maggie Grace er ósannfærandi hasarhetja en ágæt sem brandaraboxpúði leyniþjónustumannsins. Aðalskúrkinn skortir lit, en smákrimminn bróðir hans er eftirminnilegur. Tæknibrellurnar eru undir meðallagi góðar og hliðarsagan um týndu skjalatöskuna er klaufaleg.

Þrátt fyrir allt er Lockout prýðisgóð skemmtun. Það er ómögulegt að taka hana alvarlega, til þess er hún of yfirgengilega heimskuleg, en þar sem hún gerir það ekki sjálf nema að afar takmörkuðu leyti kemst hún upp með ýmislegt. Þó er viðbúið að aðdáendur vísindaskáldsagna finnist þeir sviknir um vísindin, en heilaskemmdir hasarhundar á borð við undirritaðan fá aftur á móti heilmikið fyrir sinn snúð.

Niðurstaða: Fyndinn og fjörugur formúluhasar að hætti 9. áratugarins.

Birt í Fréttablaðinu 12.5.2012

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: