Stingum af

Moonrise Kingdom **** (4 stjörnur)
Leikstjórn. Wes Anderson
Leikarar: Jared Gilman, Kara Hayward, Bruce Willis, Edward Norton, Bill Murray, Frances McDormand, Tilda Swinton, Jason Schwartzman, Bob Balaban

Samfélag pínulítillar eyju á Nýja-Englandi fer á hliðina þegar tvö ungmenni láta sig hverfa út í óbyggðir. Hann er munaðarlaus skáti og hún dekurbarn með hegðunarvandamál. Reynsla piltsins af skátastörfum auðveldar þeim að lifa af landinu og á kvöldin spilar stúlkan tónlist á rafhlöðuknúnum plötuspilara og les upphátt. Allt ákaflega rómantískt, nema þau eru bara 12 ára.

Myndir Wes Anderson eru algjörlega sér á báti og Moonrise Kingdom er engin undantekning þar á. Hann leyfir sér aldrei að vera hádramatískur, sama hvaða hörmungar dynja á persónunum, og þrátt fyrir að myndir hans séu á köflum fyndnar gætu þær aldrei kallast gamanmyndir. Þær eru á einhverju furðulegu gráu svæði milli gamans og alvöru, eins og lífið sjálft, en þó aldrei neitt sérlega raunverulegar.

Hinir ungu aðalleikarar standa sig vel, og Jared Gilman (sem lítur út eins og barnungur Nilli) ber sig eins og hann hafi aldrei gert annað en að leika í kvikmyndum. Þá rífur Bruce Willis sig loksins upp úr meðalmennskunni og er fantagóður í hlutverki vinalegrar löggu sem hefur sjaldan fengið meira að gera en að leita að ungmennunum.

Mig skortir kjark í að reyna að finna einhvern boðskap eða rauðan þráð í Moonrise Kingdom. Hvað merkir það að börn megi ekki elska hvort annað en geri það samt, á meðan hinir fullorðnu gera það ekki þó þeir megi það? Ég hef ekki hugmynd. Wes Anderson býr til glæsilegar myndir með vönduðum karakterum, en söguþráðurinn virðist alltaf skipta minna máli. Sama er mér. Á meðan ég fæ annað slagið að stinga af frá hinu daglega amstri og upplifa hugarheim hans er ég þrælsáttur.

Niðurstaða: Litrík og lokkandi mynd frá einum mest spennandi leikstjóra Ameríku.

Birt í Fréttablaðinu 8.6.2012

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: