Tafsandi og stamandi

Piranha 3DD * (1 stjarna)
Leikstjórn: John Gulager
Leikarar: Danielle Panabaker, Matt Bush, David Koechner, Chris Zylka, Katrina Bowden, Gary Busey, Christopher Lloyd, David Hasselhoff

Manstu eftir bekkjarbróður þínum úr grunnskóla sem endursagði alla brandara úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem hann sá? Brandara sem voru ef til vill fyndnir í sinni upphaflegu mynd en þegar hann þuldi þá upp á slappri unglingaensku leið þér skringilega og þig langaði að fara. Kvikmyndin Piranha 3DD er akkúrat þessi strákur.

Upprunalegi brandarinn var hin þrælskemmtilega Piranha 3D sem kom út fyrir tveimur árum og gekk fram af sjóuðustu splatterhundum með hamslausum (en hlægilegum) blóðsúthellingum og ofbeldi. Hinn franski Alexandre Aja leikstýrði henni með glott á vörum og sögulokin bentu til þess að framhaldsmynd væri á leiðinni. Aja sneri sér hins vegar að öðrum verkefnum og þeir sem halda á spöðunum nú vita ekkert hvað þeir eru að gera. Tafsandi og stamandi reyna þeir að koma gamla brandaranum til skila, en allt kemur fyrir ekki.

Að vísu var gaman að sjá Gary gamla Busey étinn af pírönum, og þreföldun dolly zoom-skotsins úr Jaws er húmor fyrir lengra komna, en fleiri voru ljósu punktarnir ekki. Piranha 3DD er í grunninn eins og fyrirrennarinn, en munurinn er sá að framhaldið er í höndum ófyndinna manna. Útkoman er því ekki upp á marga fiska, ef einhverja. Þá eru brellurnar verri, leikararnir geta ekki neitt og hin óhóflega notkun nektar verður að lokum merkilega niðurdrepandi.

Niðurstaða: Þú segir ekki sama brandarann tvisvar.

Birt í Fréttablaðinu 16.6.2012

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: