Mjallhvít og dauðarokkarinn

Snow White & the Huntsman ** (2 stjörnur)
Leikstjórn: Rupert Sanders
Leikarar: Kristen Stewart, Charlize Theron, Chris Hemsworth, Sam Spruell, Ian McShane, Bob Hoskins, Toby Jones, Eddie Marsan, Ray Winstone, Nick Frost

Allir þekkja ævintýrið um Mjallhvíti og dvergana sjö, og nú hefur þessi sígilda saga verið færð í viðhafnarbúning, en eins og nafnið gefur til kynna er aðaláhersla kvikmyndarinnar Snow White & the Huntsman lögð á samband Mjallhvítar við veiðimanninn knáa. Drottningin vonda og dvergarnir sjö eru einnig á sínum stað, og framan af heldur myndin sig nálægt ævintýrinu eins og við þekkjum það, þar til Mjallhvít umturnast að lokum í brynjuklædda bardagahetju.

Fegurð er vissulega afstæð, og eiginlega líður mér hræðilega að vekja máls á þessu, en hin annars huggulega Kristen Stewart kemst ekki með tærnar þar sem Charlize Theron hefur hælana hvað snoppufríðleika varðar. Spegill drottningar hlýtur því að vera annað hvort sjóndapur eða hraðlyginn. En þegar leikar æsast og Stewart byrjar að sýna klærnar verður hún bæði trúverðug og töff. Hinn hæfileikaríki Chris Hemsworth nær engu flugi í hlutverki veiðimannsins og minnir mun meira á dauðarokkstrommara á leið í áfengismeðferð en hugrakkan bjargvætt Mjallhvítar.

Það er Theron sem heldur stuðinu gangandi og hin djöfullega drottning er andstyggileg en um leið aumkunarverð. Þá eru dvergarnir sæmilega skemmtilegir og útlit myndarinnar allt sérlega glæsilegt. Í hálftíma styttri mynd hefði þetta mögulega dugað til, en líkt og í allt of mörgum nýlegum ævintýramyndum er lopinn teygður vel upp fyrir efri þolmörk. 130 mínútur af Mjallhvíti er fullmikið af hinu góða þrátt fyrir ágæta spretti hér og þar.

Niðurstaða: Mikið fyrir augað en minna fyrir heilann. Og rassinn steinsofnaði.

Birt í Fréttablaðinu 15.6.2012

Auglýsingar

2 svör to “Mjallhvít og dauðarokkarinn”

  1. mrhaux Says:

    „Hinn hæfileikaríki Chris Hemsworth nær engu flugi í hlutverki veiðimannsins og minnir mun meira á dauðarokkstrommara á leið í áfengismeðferð en hugrakkan bjargvætt Mjallhvítar.“
    Ég held að þetta sé einhver besta lína sem ég hef séð í íslenskri gagnrýni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: