Heiðarleg tilraun

Red Lights *** (3 stjörnur)
Leikstjórn: Rodrigo Cortés
Leikarar: Cillian Murphy, Sigourney Weaver, Robert De Niro, Elizabeth Olsen, Toby Jones, Joely Richardson

Þessi hrollvekjandi spennutryllir segir frá Dr. Margaret Matheson og aðstoðarmanni hennar, Tom Buckley, en saman fletta þau ofan af miðlum og spámönnum sem féfletta auðtrúa almenning. Einn þeirra hefur þó reynst doktornum erfiður og er það hinn heimsfrægi Simon Silver, sem um þessar mundir snýr aftur úr sjálfskipaðri útlegð sinni frá sviðsljósinu.

Red Lights er kjánaleg á köflum en verður ekki meint af. Andi yfirnáttúrukvikmynda 8. áratugarins svífur yfir vötnum og þá aðallega þeirra sem fallnar eru í gleymsku. Sumar þeirra voru meingallaðar en tókst engu að síður að skapa magnað andrúmsloft. Mig langar að nefna myndir á borð við Audrey Rose og The Sentinel. Red Lights fellur í sama flokk og mögulega ómeðvitað. Hún rembist í það minnsta aldrei við að vera „retró“.

Cillian Murphy er klaufaleg týpa af náttúrunnar hendi og hentar það ágætlega hér. De Niro er í hlutlausum að vanda, en Sigourney Weaver tekst að gera heilmikið úr litlu. Hún er frábær leikkona og það er frábært að aðstandendur myndarinnar hafi veðjað á hæfileikakonu á sjötugsaldri í hlutverk persónu sem gæti verið á hvaða aldri sem er. Karlarnir hafa komist upp með þetta árum saman og vonandi er hlutverkapólitíkin í Hollywood loksins að breytast.

Myndin nær þó aldrei að verða merkileg, en gerir engu að síður heiðarlega tilraun til að draga hrollvekjuna upp á æðra plan. Of lengi hefur hún spólað í hjólförum póstmódernískra sniðugheita og hrollvekjuhundar eru orðnir óþreyjufullir í bið sinni eftir einhverju betra. Þrátt fyrir gallana eru góðu sprettirnir í Red Lights margir og ég er sannfærður um að Rodrigo Cortés á frábæra mynd uppi í erminni.

Niðurstaða: Þó ýmislegt vanti er stemningin til staðar.

Birt í Fréttablaðinu 26.7.2012

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: