Er einhver með skæri?

The Five-Year Engagement *** (3 stjörnur)
Leikstjórn: Nicholas Stoller
Leikarar: Jason Segel, Emily Blunt, Chris Pratt, Alison Brie, Rhys Ifans, Jacki Weaver, Kevin Hart, Mindy Kaling, Randall Park, Brian Posehn, Chris Parnell, Dakota Johnson

Hinn nýtrúlofaði Tom afþakkar stöðu yfirkokks á nýju veitingahúsi í borginni þegar unnustu hans, Violet, býðst rannsóknarstaða við Háskólann í Michigan. Þau flytja frá San Fransisco, brúðkaupsáætlanir dragast á langinn og með tímanum fer að bera á óánægju hjá karldýrinu með hið nýja líf hjónaleysanna.

Þessi dramatíska og lágstemmda gamanmynd kemur úr herbúðum framleiðandans Judd Apatow og ber þess ýmis merki. Hún inniheldur stóran hóp skrautlegra aukapersóna, fullt af fyndnum samtalssenum, nóg af rómantík, og eilítill „slapstick“-húmor fær að læðast með. Mörg atriðanna eru brosleg en svo eru nokkur beinlínis sprenghlægileg.

Myndir af þessu tagi standa oft og falla með samleik aðalleikaranna, og þau Jason Segel og Emily Blunt eru gífurlega trúverðugt bíópar, bæði þegar þau eru heltekin af ást en einnig þegar gamanið kárnar. Aðrir leikarar standa sig einnig prýðilega, en mest hló ég að hinum ullarpeysuprjónandi Bill (Chris Parnell) og hinni kjaftforu og kynóðu Audrey (Dakota Johnson).

Það verður þó ekki hjá því komist að minnast á lengd myndarinnar, en á köflum er The Five-Year Engagement við það að sligast undan þeim rúmu tveimur klukkustundum sem hún er. Hinn rólegi og þægilegi taktur sem er svo kærkominn í fyrri hluta myndarinnar gerir mann órólegan í þeim seinni. Þannig er þetta oftast hjá Apatow Productions og þess vegna ná góðu myndirnar þeirra sjaldan að verða frábærar.

Niðurstaða: Vel heppnuð rómantísk gamanmynd, en tuttugu mínútum styttri væri hún frábær.

Birt í Fréttablaðinu 17.5.2012

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: