Vatnið flæðir í bíó

Í síðustu viku þusaði ég um vatnsnísku íslenskra bíóhúsa og hvernig þau senda kúnnana inn á klósett til að svala þorsta sínum. Ég nefndi engin nöfn en hef farið í tvö mismunandi kvikmyndahús síðan þá, og nú ætla ég að neimdroppa sem óður væri.

Smárabíó er vinveitt vatnsdrykkjufólki og lumar á sjálfsafgreiðslu-vatnsbrunni, en starfsfólkið færir þér vatn í glasi með bros á vör ef þú biður um það í sjoppunni. Það er meira að segja kalt.

Háskólabíó er einnig sérlegur vinur vatnsins og splæsir í glas fyrir þyrsta. Í hléi er svo vatnsglösum með loki raðað við enda afgreiðslu-borðsins og á krúttlegu A4-blaði til hliðar stendur „VATN“.

Þetta er til mikils sóma og vonandi er ekki langt í að öll bíóin veiti þessa sjálfsögðu þjónustu.

Auglýsingar

Eitt svar to “Vatnið flæðir í bíó”

  1. Furðulegt að bara við það að lesa eitthvað um vatn langar mig mjög mikið að fá mér vatn að drekka. En annars hef ég stundað það að vera með bakpokann minn fullan af alls kyns snarli sem ég kýs að gæða mér á með myndinni, til dæmis hnetur og annað hollustunammi sem er ekki til sölu í kvikmyndahúsum, og það hefur alveg komið fyrir að þar hafi vatnsflaska ratað með. Ég er samt ekkert að segja að maður eigi ekki að fá ískalt og svalandi vatn gefins í bíó, því það eru sjálfsögð mannréttindi.Maður á alla vega ekki að láta bjóða sér eitthvað kúkafýluvatn, það er ógeðslegt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: