Fíllinn í herberginu

Meet the Fokkens **** (4 stjörnur)
Leikstjórn: Gabrielle Provaas, Rob Schröder

Sjötugu tvíburasysturnar Martine og Louise Fokkens hafa í rúm 40 ár verið vændiskonur í Amsterdam og eru enn að. Önnur þeirra hætti reyndar að stunda samfarir fyrir tveimur árum sökum gigtveiki, en flengingar og drottnunarleikir hennar njóta enn nokkurra vinsælda meðal vændiskaupenda.

Þessar skrautlegu systur hafa gengið í gegnum margt á lífsleiðinni, verið beittar ofbeldi og þurft að sjá fyrir fjölskyldunni með vafasömum hætti. Í dag er raunin önnur, en fastar í viðjum vanans halda þær uppteknum hætti og munu eflaust gera þar til yfir lýkur. Þær eru slarkfærir listmálarar og sinna því áhugamáli af ástríðu. Maður veltir því fyrir sér hvort þær hefðu náð árangri á því sviði hefði einhver haft trú á þeim. Eða þær sjálfar.

Meet the Fokkens er vel gerð og þrælskemmtileg heimildarmynd um mikla furðufugla. Skræpótt (og samstæð) föt tvíburanna hætta þó fljótlega að vera fyndin þegar gríman fellur, og við blasir hversdagslegur breyskleiki mannsins í sinni döprustu mynd. Túristarnir í Rauða hverfinu labba flissandi framhjá glugga systranna og sjá þeim bregða fyrir í sekúndubrot (fínasta krydd í ferðasöguna) en gera sér eflaust ekki grein fyrir að þarna hafa þær húkt allt sitt líf.

Myndin stundar þó ekki neina djúpköfun af viti. Dramatíkin leynist í því sem við fáum ekki að vita. Fokkens-systurnar eru hressar á yfirborðinu og það er myndin líka. En það er risatór fíll í herberginu.

Niðurstaða: Þú munt aldrei gleyma Fokkens-systrunum.

Birt í Fréttablaðinu 29.9.2012

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: