Áfram Hrafnhildur!

Hrafnhildur *** (3 stjörnur)
Leikstjórn: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir

Í þessari áhugaverðu heimildarmynd fáum við að fylgjast með Hrafnhildi, ungri stúlku sem fæddist í líkama drengs, en er nú í miðju kynleiðréttingarferli og hefur undanfarin ár lifað sem kona. Áður hét hún Halldór og gekk í gegnum allar þær andlegu raunir sem maður getur ímyndað sér að fylgi því að búa í röngum líkama.

Hrafnhildur er heillandi karakter, listhneigð og hæfileikarík, og eru atriðin tengd saman með verkum eftir hana sjálfa. Þetta er óþvingað og kemur skemmtilega út. Viðtölin við aðstandendur hennar eru bæði fyndin og falleg, en besta sena myndarinnar er tvímælalaust þegar Hrafnhildur rekst á gamla vinkonu sem hefur ekki hugmynd um þessa líkamlegu breytingu

Það er RÚV-kempan Ragnhildur Steinunn sem leikstýrir og er þetta frumraun hennar fyrir aftan myndavélina. Ekki er hægt að sjá annað en að hún sé jafnvíg báðum megin vélar og nálgast hún viðfangsefnið af bæði virðingu og varkárni. Þó dregur varkárnin á stöku stað úr áhrifamættinum og ekki er staldrað við óþægilega hluti á borð við ónærgætna föðurbræður, þjáninguna sem leiddi til fíkniefnaneyslu og hina lamandi óvissu þegar Hrafnhildi er tjáð að mögulega fái hún ekki að fara í hina langþráðu aðgerð. Í stað þess er klippt yfir í næstu senu eða hoppað mánuði fram í tímann.

Þessi 70 mínútna langa mynd hefði vel þolað að vera ögn lengri, og líklega hagnast eilítið á því líka. Þrátt fyrir það er vel hægt að mæla með Hrafnhildi og ég er handviss um að leikstýran á fullt inni.

Niðurstaða: Falleg frumraun sem allir hafa gott af að sjá.

Birt í Fréttablaðinu 18.8.2012

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: